Risaleikir í baráttunni um undanúrslitin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. maí 2019 19:30 James Wade getur farið langt með að tryggja undanúrslitasætið með sigri annað kvöld vísir/getty Það fer hver að verða síðastur að tryggja sig inn í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í pílukasti en þriðja síðasta kvöld deildarkeppninnar fer fram annað kvöld. Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina síðustu þrjú ár í röð, fjórum sinnum alls á ferlinum, og hann er efstur í deildinni eftir þrettán umferðir af sextán. Van Gerwen er með eins stigs forskot á Rob Cross á toppi deildarinnar, en tvö stig eru fengin fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Fjórir efstu að loknum 16 umferðum fara í undanúrslit. Fjórtánda umferðin fer fram í Manchester Arena annað kvöld. Leikar hefjast með viðureign Rob Cross og Michael Smith, en Smith þarf að vinna þá þrjá leiki sem hann á eftir til þess að eiga einhverja möguleika á að komast í undanúrslitin. Þeir möguleikar eru þó gott sem engir. Peter Wright er í sömu stöðu og Smith, ef hann tapar er ekki lengur möguleiki á að komast áfram. Andstæðingur Wright í Manchester er Mensur Suljovic. Sá er í fimmta sætinu með fimmtán stig, eins og James Wade og Gerwyn Price í þriðja og fjórða sæti. Þeir Wade og Price mætast innbyrðis í Manchester. Wade er með betri „markatölu“ heldur en hans helstu keppniautar Price, Suljovic og Gurney og endar því alltaf efstur ef þeir eru jafnir á stigum. Ef Price vinnur viðureignina gegn Wade opnast baráttan um þriðja og fjórða sætið upp á gátt. Suljovic er talinn vera svartur hestur í baráttunni um úrslitakeppnina. Hann spilaði sitt fyrsta heila tímabil í fyrra og sagði stressið hafa truflað sig þar. Í ár er hann „hundrað prósent betri.“ Daryl Gurney er einu stigi á eftir þremenningunum en hann fær það erfiða verkefni að mæta van Gerwen í Manchester. Eftir að hafa ekki unnið van Gerwen í sautján leikum hefur Gurney unnið síðustu tvo í röð. Hann veit því hvað hann þarf að gera til þess að vinna meistarann, en hvort hann geti gert það í þriðja sinn á eftir að koma í ljós. Úrvalsdeildin í pílu verður áfram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, útsending hefst klukkan 18:00 annað kvöld. Pílukast Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira
Það fer hver að verða síðastur að tryggja sig inn í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í pílukasti en þriðja síðasta kvöld deildarkeppninnar fer fram annað kvöld. Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina síðustu þrjú ár í röð, fjórum sinnum alls á ferlinum, og hann er efstur í deildinni eftir þrettán umferðir af sextán. Van Gerwen er með eins stigs forskot á Rob Cross á toppi deildarinnar, en tvö stig eru fengin fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Fjórir efstu að loknum 16 umferðum fara í undanúrslit. Fjórtánda umferðin fer fram í Manchester Arena annað kvöld. Leikar hefjast með viðureign Rob Cross og Michael Smith, en Smith þarf að vinna þá þrjá leiki sem hann á eftir til þess að eiga einhverja möguleika á að komast í undanúrslitin. Þeir möguleikar eru þó gott sem engir. Peter Wright er í sömu stöðu og Smith, ef hann tapar er ekki lengur möguleiki á að komast áfram. Andstæðingur Wright í Manchester er Mensur Suljovic. Sá er í fimmta sætinu með fimmtán stig, eins og James Wade og Gerwyn Price í þriðja og fjórða sæti. Þeir Wade og Price mætast innbyrðis í Manchester. Wade er með betri „markatölu“ heldur en hans helstu keppniautar Price, Suljovic og Gurney og endar því alltaf efstur ef þeir eru jafnir á stigum. Ef Price vinnur viðureignina gegn Wade opnast baráttan um þriðja og fjórða sætið upp á gátt. Suljovic er talinn vera svartur hestur í baráttunni um úrslitakeppnina. Hann spilaði sitt fyrsta heila tímabil í fyrra og sagði stressið hafa truflað sig þar. Í ár er hann „hundrað prósent betri.“ Daryl Gurney er einu stigi á eftir þremenningunum en hann fær það erfiða verkefni að mæta van Gerwen í Manchester. Eftir að hafa ekki unnið van Gerwen í sautján leikum hefur Gurney unnið síðustu tvo í röð. Hann veit því hvað hann þarf að gera til þess að vinna meistarann, en hvort hann geti gert það í þriðja sinn á eftir að koma í ljós. Úrvalsdeildin í pílu verður áfram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, útsending hefst klukkan 18:00 annað kvöld.
Pílukast Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira