Katrín greindi May frá umræðu um orkumál á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2019 19:45 Theresa May og Katrín Jakobsdóttir fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum. EPA Forsætisráðherra segir mikilvægt að eiga milliliðalaus samskipti við stjórnmálaleiðtoga annarra ríkja um helstu alþjóðamál eins og aðgerðir í loftlagsmálum. Hún gerði meðal annars grein fyrir umræðunni um orkumál hér á landi á fundi sínum með forsætisráðherra Bretlands í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur hitt Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, nokkrum sinnum áður en kom í bústaða breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í fyrsta sinn í dag. Hún segir hana og Therseu May aðallega hafa rætt loftlagsmál sem nú séu ofarlega á baugi, en breska þingið samþykkti í gær tillögu formanns Verkamannaflokksins um að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. „Svo ræddum við kynjajafnréttismál og ekki hvað síst mansalsmál. En hún hefur sjálf beitt sér mjög mikið í þeim málum og staðið framarlega í þeirri baráttu hér. Í þriðja lagi var svo rætt um málið sem alltaf er rætt, það er að segja Brexit og svo auðvitað samskipti Íslands og Bretlands í kring um það,“ segir Katrín. Hún hafi hins vegar ekki hafa rætt mögulega lagningu raforkustrengs til Bretlands í framtíðinni í ljósi heitrar umræðu hér á landi um þriðja orkupakkann. „Nei, ég gerði það ekki en ég upplýsti hana auðvitað um þá umræðu sem stæði yfir á Íslandi um mikilvægi þess, sem ég tel nú að mikill meirihluti Íslendinga sé sammála um; að það sé mjög mikilvægt að tryggja yfirráð yfir orkuauðlindinni. Að hún sé sameign þjóðarinnar og að það sé mikilvægt að það stýri okkar gjörðum íþessu. Þannig að ég lýsti aðeins umræðunni um orkumálin á Íslandi,“ segir forsætisráðherra. Hún hafi líka lagt áherslu á að Ísland og Bretlandi væru ekki einungis viðskiptaþjóðir heldur einnig vinaþjóðir með sameiginlega sögu. En þriggja daga heimsók forsætisráðherra til Bretlands lauk í dag. „Það skiptir líka máli að eiga þessi beinu og milliliðalausu samskipti við fólk um stóru málin á alþjóðasviðinu. Ef við tökum loftlagsmálin sem dæmi þá verða þau ekki leyst nema með samvinnu þjóða. Að við getum öll lagt okkar lóð á vogarskálar. Það skiptir líka málið að þjóðir heims vinni saman að þessu,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Forsætisráðherra segir mikilvægt að eiga milliliðalaus samskipti við stjórnmálaleiðtoga annarra ríkja um helstu alþjóðamál eins og aðgerðir í loftlagsmálum. Hún gerði meðal annars grein fyrir umræðunni um orkumál hér á landi á fundi sínum með forsætisráðherra Bretlands í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur hitt Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, nokkrum sinnum áður en kom í bústaða breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í fyrsta sinn í dag. Hún segir hana og Therseu May aðallega hafa rætt loftlagsmál sem nú séu ofarlega á baugi, en breska þingið samþykkti í gær tillögu formanns Verkamannaflokksins um að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. „Svo ræddum við kynjajafnréttismál og ekki hvað síst mansalsmál. En hún hefur sjálf beitt sér mjög mikið í þeim málum og staðið framarlega í þeirri baráttu hér. Í þriðja lagi var svo rætt um málið sem alltaf er rætt, það er að segja Brexit og svo auðvitað samskipti Íslands og Bretlands í kring um það,“ segir Katrín. Hún hafi hins vegar ekki hafa rætt mögulega lagningu raforkustrengs til Bretlands í framtíðinni í ljósi heitrar umræðu hér á landi um þriðja orkupakkann. „Nei, ég gerði það ekki en ég upplýsti hana auðvitað um þá umræðu sem stæði yfir á Íslandi um mikilvægi þess, sem ég tel nú að mikill meirihluti Íslendinga sé sammála um; að það sé mjög mikilvægt að tryggja yfirráð yfir orkuauðlindinni. Að hún sé sameign þjóðarinnar og að það sé mikilvægt að það stýri okkar gjörðum íþessu. Þannig að ég lýsti aðeins umræðunni um orkumálin á Íslandi,“ segir forsætisráðherra. Hún hafi líka lagt áherslu á að Ísland og Bretlandi væru ekki einungis viðskiptaþjóðir heldur einnig vinaþjóðir með sameiginlega sögu. En þriggja daga heimsók forsætisráðherra til Bretlands lauk í dag. „Það skiptir líka máli að eiga þessi beinu og milliliðalausu samskipti við fólk um stóru málin á alþjóðasviðinu. Ef við tökum loftlagsmálin sem dæmi þá verða þau ekki leyst nema með samvinnu þjóða. Að við getum öll lagt okkar lóð á vogarskálar. Það skiptir líka málið að þjóðir heims vinni saman að þessu,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira