Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2019 16:12 Brak Sukhoi-þotu Aeoroflot á Sjeremetjevóflugvelli. Vísir/EPA Rússnesk samgönguyfirvöld ætla sér ekki að skipa fyrir um kyrrsetningu Sukhoi Superjet 100-farþegaþotanna eftir að 41 fórst þegar ein þeirra brotlenti á flugvelli í Moskvu í gær. Sukhoi er fyrsta rússneska farþegaþotan frá falli Sovétríkjanna. Eldur braust út í Sukhoi-vélinni við brotlendinguna á Sjeremetjevóflugvellinum í gær. Vélin var á vegum rússneska flugfélagsins Aeoroflot og var á leið til Moskvu frá Múrmansk þegar flugmennirnir neyddust til þess að nauðlenda henni. Rannsakendur beina nú sjónum sínum að því hvort að tæknileg bilun, mannleg mistök eða veðuraðstæður hafi valdið slysinu. Sjötíu og þrír farþegar voru um borð í vélinni auk fimm manna áhafnar. Þrjátíu og þrír farþegar og fjórir úr áhöfninni lifðu af en sex eru sagðir alvarlega slasaðir. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að einn þeirra sem fórst hafi verið bandarískur ríkisborgari. Jevgení Ditrikh, samgönguráðherra Rússlands, sagði fréttamönnum að engin ástæða væri til að kyrrsetja vélarnar í ljósi slyssins. Engu að síður tilkynnti Yamal Airlines, sem rekur flestar Superjet-þotur á eftir Aeroflot, að félagið ætlaði að hætta við kaup á tíu vélum í gær. Ástæðan væri þó hár rekstrarkostnaður, ekki öryggisáhyggjur. Sukhoi Superjet-þoturnar voru kyrrsetar í desember árið 2016 þegar galli fannst í stéli vélanna. Áhyggjur hafa komið fram um öryggi þeirra og áreiðanleika, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ein þeirra hrapaði í Indónesíu árið 2012 með þeim afleiðingum að 45 manns fórust. Mannlegum mistökum var kennt um það slys. Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Eldurinn kviknaði við lendingu 41 eru látinn eftir eldsvoða í rússnesku farþegaflugvélinni sem nauðlenda þurfti á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu skömmu eftir flugtak. 5. maí 2019 21:09 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Rússnesk samgönguyfirvöld ætla sér ekki að skipa fyrir um kyrrsetningu Sukhoi Superjet 100-farþegaþotanna eftir að 41 fórst þegar ein þeirra brotlenti á flugvelli í Moskvu í gær. Sukhoi er fyrsta rússneska farþegaþotan frá falli Sovétríkjanna. Eldur braust út í Sukhoi-vélinni við brotlendinguna á Sjeremetjevóflugvellinum í gær. Vélin var á vegum rússneska flugfélagsins Aeoroflot og var á leið til Moskvu frá Múrmansk þegar flugmennirnir neyddust til þess að nauðlenda henni. Rannsakendur beina nú sjónum sínum að því hvort að tæknileg bilun, mannleg mistök eða veðuraðstæður hafi valdið slysinu. Sjötíu og þrír farþegar voru um borð í vélinni auk fimm manna áhafnar. Þrjátíu og þrír farþegar og fjórir úr áhöfninni lifðu af en sex eru sagðir alvarlega slasaðir. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að einn þeirra sem fórst hafi verið bandarískur ríkisborgari. Jevgení Ditrikh, samgönguráðherra Rússlands, sagði fréttamönnum að engin ástæða væri til að kyrrsetja vélarnar í ljósi slyssins. Engu að síður tilkynnti Yamal Airlines, sem rekur flestar Superjet-þotur á eftir Aeroflot, að félagið ætlaði að hætta við kaup á tíu vélum í gær. Ástæðan væri þó hár rekstrarkostnaður, ekki öryggisáhyggjur. Sukhoi Superjet-þoturnar voru kyrrsetar í desember árið 2016 þegar galli fannst í stéli vélanna. Áhyggjur hafa komið fram um öryggi þeirra og áreiðanleika, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ein þeirra hrapaði í Indónesíu árið 2012 með þeim afleiðingum að 45 manns fórust. Mannlegum mistökum var kennt um það slys.
Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Eldurinn kviknaði við lendingu 41 eru látinn eftir eldsvoða í rússnesku farþegaflugvélinni sem nauðlenda þurfti á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu skömmu eftir flugtak. 5. maí 2019 21:09 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08
Eldurinn kviknaði við lendingu 41 eru látinn eftir eldsvoða í rússnesku farþegaflugvélinni sem nauðlenda þurfti á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu skömmu eftir flugtak. 5. maí 2019 21:09