Mýta að neyslurými fjölgi neytendum segir hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 5. maí 2019 21:15 Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum.Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni sem gerir embætti landlæknis kleift að heimila sveitarfélagi að stofna og reka neyslurými. Neyslurými er þá lagalega verndað umhverfi þar sem fíklar, eldri en 18 ára, geta neytt fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna.Markmið sé að draga úr skaðlegum afleiðingum af notkun ávana- og fíkniefna. Skiptar skoðanir hafa verið um frumvarpið og margir bent á að ígrunda þurfi betur framkvæmdina. hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði, sem hefur það verkefni að ná til heimilislausra og þeirra sem nota vímuefni í æð og útvega þeim heilbrigðisaðstoð, segir umræðuna sem sprottið hefur upp stundum bera með sér skort á þekkingu á skaðaminnkandi hugmyndafræði. „Skaðaminnkandi hugmyndafræði er í rauninni bara það að viðurkenna að það er einhver áhætta og mögulega einhverjar afleiðingar sem fylgja ákveðinni hegðun. Það eru til einstaklingar sem nota vímuefni í æð og það er skaði sem hlýst af því. Skaðaminnkun vill draga úr skaðanum,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði. Hún bendir á að neyslurými hafi reynst vel í þeim löndum sem þau eru starfrækt. Það komi í veg fyrir ofskömmtun, stuðli að hreinlæti og minnki líkur á að sprautunálar séu til dæmis á leikvöllum.Erum við ekki að viðurkenna að það sé í lagi að vera fíkill ef við opnum svona rými? „Við erum í rauninni bara að viðurkenna að við erum mannleg. Það eiga allir rétt á tilvist sinni sem manneskjur. Það eiga allir rétt á grundvallar heilbrigðisþjónustu og að okkur sé mætt þar sem við erum stödd,“ segir Elísabet. Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum.Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni sem gerir embætti landlæknis kleift að heimila sveitarfélagi að stofna og reka neyslurými. Neyslurými er þá lagalega verndað umhverfi þar sem fíklar, eldri en 18 ára, geta neytt fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna.Markmið sé að draga úr skaðlegum afleiðingum af notkun ávana- og fíkniefna. Skiptar skoðanir hafa verið um frumvarpið og margir bent á að ígrunda þurfi betur framkvæmdina. hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði, sem hefur það verkefni að ná til heimilislausra og þeirra sem nota vímuefni í æð og útvega þeim heilbrigðisaðstoð, segir umræðuna sem sprottið hefur upp stundum bera með sér skort á þekkingu á skaðaminnkandi hugmyndafræði. „Skaðaminnkandi hugmyndafræði er í rauninni bara það að viðurkenna að það er einhver áhætta og mögulega einhverjar afleiðingar sem fylgja ákveðinni hegðun. Það eru til einstaklingar sem nota vímuefni í æð og það er skaði sem hlýst af því. Skaðaminnkun vill draga úr skaðanum,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði. Hún bendir á að neyslurými hafi reynst vel í þeim löndum sem þau eru starfrækt. Það komi í veg fyrir ofskömmtun, stuðli að hreinlæti og minnki líkur á að sprautunálar séu til dæmis á leikvöllum.Erum við ekki að viðurkenna að það sé í lagi að vera fíkill ef við opnum svona rými? „Við erum í rauninni bara að viðurkenna að við erum mannleg. Það eiga allir rétt á tilvist sinni sem manneskjur. Það eiga allir rétt á grundvallar heilbrigðisþjónustu og að okkur sé mætt þar sem við erum stödd,“ segir Elísabet.
Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira