Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. maí 2019 13:39 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. „Afsakið mig en mér líður illa, mér er óglatt,“ segir Pamela Anderson, bandaríska leikkonan og aktívistinn um líðan sína eftir að hafa heimsótt Julian Assange, ástralska uppljóstrarann, í Belmarsh-öryggisfangelsið í Suðaustur Lundúnum í dag. Assange sé algjörlega einangraður frá umheiminum og hafi ekki fengið að stíga fæti út úr klefanum sínum síðan hann var lokaður inni. Pamela og Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, voru þau fyrstu sem fengu að heimsækja Assange síðan hann var handtekinn í ekvadorska sendiráðinu fyrir tæpum mánuði síðan. Assange sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu og hélt þar til í sjö ár af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Assange var 1. maí dæmdur í 50 vikna fangelsi í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum og svíkjast undan tryggingu. Pamela og Kristinn héldu stutta yfirlýsingu fyrir fjölmiðla fyrir utan fangelsið að heimsókninni lokinni en Pamela hefur um langt skeið verið ötull stuðningsmaður Assange. „Hann hefur ekkert til saka unnið svo réttlætanlegt sé að hafa hann í öryggisfangelsi. Hann hefur aldrei framið ofbeldisfullan glæp. Hann er saklaus manneskja,“ segir Pamela sem segir að það hafi verið sársaukafullt að komast að því hvernig aðbúnaður Assange sé í fangelsinu. Hann hafi ekki fengið að stíga fæti út úr klefanum sínum, hafi ekki aðgang að bókasafni og ekki fengið að tala við börnin sín. „Þetta er spurning um líf eða dauða. Það er alvarleiki málsins,“ sagði Kristinn.Réttlætið muni velta á almenningsálitinuPamela sagði að Assange þyrfti á stuðningi almennings að halda. Þegar öllu yrði á botninn hvolft myndi réttlætið velta á almenningsálitinu og stuðningi frá alþjóðasamfélaginu. „Hann er góður maður, hann er stórkostleg manneskja. Ég elska hann og ég get ekki ímyndað mér hvað hann er að ganga í gegnum núna. Það var gott að sjá hann, frábært að sjá hann, en þetta er bara misnotkun á dómskerfinu í framkvæmd,“ segir Pamela sem kveðst hafa fengið áfall þegar hún komst að því að hann hafi þurft að húka inni í klefanum í allan þennan tíma.Leikkonan Pamela Anderson hélt stutta yfirlýsingu ásamt ritstjóra WikiLeaks fyrir utan Belmarsh-fangelsið í dag.Vísir/ap Bretland Ekvador Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
„Afsakið mig en mér líður illa, mér er óglatt,“ segir Pamela Anderson, bandaríska leikkonan og aktívistinn um líðan sína eftir að hafa heimsótt Julian Assange, ástralska uppljóstrarann, í Belmarsh-öryggisfangelsið í Suðaustur Lundúnum í dag. Assange sé algjörlega einangraður frá umheiminum og hafi ekki fengið að stíga fæti út úr klefanum sínum síðan hann var lokaður inni. Pamela og Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, voru þau fyrstu sem fengu að heimsækja Assange síðan hann var handtekinn í ekvadorska sendiráðinu fyrir tæpum mánuði síðan. Assange sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu og hélt þar til í sjö ár af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Assange var 1. maí dæmdur í 50 vikna fangelsi í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum og svíkjast undan tryggingu. Pamela og Kristinn héldu stutta yfirlýsingu fyrir fjölmiðla fyrir utan fangelsið að heimsókninni lokinni en Pamela hefur um langt skeið verið ötull stuðningsmaður Assange. „Hann hefur ekkert til saka unnið svo réttlætanlegt sé að hafa hann í öryggisfangelsi. Hann hefur aldrei framið ofbeldisfullan glæp. Hann er saklaus manneskja,“ segir Pamela sem segir að það hafi verið sársaukafullt að komast að því hvernig aðbúnaður Assange sé í fangelsinu. Hann hafi ekki fengið að stíga fæti út úr klefanum sínum, hafi ekki aðgang að bókasafni og ekki fengið að tala við börnin sín. „Þetta er spurning um líf eða dauða. Það er alvarleiki málsins,“ sagði Kristinn.Réttlætið muni velta á almenningsálitinuPamela sagði að Assange þyrfti á stuðningi almennings að halda. Þegar öllu yrði á botninn hvolft myndi réttlætið velta á almenningsálitinu og stuðningi frá alþjóðasamfélaginu. „Hann er góður maður, hann er stórkostleg manneskja. Ég elska hann og ég get ekki ímyndað mér hvað hann er að ganga í gegnum núna. Það var gott að sjá hann, frábært að sjá hann, en þetta er bara misnotkun á dómskerfinu í framkvæmd,“ segir Pamela sem kveðst hafa fengið áfall þegar hún komst að því að hann hafi þurft að húka inni í klefanum í allan þennan tíma.Leikkonan Pamela Anderson hélt stutta yfirlýsingu ásamt ritstjóra WikiLeaks fyrir utan Belmarsh-fangelsið í dag.Vísir/ap
Bretland Ekvador Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52
Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00
Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41
Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00
Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42