Ríkissaksóknari vill halda áfram rannsókn Sveinn Arnarsson skrifar 2. maí 2019 06:00 Hvalur hf. hefur aldrei staðið skil á veiðidagbókum fyrirtækisins til Fiskistofu. Fréttablaðið/Anton Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi um að hætta rannsókn á meintum brotum Hvals hf. um að hafa unnið hvalafurðir án yfirbyggðs skurðarflatar í verksmiðju sinni í Hvalfirði. Einnig hefur ríkissaksóknari sent lögreglustjóranum á Vesturlandi meint brot Hvals hf. um að skila ekki dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa til Fiskistofu, til rannsóknar hjá lögreglu. Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fjórum sinnum á síðustu mánuðum og talið að fyrirtækið brjóti lög við veiðar og vinnslu á hval. Í fyrsta lagi var kærð veiði á blendingshval sem var afkvæmi steypireyðar og langreyðar og að skutulbyssur fyrirtækisins hafi ekki verið skráðar í skrám lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn þeirra mála hefur verið hætt og verður ekki gefin út ákæra vegna þeirra. Einnig kærðu Jarðarvinir það að verkun Hvals á hvalkjöti væri ekki í samræmi við reglugerð um yfirbyggðan skurðarflöt. Lögreglustjórinn ákvað að hætta rannsókn málsins en ríkissaksóknari er ósáttur við þá niðurstöðu og skipar embættinu að halda áfram rannsókn á þeim hluta málsins.Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð um vinnslu hvalafurða og fyrirtækinu gert skylt að vinna hval innandyra. Hins vegar sinnti fyrirtækið því aldrei. Það var síðan árið 2018 að Kristján Loftsson bað sjávarútvegsráðherra um að breyta reglugerðinni. Henni var svo breytt innan mánaðar frá bréfi Kristjáns Loftssonar. Einnig hefur ríkissaksóknari sent til lögregluembættisins á Vesturlandi nýja kæru. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur Hvalur hf. aldrei staðið í skilum á veiðidagbókum skipstjóra Hvals hf. til Fiskistofu, þrátt fyrir skýr fyrirmæli um slíkt í veiðileyfi til fyrirtækisins sem gefið var út árið 2014 fyrir árin 2014-2018. Vill ríkissaksóknari að embættið rannsaki málið frekar. Þann 26. apríl auglýsti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið veiðileyfi á hrefnu til ársins 2023. Hins vegar hefur ráðuneytið ekki ennþá auglýst til umsóknar leyfi til langreyðarveiða hér við land. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hins vegar afar ólíklegt að nokkur veiði verði á langreyði þetta árið þar sem nægt hvalkjöt er til frá fyrri vertíð. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi um að hætta rannsókn á meintum brotum Hvals hf. um að hafa unnið hvalafurðir án yfirbyggðs skurðarflatar í verksmiðju sinni í Hvalfirði. Einnig hefur ríkissaksóknari sent lögreglustjóranum á Vesturlandi meint brot Hvals hf. um að skila ekki dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa til Fiskistofu, til rannsóknar hjá lögreglu. Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fjórum sinnum á síðustu mánuðum og talið að fyrirtækið brjóti lög við veiðar og vinnslu á hval. Í fyrsta lagi var kærð veiði á blendingshval sem var afkvæmi steypireyðar og langreyðar og að skutulbyssur fyrirtækisins hafi ekki verið skráðar í skrám lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn þeirra mála hefur verið hætt og verður ekki gefin út ákæra vegna þeirra. Einnig kærðu Jarðarvinir það að verkun Hvals á hvalkjöti væri ekki í samræmi við reglugerð um yfirbyggðan skurðarflöt. Lögreglustjórinn ákvað að hætta rannsókn málsins en ríkissaksóknari er ósáttur við þá niðurstöðu og skipar embættinu að halda áfram rannsókn á þeim hluta málsins.Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð um vinnslu hvalafurða og fyrirtækinu gert skylt að vinna hval innandyra. Hins vegar sinnti fyrirtækið því aldrei. Það var síðan árið 2018 að Kristján Loftsson bað sjávarútvegsráðherra um að breyta reglugerðinni. Henni var svo breytt innan mánaðar frá bréfi Kristjáns Loftssonar. Einnig hefur ríkissaksóknari sent til lögregluembættisins á Vesturlandi nýja kæru. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur Hvalur hf. aldrei staðið í skilum á veiðidagbókum skipstjóra Hvals hf. til Fiskistofu, þrátt fyrir skýr fyrirmæli um slíkt í veiðileyfi til fyrirtækisins sem gefið var út árið 2014 fyrir árin 2014-2018. Vill ríkissaksóknari að embættið rannsaki málið frekar. Þann 26. apríl auglýsti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið veiðileyfi á hrefnu til ársins 2023. Hins vegar hefur ráðuneytið ekki ennþá auglýst til umsóknar leyfi til langreyðarveiða hér við land. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hins vegar afar ólíklegt að nokkur veiði verði á langreyði þetta árið þar sem nægt hvalkjöt er til frá fyrri vertíð.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira