Minnkuðu hlutfall allra starfsmanna Sýslumannsins á Austurlandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. maí 2019 23:33 Sýslumaðurinn á Austurlandi hefur minnkað starfshlutfall allra starfsmanna embættisins til þess að halda rekstri innan fjárheimilda. Staðgengill sýslumanns segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála hjá embættinu.Sýslumannsembættum var fækkað úr 24 í 9 árið tvö þúsund og fimmtán og löggæslan aðskilin frá rekstrinum. Nú í byrjun apríl gaf Ríkisendurskoðun út úttekt á sýslumannsembættum landsins þar sem fram kemur að hagkvæmni með ákvörðuninni hafi langt frá því náðst. Öll embætti hafa skilað neikvæðri rekstrarafkomu upp á þrjú hundruð milljónir og uppsafnaður rekstrarhalli er fimm hundruð milljónir.Sýslumaðurinn á Austurlandi, sem meðal annars hefur aðsetur á Seyðisfirði, er eitt þeirra embætta sem ráðist hefur þurft í niðurskurð eftir að sýslumannsembættum var fækkað. Það er gert til þess að halda sér innan fjárheimilda.Tekin var sú ákvörðun um að minnka starfshlutfall allra starfsmanna og segir staðgengill sýslumannsins á Austurlandi stöðuna ekki góða.„Hún er vægast sagt bara mjög slæm. Við erum með halla sem við erum að reka á undan okkur og við höfum verið að gera það frá því að embættin voru sameinuð. Núna bara í lok febrúar þá þurftum við að segja upp starfsfólki. Við ákváðum að fara þá leið að segja upp starfsfólki og bjóða þeim níutíu prósent starfshlutfall í stað hundrað prósent bara til að halda úti þjónustustigi sem gerð er krafa um“, segir Íris Dröfn Árnadóttir, staðgengill Sýslumannsins á Austurlandi.Íris Dröfn Antonsdóttir, staðgengill sýslumanns.Vísir/Jói K.Íris segir að með þessum aðgerðum muni embættið halda sig innan fjárheimilda en Íris segir starfsfólk ekki sátt. „Það er þungt hljóð í þeim og þetta er ekki óska staða. Verkefnum fækkar ekki þó að starfshlutfallið minnki,“ segir Íris. Sýslumenn sjá meðal annars um leyfisveitingar, sifjamál, utankjörfundi, þinglýsingar, búskipti, fullnustuaðgerðir, nauðungarsölur og lögskráningu skipshafna. Íris segir yfirvöld ekki hafa gert sér grein fyrir starfsemi embættanna þegar þeim var fækkað. „Já, klárlega og það er staðfest í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar að sýslumannshlutinn tók á sig alla starfsmenn og launakostnaðurinn fylgdi ekki með starfsmanninum heldur var skiptu fjármagni eftir vinnuhlutfalli,“ segir Íris. Íris segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála en vonast eftir breytingum. „Það hefur verið mikið rætt og hefur verið unnið statt og stöðug í því að reyna fá leiðrétta þessa skiptingu sem að var við sameiningu,“ segir Íris. Seyðisfjörður Stjórnsýsla Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sýslumaðurinn á Austurlandi hefur minnkað starfshlutfall allra starfsmanna embættisins til þess að halda rekstri innan fjárheimilda. Staðgengill sýslumanns segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála hjá embættinu.Sýslumannsembættum var fækkað úr 24 í 9 árið tvö þúsund og fimmtán og löggæslan aðskilin frá rekstrinum. Nú í byrjun apríl gaf Ríkisendurskoðun út úttekt á sýslumannsembættum landsins þar sem fram kemur að hagkvæmni með ákvörðuninni hafi langt frá því náðst. Öll embætti hafa skilað neikvæðri rekstrarafkomu upp á þrjú hundruð milljónir og uppsafnaður rekstrarhalli er fimm hundruð milljónir.Sýslumaðurinn á Austurlandi, sem meðal annars hefur aðsetur á Seyðisfirði, er eitt þeirra embætta sem ráðist hefur þurft í niðurskurð eftir að sýslumannsembættum var fækkað. Það er gert til þess að halda sér innan fjárheimilda.Tekin var sú ákvörðun um að minnka starfshlutfall allra starfsmanna og segir staðgengill sýslumannsins á Austurlandi stöðuna ekki góða.„Hún er vægast sagt bara mjög slæm. Við erum með halla sem við erum að reka á undan okkur og við höfum verið að gera það frá því að embættin voru sameinuð. Núna bara í lok febrúar þá þurftum við að segja upp starfsfólki. Við ákváðum að fara þá leið að segja upp starfsfólki og bjóða þeim níutíu prósent starfshlutfall í stað hundrað prósent bara til að halda úti þjónustustigi sem gerð er krafa um“, segir Íris Dröfn Árnadóttir, staðgengill Sýslumannsins á Austurlandi.Íris Dröfn Antonsdóttir, staðgengill sýslumanns.Vísir/Jói K.Íris segir að með þessum aðgerðum muni embættið halda sig innan fjárheimilda en Íris segir starfsfólk ekki sátt. „Það er þungt hljóð í þeim og þetta er ekki óska staða. Verkefnum fækkar ekki þó að starfshlutfallið minnki,“ segir Íris. Sýslumenn sjá meðal annars um leyfisveitingar, sifjamál, utankjörfundi, þinglýsingar, búskipti, fullnustuaðgerðir, nauðungarsölur og lögskráningu skipshafna. Íris segir yfirvöld ekki hafa gert sér grein fyrir starfsemi embættanna þegar þeim var fækkað. „Já, klárlega og það er staðfest í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar að sýslumannshlutinn tók á sig alla starfsmenn og launakostnaðurinn fylgdi ekki með starfsmanninum heldur var skiptu fjármagni eftir vinnuhlutfalli,“ segir Íris. Íris segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála en vonast eftir breytingum. „Það hefur verið mikið rætt og hefur verið unnið statt og stöðug í því að reyna fá leiðrétta þessa skiptingu sem að var við sameiningu,“ segir Íris.
Seyðisfjörður Stjórnsýsla Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira