Sunna: Ég er með þeim bestu í heiminum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. maí 2019 12:30 Sunna ætlat að koma með þetta belti heim. mynd/instagram „Niðurskurðurinn gekk rosalega vel. Það er gott að mega borða vel í dag,“ segir Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir en hún var þá nýbúin að ná vigt fyrir bardagakvöld Invicta og var að fara að fá sér steik. Sunna mun keppa um strávigtarbelti Invicta-bardagasambandsins í kvöld en það verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst á miðnætti. Átta konur keppa þá í útsláttarkeppni sem er með skemmtilegu fyrirkomulagi. Er mikil spenna fyrir kvöldinu. Undirbúningur Sunnu hefur verið frábær og staðið lengi yfir. Þetta verður í fyrsta skipti í tvö ár sem hún berst. „Undirbúningurinn hjá mér byrjaði er ég fór með dóttur minni til Tælands í desember og hún vildi ekki gera neitt nema æfa. Hún kom góðum hvata í mig eftir langvinn meiðsli. Svo komu Írarnir að æfa með okkur heima á dögunum, sem var frábært, og svo fór ég til Las Vegas og æfði við bestu aðstæður. Þetta er búið að vera lengstu og bestu æfingabúðir sem ég hef farið í.“ Sunna er að fá einstakt tækifæri í kvöld og hún hefur fulla trú á því að hún geti gert það gott í nótt. „Markmiðið var alltaf að berjast um beltið og vera með þeim bestu í heiminum. Nú er ég þar. Þetta eru allt hörkubardagakonur sem berjast í kvöld og ég er meðal þeirra. Ég er mjög þakklát að fá þetta tækifæri núna.“Nánar verður rætt við Sunnu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bardagakvöldið með Sunnu hefst svo á miðnætti á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Sunna flaug í gegnum vigtunina en tvær sterkar duttu út Tvær af sigurstranglegustu keppendunum á Phoenix Rising bardagakvöldinu, sem Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir keppir á um helgina, misstu af niðurskurðinum í dag og munu því ekki taka þátt. 2. maí 2019 20:10 „Sunna er með alvöru hjarta“ Bardagakonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur í búrið í Kansas City annað kvöld en hún hefur ekki barist í 20 mánuði. 2. maí 2019 23:00 Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30 Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira
„Niðurskurðurinn gekk rosalega vel. Það er gott að mega borða vel í dag,“ segir Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir en hún var þá nýbúin að ná vigt fyrir bardagakvöld Invicta og var að fara að fá sér steik. Sunna mun keppa um strávigtarbelti Invicta-bardagasambandsins í kvöld en það verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst á miðnætti. Átta konur keppa þá í útsláttarkeppni sem er með skemmtilegu fyrirkomulagi. Er mikil spenna fyrir kvöldinu. Undirbúningur Sunnu hefur verið frábær og staðið lengi yfir. Þetta verður í fyrsta skipti í tvö ár sem hún berst. „Undirbúningurinn hjá mér byrjaði er ég fór með dóttur minni til Tælands í desember og hún vildi ekki gera neitt nema æfa. Hún kom góðum hvata í mig eftir langvinn meiðsli. Svo komu Írarnir að æfa með okkur heima á dögunum, sem var frábært, og svo fór ég til Las Vegas og æfði við bestu aðstæður. Þetta er búið að vera lengstu og bestu æfingabúðir sem ég hef farið í.“ Sunna er að fá einstakt tækifæri í kvöld og hún hefur fulla trú á því að hún geti gert það gott í nótt. „Markmiðið var alltaf að berjast um beltið og vera með þeim bestu í heiminum. Nú er ég þar. Þetta eru allt hörkubardagakonur sem berjast í kvöld og ég er meðal þeirra. Ég er mjög þakklát að fá þetta tækifæri núna.“Nánar verður rætt við Sunnu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bardagakvöldið með Sunnu hefst svo á miðnætti á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Sunna flaug í gegnum vigtunina en tvær sterkar duttu út Tvær af sigurstranglegustu keppendunum á Phoenix Rising bardagakvöldinu, sem Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir keppir á um helgina, misstu af niðurskurðinum í dag og munu því ekki taka þátt. 2. maí 2019 20:10 „Sunna er með alvöru hjarta“ Bardagakonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur í búrið í Kansas City annað kvöld en hún hefur ekki barist í 20 mánuði. 2. maí 2019 23:00 Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30 Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Sunna flaug í gegnum vigtunina en tvær sterkar duttu út Tvær af sigurstranglegustu keppendunum á Phoenix Rising bardagakvöldinu, sem Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir keppir á um helgina, misstu af niðurskurðinum í dag og munu því ekki taka þátt. 2. maí 2019 20:10
„Sunna er með alvöru hjarta“ Bardagakonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur í búrið í Kansas City annað kvöld en hún hefur ekki barist í 20 mánuði. 2. maí 2019 23:00
Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30
Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00