Gapastokkurinn Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 4. maí 2019 09:00 Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar dómsmálaráðherra um að meiðyrði varði ekki lengur opinberum refsingum er framfaramál. Þar með er verið að aðlaga meiðyrðalöggjöfina að ríkjandi túlkun á tjáningarfrelsi og einnig er verið að tryggja að þeir sem verða fyrir meiðyrðum geti sótt rétt sinn. Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðisins og eitt af því sem aðgreinir okkur frá einræðisríkjunum. Þar er hægt að refsa fólki fyrir skoðanir og ummæli með fangelsisvist og öðrum opinberum refsingum og varla hægt að ímynda sér neitt jafn þrúgandi eins og að geta ekki tjáð hug sinn. En tjáningarfrelsið verður ekki bara varið með lögum og reglum. Menning og tíðarandi skiptir máli. Því miður er farið að bera á því að einstakir hópar eru í raun farnir að ritstýra opinberri umræðu í landinu. Ofsafengin viðbrögð t.d. á netinu við ummælum eru til þess fallin að draga úr áhuga fólks til að tjá sig um málefni líðandi stundar. Vanalega er þessi ritskoðun færð í búning hinnar upplýstu umræðu, viðkomandi nær ekki upp í nef sér fyrir hneykslan og hinn „seki“ er kallaður öllum illum nöfnum, gerðar upp hinar verstu hvatir, gott ef viðkomandi er ekki gjörspillt handbendi o.s.frv. Verst er kannski að það skiptir máli hver segir hvað. Hinir og þessir eiga ekkert með að tjá sig um ákveðin málefni, nota ekki réttu hugtökin eða eru ekki á réttum aldri eða af réttu kyni. Ég ætla ekki að nefna dæmi, þið þekkið þetta úr umræðunni. En með öðrum orðum: einræðisstjórnir setja þegna sína í fangelsi fyrir rangar skoðanir, við setjum hvert annað í opinberan gapastokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar dómsmálaráðherra um að meiðyrði varði ekki lengur opinberum refsingum er framfaramál. Þar með er verið að aðlaga meiðyrðalöggjöfina að ríkjandi túlkun á tjáningarfrelsi og einnig er verið að tryggja að þeir sem verða fyrir meiðyrðum geti sótt rétt sinn. Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðisins og eitt af því sem aðgreinir okkur frá einræðisríkjunum. Þar er hægt að refsa fólki fyrir skoðanir og ummæli með fangelsisvist og öðrum opinberum refsingum og varla hægt að ímynda sér neitt jafn þrúgandi eins og að geta ekki tjáð hug sinn. En tjáningarfrelsið verður ekki bara varið með lögum og reglum. Menning og tíðarandi skiptir máli. Því miður er farið að bera á því að einstakir hópar eru í raun farnir að ritstýra opinberri umræðu í landinu. Ofsafengin viðbrögð t.d. á netinu við ummælum eru til þess fallin að draga úr áhuga fólks til að tjá sig um málefni líðandi stundar. Vanalega er þessi ritskoðun færð í búning hinnar upplýstu umræðu, viðkomandi nær ekki upp í nef sér fyrir hneykslan og hinn „seki“ er kallaður öllum illum nöfnum, gerðar upp hinar verstu hvatir, gott ef viðkomandi er ekki gjörspillt handbendi o.s.frv. Verst er kannski að það skiptir máli hver segir hvað. Hinir og þessir eiga ekkert með að tjá sig um ákveðin málefni, nota ekki réttu hugtökin eða eru ekki á réttum aldri eða af réttu kyni. Ég ætla ekki að nefna dæmi, þið þekkið þetta úr umræðunni. En með öðrum orðum: einræðisstjórnir setja þegna sína í fangelsi fyrir rangar skoðanir, við setjum hvert annað í opinberan gapastokk.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar