Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní Ari Brynjólfsson skrifar 3. maí 2019 08:00 Fjöldi mætti á Secret Solstice í fyrra. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir gæsluna í ár verða betri en í Leifsstöð. Fréttablaðið/ÞÓrsteinn Sigurðsson „Það hefur aldrei leikið neinn vafi á því að Secret Solstice mun fara fram í Laugardalnum í lok júní,“ segir Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Nokkur óvissa hefur verið um afdrif hátíðarinnar vegna kröfu borgarinnar um að nýir eigendur greiði skuld fyrri eigenda upp á 10 milljónir, sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, að ef skuldin verði ekki greidd muni hátíðin ekki fara fram. „Samtalið hófst við Reykjavíkurborg síðasta haust, við fengum þau skilaboð frá borgaryfirvöldum í september að við mættum fara af stað með miðasölu ásamt skilyrðum borgarinnar. Í nóvember var fyrsta útgáfa af samningnum tilbúin. Nú er verið að klára nokkur formsatriði og verður gengið frá samningum á næsta fundi hjá borgarráði,“ segir Víkingur. „Þetta tekur allt sinn tíma. Við værum ekki að auglýsa hátíðina nema við vissum að hún færi fram.“Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Þórdís Lóa vildi lítið tjá sig um málið. Málefni tónlistarhátíðarinnar voru ekki rædd á fundi borgarráðs í gær. „Við erum búin að vera í viðræðum og þær hafa bara gengið vel. Þegar þeim viðræðum lýkur þá munum við leggja málið fyrir í borgarráði.“ Guðrún B. Ágústsdóttir, fjölskylduráðgjafi hjá Foreldrahúsi, segir foreldra barna í vímuefnaneyslu hafa miklar áhyggjur af hátíðinni. „Þessir foreldrar eiga allir eitt kvíðaefni sameiginlegt, það er Secret Solstice. “ Hún segist ekki geta sagt nákvæmlega hvers vegna Secret Solstice sker sig úr. „Einhverra hluta vegna virðist vera meira um vímuefnanotkun unglinga þarna. Það er auðveldara fyrir þau að komast inn á svæðið. Það er stutt fyrir þau að fara, þetta er inni í Reykjavík,“ segir Guðrún. „Og einhverra hluta vegna tekst þeim ekki að halda nógu vel utan um eftirlitið. Börnum hefur verið hleypt þarna inn og þau getað keypt vímuefni.“ Víkingur segir allt gert til þess að stuðla að forvörnum og að lögum og reglum sé fylgt. „Gæslan okkar er betri en í Leifsstöð. Einnig verður forvarnarstarfið í ár unnið náið með Reykjavíkurborg. Aðeins 11% af íbúum við Laugardalinn hafa eitthvað við hljómstyrk tónlistarinnar að athuga. Mikill áhugi hefur verið frá íbúum Laugardals fyrir sérstökum „nágrannamiðum“ sem segir okkur að flestir eru ánægðir.“ Hlustað sé á allar athugasemdir og búið sé að koma til móts við allar sem hægt er og núna í ár verði gengið enn harðar til verks. „Við verðum með sérstök áfengisarmbönd, þau eiga að tryggja að enginn undir 20 ára geti verslað á barnum. Svo verða mismunandi armbönd fyrir hvern dag til að gera fólki erfiðara fyrir að fá armband frá þriðja aðila.“ Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Það hefur aldrei leikið neinn vafi á því að Secret Solstice mun fara fram í Laugardalnum í lok júní,“ segir Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Nokkur óvissa hefur verið um afdrif hátíðarinnar vegna kröfu borgarinnar um að nýir eigendur greiði skuld fyrri eigenda upp á 10 milljónir, sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, að ef skuldin verði ekki greidd muni hátíðin ekki fara fram. „Samtalið hófst við Reykjavíkurborg síðasta haust, við fengum þau skilaboð frá borgaryfirvöldum í september að við mættum fara af stað með miðasölu ásamt skilyrðum borgarinnar. Í nóvember var fyrsta útgáfa af samningnum tilbúin. Nú er verið að klára nokkur formsatriði og verður gengið frá samningum á næsta fundi hjá borgarráði,“ segir Víkingur. „Þetta tekur allt sinn tíma. Við værum ekki að auglýsa hátíðina nema við vissum að hún færi fram.“Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Þórdís Lóa vildi lítið tjá sig um málið. Málefni tónlistarhátíðarinnar voru ekki rædd á fundi borgarráðs í gær. „Við erum búin að vera í viðræðum og þær hafa bara gengið vel. Þegar þeim viðræðum lýkur þá munum við leggja málið fyrir í borgarráði.“ Guðrún B. Ágústsdóttir, fjölskylduráðgjafi hjá Foreldrahúsi, segir foreldra barna í vímuefnaneyslu hafa miklar áhyggjur af hátíðinni. „Þessir foreldrar eiga allir eitt kvíðaefni sameiginlegt, það er Secret Solstice. “ Hún segist ekki geta sagt nákvæmlega hvers vegna Secret Solstice sker sig úr. „Einhverra hluta vegna virðist vera meira um vímuefnanotkun unglinga þarna. Það er auðveldara fyrir þau að komast inn á svæðið. Það er stutt fyrir þau að fara, þetta er inni í Reykjavík,“ segir Guðrún. „Og einhverra hluta vegna tekst þeim ekki að halda nógu vel utan um eftirlitið. Börnum hefur verið hleypt þarna inn og þau getað keypt vímuefni.“ Víkingur segir allt gert til þess að stuðla að forvörnum og að lögum og reglum sé fylgt. „Gæslan okkar er betri en í Leifsstöð. Einnig verður forvarnarstarfið í ár unnið náið með Reykjavíkurborg. Aðeins 11% af íbúum við Laugardalinn hafa eitthvað við hljómstyrk tónlistarinnar að athuga. Mikill áhugi hefur verið frá íbúum Laugardals fyrir sérstökum „nágrannamiðum“ sem segir okkur að flestir eru ánægðir.“ Hlustað sé á allar athugasemdir og búið sé að koma til móts við allar sem hægt er og núna í ár verði gengið enn harðar til verks. „Við verðum með sérstök áfengisarmbönd, þau eiga að tryggja að enginn undir 20 ára geti verslað á barnum. Svo verða mismunandi armbönd fyrir hvern dag til að gera fólki erfiðara fyrir að fá armband frá þriðja aðila.“
Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42
Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48
Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“