Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 2. maí 2019 22:32 Frá vettvangi í Mehamn á laugardag. TV2/Christoffer Robin Jensen Þrjátíu og tveggja ára gömlum Íslendingi, sem grunaður er um aðild að morði á fertugum Íslendingi í Noregi, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þetta staðfestir fulltrúi saksóknaraembættisins, Anja M. Indbjør í samtali við héraðsmiðilinn iFinnmark í Noregi. Íslendingurinn hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraði en því var áfrýjað til áfrýjunardómstóls Hálogalands. Honum var því sleppt síðdegis í dag. Indbjør segir saksóknaraembættið ekki ætla að áfrýja þessum úrskurði. Íslendingurinn neitar sök í málinu en verjandi hans, Jens Bernhard Herstad, segir skjólstæðing sinn halda því fram að hann hafi reynt að koma í veg fyrir manndráp. „Hann meinar sjálfur að hann hafi ekki átt nokkra aðild. Hann skilur ekki af hverju hann liggur undir grun,“ er haft eftir Herstad á vef iFinnmark. Héraðsmiðillinn segir Íslendinginn nú aftur kominn til bæjarins Mehamn.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi.GettyYfirheyrður í sex klukkustundir Sá sem er grunaður um morðið heitir Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára gamall, en hann er sakaður um að hafa orðið fertugum hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana aðfaranótt síðastliðins laugardags í Mehamn. Hann var yfirheyrðu í sex klukkustundir í gær og en verjandi hans, Vidar Zahl Arntzen, segir Gunnar hafa útskýrt sína afstöðu til málsins. Zahn Arntzen sagði í samtali við Vísi að Gunnar Jóhann væri mjög brotinn maður og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst. Um hörmulegt slys hafi verið að ræða. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Þrjátíu og tveggja ára gömlum Íslendingi, sem grunaður er um aðild að morði á fertugum Íslendingi í Noregi, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þetta staðfestir fulltrúi saksóknaraembættisins, Anja M. Indbjør í samtali við héraðsmiðilinn iFinnmark í Noregi. Íslendingurinn hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraði en því var áfrýjað til áfrýjunardómstóls Hálogalands. Honum var því sleppt síðdegis í dag. Indbjør segir saksóknaraembættið ekki ætla að áfrýja þessum úrskurði. Íslendingurinn neitar sök í málinu en verjandi hans, Jens Bernhard Herstad, segir skjólstæðing sinn halda því fram að hann hafi reynt að koma í veg fyrir manndráp. „Hann meinar sjálfur að hann hafi ekki átt nokkra aðild. Hann skilur ekki af hverju hann liggur undir grun,“ er haft eftir Herstad á vef iFinnmark. Héraðsmiðillinn segir Íslendinginn nú aftur kominn til bæjarins Mehamn.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi.GettyYfirheyrður í sex klukkustundir Sá sem er grunaður um morðið heitir Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára gamall, en hann er sakaður um að hafa orðið fertugum hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana aðfaranótt síðastliðins laugardags í Mehamn. Hann var yfirheyrðu í sex klukkustundir í gær og en verjandi hans, Vidar Zahl Arntzen, segir Gunnar hafa útskýrt sína afstöðu til málsins. Zahn Arntzen sagði í samtali við Vísi að Gunnar Jóhann væri mjög brotinn maður og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst. Um hörmulegt slys hafi verið að ræða.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31
Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38