Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 17:19 Hákon Jóhannesson ræðir hér við Matthías Tryggva Haraldsson, einn meðlima Hatara, í fyrsta þætti Iceland Music News um Eurovision. Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. Hákon Jóhannesson er ritstjóri Iceland Music News. Spurður hvort að miðillinn sé á vegum Hatara segir hann fjölmiðilinn sem slíkan sjálfstæðan. „Og er í eigu fyrirtækis sem er ekki Hatari en við erum vissulega að fara út að elta Hatara en líka til að kynna okkur aðstæður í Ísrael. Við erum líka að fara þangað því þetta er framandi land og það er mikið í umræðunni að það sé ef til vill umdeilt að keppnin sé haldin í Ísrael þetta árið. Það er ekki síst í ljósi þess sem við erum að fara út,“ segir Hákon.En hver eru tengsl hljómsveitarinnar sjálfrar við fjölmiðilinn? Fyrirtækið sem á miðilinn, eru þar á bak við hljómsveitarmeðlimir? „Hljómsveitarmeðlimir og fjölmiðillinn sjálfur, þó svo að þeir kunni að vera undir hatti sama fyrirtækis þá þýðir það ekki að hljómsveitarmeðlimir stjórni því sem fer fram á miðlinum sjálfum. Ég er ritstjóri fjölmiðilsins og sé um að velja alla viðmælendur, ég sé um að skipuleggja öll viðtöl og þegar öllu er á botninn hvolft stjórna ég öllu sem fer út í nafni þessa miðils,“ segir Hákon. Hákon segir að Iceland Music News hafi undanfarnar vikur meðal annars tekið viðtöl við aðra keppendur í Eurovision. „Við fóurm til Madrid á svona undankvöld sem er kallað Pre-Party og er haldið árlega í nokkrum stórborgum í Evrópu. Þar töluðum við við ýmsa keppendur, til að mynda frá Albaníu, Belgíu og Ísrael. Við töluðum líka við heimamenn þar, svokallaða Eurovision-sérfræðinga bæði um keppnina sjálfa og líka þá staðreynd að keppnin er haldin í Ísrael og umræðuna sem hefur skapast í kjölfarið á því,“ segir Hákon. Tveir starfsmenn fara út til Ísrael þann 3. maí næstkomandi, sama dag og hljómsveitin sjálf heldur til Tel Aviv. „Ég er að senda út tvo starfsmenn áður en ég fer sjálfur út. Ég ætla að sjá hvernig gengur hjá þeim áður en ég fer sjálfur út en já, ég sendi tvo starfsmenn út 3. maí sem er sami dagur og hljómsveitin fer út. En þau eru ekki að fara í sama ferðalag, þau eru ekki að fara í sama flug eða neitt svoleiðis. Þetta er bara svona tíminn þegar allir sem koma að keppninni eru að koma saman,“ segir Hákon. Fyrsta þátt Iceland Music News um Eurovision má sjá hér fyrir neðan en einn þáttur á dag mun birtast þar til 20. maí. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Hatara spáð áttunda sæti í stóru könnun Eurovision-aðdáendaklúbbanna Niðurstöður OGAE Big Poll 2019 voru kynntar í gær. 1. maí 2019 10:47 María Ólafs sest í sæti dómara í Eurovision María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015 með lagið Lítil skref, verður í dómnefnd Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í ár. Tilkynnt hefur verið hverjir standa vaktina í dómnefndum þátttökuþjóðanna. 30. apríl 2019 12:17 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. Hákon Jóhannesson er ritstjóri Iceland Music News. Spurður hvort að miðillinn sé á vegum Hatara segir hann fjölmiðilinn sem slíkan sjálfstæðan. „Og er í eigu fyrirtækis sem er ekki Hatari en við erum vissulega að fara út að elta Hatara en líka til að kynna okkur aðstæður í Ísrael. Við erum líka að fara þangað því þetta er framandi land og það er mikið í umræðunni að það sé ef til vill umdeilt að keppnin sé haldin í Ísrael þetta árið. Það er ekki síst í ljósi þess sem við erum að fara út,“ segir Hákon.En hver eru tengsl hljómsveitarinnar sjálfrar við fjölmiðilinn? Fyrirtækið sem á miðilinn, eru þar á bak við hljómsveitarmeðlimir? „Hljómsveitarmeðlimir og fjölmiðillinn sjálfur, þó svo að þeir kunni að vera undir hatti sama fyrirtækis þá þýðir það ekki að hljómsveitarmeðlimir stjórni því sem fer fram á miðlinum sjálfum. Ég er ritstjóri fjölmiðilsins og sé um að velja alla viðmælendur, ég sé um að skipuleggja öll viðtöl og þegar öllu er á botninn hvolft stjórna ég öllu sem fer út í nafni þessa miðils,“ segir Hákon. Hákon segir að Iceland Music News hafi undanfarnar vikur meðal annars tekið viðtöl við aðra keppendur í Eurovision. „Við fóurm til Madrid á svona undankvöld sem er kallað Pre-Party og er haldið árlega í nokkrum stórborgum í Evrópu. Þar töluðum við við ýmsa keppendur, til að mynda frá Albaníu, Belgíu og Ísrael. Við töluðum líka við heimamenn þar, svokallaða Eurovision-sérfræðinga bæði um keppnina sjálfa og líka þá staðreynd að keppnin er haldin í Ísrael og umræðuna sem hefur skapast í kjölfarið á því,“ segir Hákon. Tveir starfsmenn fara út til Ísrael þann 3. maí næstkomandi, sama dag og hljómsveitin sjálf heldur til Tel Aviv. „Ég er að senda út tvo starfsmenn áður en ég fer sjálfur út. Ég ætla að sjá hvernig gengur hjá þeim áður en ég fer sjálfur út en já, ég sendi tvo starfsmenn út 3. maí sem er sami dagur og hljómsveitin fer út. En þau eru ekki að fara í sama ferðalag, þau eru ekki að fara í sama flug eða neitt svoleiðis. Þetta er bara svona tíminn þegar allir sem koma að keppninni eru að koma saman,“ segir Hákon. Fyrsta þátt Iceland Music News um Eurovision má sjá hér fyrir neðan en einn þáttur á dag mun birtast þar til 20. maí.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Hatara spáð áttunda sæti í stóru könnun Eurovision-aðdáendaklúbbanna Niðurstöður OGAE Big Poll 2019 voru kynntar í gær. 1. maí 2019 10:47 María Ólafs sest í sæti dómara í Eurovision María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015 með lagið Lítil skref, verður í dómnefnd Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í ár. Tilkynnt hefur verið hverjir standa vaktina í dómnefndum þátttökuþjóðanna. 30. apríl 2019 12:17 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Hatara spáð áttunda sæti í stóru könnun Eurovision-aðdáendaklúbbanna Niðurstöður OGAE Big Poll 2019 voru kynntar í gær. 1. maí 2019 10:47
María Ólafs sest í sæti dómara í Eurovision María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015 með lagið Lítil skref, verður í dómnefnd Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í ár. Tilkynnt hefur verið hverjir standa vaktina í dómnefndum þátttökuþjóðanna. 30. apríl 2019 12:17