Dólgafemínismi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 2. maí 2019 07:00 Það er alkunna að ofstækisfull barátta skaðar málstað fremur en að vinna honum gagn. Þetta mættu dólgafemínistar, sem koma sér iðulega í hlutverk geltandi varðhunda, hafa í huga. Í herbúðum þeirra væri ráð að sýna meiri yfirvegun og skynsemi í stað þess að koma sér samstundis í árásarstellingar hagi einhver máli sínu ekki eins og þessum dólgafemínistum þóknast. Það er dapurlegt að fylgjast með öfgafemínistum, sem koma óorði á hinn femíniska málstað, steypa sér hlakkandi yfir bráð sína. Bráðin er nær undantekningarlaust karlmaður – það segir sig sjálft – oft miðaldra eða eldri en það og stimplaður sem karlfauskur sem skilur ekki samtímann og því skal honum ekki hlíft. Hildur Lilliendahl er ein af þeim dólgafemínistum sem stendur vaktina af mikilli samviskusemi. Orði einhver hlutina ekki nákvæmlega eins og henni líkar fær sá hinn sami yfirhalningu sem síðan er yfirfærð á hóp karlmanna sem eru afgreiddir eins og þeir séu fremur viðbjóðsleg fyrirbæri, sannir skaðvaldar í þessum heimi. Það þótti því bera vel í veiði þegar fréttist af því að á sumarhátíð Alþingis í Kaupmannahöfn hefðu einungis verið karlmenn. Dólgafemínistarnir vita að karlmenn kunna að rotta sig saman og gera sér glögga grein fyrir því að þá er ekki von á góðu. Hildur stóð vaktina af stakri samviskusemi og greip feginshendi orð sem Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, lét falla í ræða á sumarhátíðinni. Hann sagði að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi. Það er nokkuð til í því hjá honum. Hann bætti svo við að nauðgun ætti ekkert skylt við kynfrelsi. Nokkuð sem erfitt er að vera ósammála. Ekkert í þessum orðum hans var þess eðlis að ástæða væri til að ærast yfir þeim. Hildi tókst það samt, enda þaulvön að æsa sig af litlu tilefni og líður yfirleitt einkar vel í því hlutverki. Hún sagði Helga hafa líkt nauðgun við málþóf. Einhverjir urðu svo vitanlega til að taka undir með henni og hella sér yfir Helga. Helgi var þó alls ekki að líkja nauðgun við málþóf. Hann var að bera saman tvo hluti, málþóf og málfrelsi annars vegar og nauðgun og kynfrelsi hins vegar. Það er því ansi langsótt að segja að hann hafi verið að halda því fram að nauðgun ætti skylt við málþóf. Hildi tókst þó rækilega að snúa út úr orðum hans við ærandi fagnaðarhróp stuðningsfólks síns. Nýjasta innlegg Hildar í feminíska baráttu er Tvitter færsla þar sem hún birti myndir af níu fyrrverandi ráðherrum með orðunum: „Ríða, drepa, giftast?“ Allir eru ráðherrarnir karlmenn, komnir vel á aldur. Konum er þarna gefið val um hvað þær vilja gera við þá. Enginn þarf að efast um að ef karmaður hefði birt myndir af þekktum konum með þessari sömu yfirskrift hefði hann kallað yfir sig almenna fordæmingu og verið stimplaður sem kvenhatari af verstu sort. En þegar kona opinberar fyrirlitningu sína á karlkyninu vekur það ekki mikla athygli, sumum þykir gjörð hennar jafnvel sniðug.Ríða drepa giftast? pic.twitter.com/NeDhM7pgkI— Hildur ♀ (@hillldur) April 29, 2019 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það er alkunna að ofstækisfull barátta skaðar málstað fremur en að vinna honum gagn. Þetta mættu dólgafemínistar, sem koma sér iðulega í hlutverk geltandi varðhunda, hafa í huga. Í herbúðum þeirra væri ráð að sýna meiri yfirvegun og skynsemi í stað þess að koma sér samstundis í árásarstellingar hagi einhver máli sínu ekki eins og þessum dólgafemínistum þóknast. Það er dapurlegt að fylgjast með öfgafemínistum, sem koma óorði á hinn femíniska málstað, steypa sér hlakkandi yfir bráð sína. Bráðin er nær undantekningarlaust karlmaður – það segir sig sjálft – oft miðaldra eða eldri en það og stimplaður sem karlfauskur sem skilur ekki samtímann og því skal honum ekki hlíft. Hildur Lilliendahl er ein af þeim dólgafemínistum sem stendur vaktina af mikilli samviskusemi. Orði einhver hlutina ekki nákvæmlega eins og henni líkar fær sá hinn sami yfirhalningu sem síðan er yfirfærð á hóp karlmanna sem eru afgreiddir eins og þeir séu fremur viðbjóðsleg fyrirbæri, sannir skaðvaldar í þessum heimi. Það þótti því bera vel í veiði þegar fréttist af því að á sumarhátíð Alþingis í Kaupmannahöfn hefðu einungis verið karlmenn. Dólgafemínistarnir vita að karlmenn kunna að rotta sig saman og gera sér glögga grein fyrir því að þá er ekki von á góðu. Hildur stóð vaktina af stakri samviskusemi og greip feginshendi orð sem Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, lét falla í ræða á sumarhátíðinni. Hann sagði að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi. Það er nokkuð til í því hjá honum. Hann bætti svo við að nauðgun ætti ekkert skylt við kynfrelsi. Nokkuð sem erfitt er að vera ósammála. Ekkert í þessum orðum hans var þess eðlis að ástæða væri til að ærast yfir þeim. Hildi tókst það samt, enda þaulvön að æsa sig af litlu tilefni og líður yfirleitt einkar vel í því hlutverki. Hún sagði Helga hafa líkt nauðgun við málþóf. Einhverjir urðu svo vitanlega til að taka undir með henni og hella sér yfir Helga. Helgi var þó alls ekki að líkja nauðgun við málþóf. Hann var að bera saman tvo hluti, málþóf og málfrelsi annars vegar og nauðgun og kynfrelsi hins vegar. Það er því ansi langsótt að segja að hann hafi verið að halda því fram að nauðgun ætti skylt við málþóf. Hildi tókst þó rækilega að snúa út úr orðum hans við ærandi fagnaðarhróp stuðningsfólks síns. Nýjasta innlegg Hildar í feminíska baráttu er Tvitter færsla þar sem hún birti myndir af níu fyrrverandi ráðherrum með orðunum: „Ríða, drepa, giftast?“ Allir eru ráðherrarnir karlmenn, komnir vel á aldur. Konum er þarna gefið val um hvað þær vilja gera við þá. Enginn þarf að efast um að ef karmaður hefði birt myndir af þekktum konum með þessari sömu yfirskrift hefði hann kallað yfir sig almenna fordæmingu og verið stimplaður sem kvenhatari af verstu sort. En þegar kona opinberar fyrirlitningu sína á karlkyninu vekur það ekki mikla athygli, sumum þykir gjörð hennar jafnvel sniðug.Ríða drepa giftast? pic.twitter.com/NeDhM7pgkI— Hildur ♀ (@hillldur) April 29, 2019
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun