Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2019 20:30 Þeir þingmenn sem eru grænir sögðu já, þeir sem eru gulir sátu hjá við afgreiðslu málsins og þeir sem eru rauðir sögðu nei. grafík/tótla Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt menntamálaráðherra sátu hjá við atkvæðagreiðslu um þá grein frumvarpsins sem gerir konum kleift að fara í fara í fóstureyðingu allt upp að tuttugustu og annarri viku meðgöngu. Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var sent til velferðarnefndar og þriðju umræðu að lokinni annarri umræðu og atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Frumvarpið nýtur almenns stuðnings á Alþingi en helst hefur verið deilt um 4. grein þess þar sem þungunarrof verður heimilað allt upp að lokum tuttugustu og annarrar viku meðgöngu. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði niðurstöðu meirihluta velferðarnefndar rétta. „Hún er rétt þótt hún kunni að vera erfið. Hún er rétt vegna þess að við erum hér að fjalla um lög sem þurfa að taka til og setja ramma utanum öll möguleg dæmi og atvik sem upp geta komið og orðið þess valdandi að kona íhugar þungunarrof,“ sagði Bryndís Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar minnti á að í núgildandi lögum sé hægt að heimila þungunarrof upp að 22. viku en það væri háð samþykki lækna og heilbrigðisstarfsfólks. „Frumvarpið sem við greiðum nú atkvæði um tryggir sjálfsákvörðunarrétt kvenna upp að tuttugustu og annarri viku. Við erum ekki að víkka út heimildir við erum bara að tryggja að konan ræður þessu sjálf. Það er sjálfsagt, það er rökrétt og það er réttlátt,“ sagði Halldóra. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði frumvarpið heimila móður þungunarrof til loka 22. Umræðu burt séð frá heilsufarsástandi fóstursins. „Þetta er siðferðilega rangt. Mér líður illa yfir því að þurfa að taka þátt í þessu. Ég segi svo sannarlega nei,“ sagði Inga. En já sögðu 36 þingmenn úr öllum flokkum nema Miðflokki og Flokki fólksins. Nei sögðu allir sjö viðstaddir þingmenn Miðflokksins, tveir þingmenn Flokks fólksins ásamt Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Athygli vakti að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og sjö af ellefu karlkyns þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna greiddu ekki atkvæði, þeirra á meðal formaður flokksins. Segja má að Óli Björn Kárason hafi talað fyrir sjónarmiðum þeirra en hann sagðist styðja frumvarpið heilshugar en staldraði við tuttugu og tvær vikurnar og sæti því hjá við þessa grein. „En það geri ég í trausti þess að velferðarnefnd taki málið aftur til meðferðar og athugi hvort við getum ekki náð breiðari samstöðu í jafn viðkvæmu máli og hér um ræðir,“ sagði Óli Björn Kárason. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Tengdar fréttir Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Sjá meira
Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt menntamálaráðherra sátu hjá við atkvæðagreiðslu um þá grein frumvarpsins sem gerir konum kleift að fara í fara í fóstureyðingu allt upp að tuttugustu og annarri viku meðgöngu. Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var sent til velferðarnefndar og þriðju umræðu að lokinni annarri umræðu og atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Frumvarpið nýtur almenns stuðnings á Alþingi en helst hefur verið deilt um 4. grein þess þar sem þungunarrof verður heimilað allt upp að lokum tuttugustu og annarrar viku meðgöngu. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði niðurstöðu meirihluta velferðarnefndar rétta. „Hún er rétt þótt hún kunni að vera erfið. Hún er rétt vegna þess að við erum hér að fjalla um lög sem þurfa að taka til og setja ramma utanum öll möguleg dæmi og atvik sem upp geta komið og orðið þess valdandi að kona íhugar þungunarrof,“ sagði Bryndís Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar minnti á að í núgildandi lögum sé hægt að heimila þungunarrof upp að 22. viku en það væri háð samþykki lækna og heilbrigðisstarfsfólks. „Frumvarpið sem við greiðum nú atkvæði um tryggir sjálfsákvörðunarrétt kvenna upp að tuttugustu og annarri viku. Við erum ekki að víkka út heimildir við erum bara að tryggja að konan ræður þessu sjálf. Það er sjálfsagt, það er rökrétt og það er réttlátt,“ sagði Halldóra. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði frumvarpið heimila móður þungunarrof til loka 22. Umræðu burt séð frá heilsufarsástandi fóstursins. „Þetta er siðferðilega rangt. Mér líður illa yfir því að þurfa að taka þátt í þessu. Ég segi svo sannarlega nei,“ sagði Inga. En já sögðu 36 þingmenn úr öllum flokkum nema Miðflokki og Flokki fólksins. Nei sögðu allir sjö viðstaddir þingmenn Miðflokksins, tveir þingmenn Flokks fólksins ásamt Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Athygli vakti að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og sjö af ellefu karlkyns þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna greiddu ekki atkvæði, þeirra á meðal formaður flokksins. Segja má að Óli Björn Kárason hafi talað fyrir sjónarmiðum þeirra en hann sagðist styðja frumvarpið heilshugar en staldraði við tuttugu og tvær vikurnar og sæti því hjá við þessa grein. „En það geri ég í trausti þess að velferðarnefnd taki málið aftur til meðferðar og athugi hvort við getum ekki náð breiðari samstöðu í jafn viðkvæmu máli og hér um ræðir,“ sagði Óli Björn Kárason.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Tengdar fréttir Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Sjá meira
Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56
Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent