Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. maí 2019 12:01 Loftmynd af einum hinna meintu fangabúða. Planet Labs Bandarísk yfirvöld saka nú kínversk stjórnvöld um að halda meira en milljón Uighur-múslimum í fangabúðum í Xinjiang héraði í vesturhluta Kína. Kínverjar hafa kallað búðirnar „endurmenntunarstöðvar,“ sem ætlað er að stemma stigu við uppgangi íslamskra öfgaafla. Randall Schriver, yfirmaður stefnumála Bandaríkjanna í Asíu segir hegðun Kínverja minna um margt á það sem átti sér stað í Evrópu á fjórða áratug síðustu aldar, og vísar þar til Helfararinnar, þar sem Nasistar myrtu á bilinu fimm til sex milljónir gyðinga, meðal annars í fanga- og útrýmingarbúðum. „Kínverjar notfæra sér öryggissveitir sínar til þess að fangelsa fjölda kínverskra múslima í fangabúðum,“ sagði Schriver á blaðamannafundi í Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hann sagðist þá áætla að fjöldi múslima í haldi í búðunum gæti verið nálægt þremur milljónum. Þegar Schriver var inntur eftir svörum um af hvers vegna hann setti málið í samhengi við Helförina svaraði hann því til að það væri réttlætanlegt „í ljósi stærðargráðu málsins, þar sem okkur skilst að minnst milljón, en líklega allt að þrjár milljónir manna af tíu milljónum, séu nú í haldi.“ Uighur-múslimar eru meðal þeirra 55 minnihlutahópa sem viðurkenndir eru af kínverskum stjórnvöldum. Þeir búa langflestir í Kína en eru þó einnig nokkuð fjölmennir í Kasakstan, Úsbekistan og Kirgistan. Í frétt Guardian um málið kemur fram að einstaklingar sem áður hafi dvalið í búðunum hafi lýst hræðilegum pyntingum á hendur sér meðan á yfirheyrslum stóð. Þá hafi föngum verið gert að búa í litlum klefum með mörgum öðrum og að daglega hafi farið fram flokkspólitísk innræting sem ku hafa verið svo hrottafengin að sumir einfaldlega þoldu ekki meir og frömdu sjálfsvíg. Sendiráð Kína í Bandaríkjunum hefur ekki tjáð sig um málið. Ríkisstjóri í Xinjiang vísaði ásökunum um að starfræktar væru fangabúðir í héraðinu á bug í mars á þessu ári og sagði stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. Bandaríkin Kína Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Það er óákveðið“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Bandarísk yfirvöld saka nú kínversk stjórnvöld um að halda meira en milljón Uighur-múslimum í fangabúðum í Xinjiang héraði í vesturhluta Kína. Kínverjar hafa kallað búðirnar „endurmenntunarstöðvar,“ sem ætlað er að stemma stigu við uppgangi íslamskra öfgaafla. Randall Schriver, yfirmaður stefnumála Bandaríkjanna í Asíu segir hegðun Kínverja minna um margt á það sem átti sér stað í Evrópu á fjórða áratug síðustu aldar, og vísar þar til Helfararinnar, þar sem Nasistar myrtu á bilinu fimm til sex milljónir gyðinga, meðal annars í fanga- og útrýmingarbúðum. „Kínverjar notfæra sér öryggissveitir sínar til þess að fangelsa fjölda kínverskra múslima í fangabúðum,“ sagði Schriver á blaðamannafundi í Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hann sagðist þá áætla að fjöldi múslima í haldi í búðunum gæti verið nálægt þremur milljónum. Þegar Schriver var inntur eftir svörum um af hvers vegna hann setti málið í samhengi við Helförina svaraði hann því til að það væri réttlætanlegt „í ljósi stærðargráðu málsins, þar sem okkur skilst að minnst milljón, en líklega allt að þrjár milljónir manna af tíu milljónum, séu nú í haldi.“ Uighur-múslimar eru meðal þeirra 55 minnihlutahópa sem viðurkenndir eru af kínverskum stjórnvöldum. Þeir búa langflestir í Kína en eru þó einnig nokkuð fjölmennir í Kasakstan, Úsbekistan og Kirgistan. Í frétt Guardian um málið kemur fram að einstaklingar sem áður hafi dvalið í búðunum hafi lýst hræðilegum pyntingum á hendur sér meðan á yfirheyrslum stóð. Þá hafi föngum verið gert að búa í litlum klefum með mörgum öðrum og að daglega hafi farið fram flokkspólitísk innræting sem ku hafa verið svo hrottafengin að sumir einfaldlega þoldu ekki meir og frömdu sjálfsvíg. Sendiráð Kína í Bandaríkjunum hefur ekki tjáð sig um málið. Ríkisstjóri í Xinjiang vísaði ásökunum um að starfræktar væru fangabúðir í héraðinu á bug í mars á þessu ári og sagði stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla.
Bandaríkin Kína Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Það er óákveðið“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira