
Pílukast

Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“
Stefnt er að því að gera Pílukastsambandið að sérsambandi innan Íþrótta- og Ólympíusambandsins á ársþingi þess um næstkomandi helgi. Formaður Pílukastsambandsins segir um jákvæða þróun að ræða fyrir íþróttina, „drykkjumót“ verði áfram til staðar.

Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða
Pílustaðnum Skor hefur verið meinað að hafa opið lengur á kvöldin samkvæmt úrskurði umhverfis- og auðlindamála. Þar staðfesti nefndin ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 10. janúar 2025 um að synja umsókn um aukinn opnunartíma fyrir veitingastaðinn Skor.

Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum
Það var mikil stemning og fullt út úr dyrum á pílumótinu Sjally Pally í Sjallanum á Akureyri á dögunum. Á meðal þeirra sem heilluðust af mótinu er enski blaðamaðurinn Will Schofield eins og hann skrifaði um í pistli á Daily Star.

Meiddist við að máta boli
Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen þurfti að draga sig úr leik fyrir níunda keppniskvöld úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Ástæðan var nokkuð sérstök.

Alexander og Ingibjörg unnu Sjally Pally
Hið stórskemmtilega pílumót Sjally Pally fór fram í Sjallanum í gær og var fullt út úr dyrum og stemningin einstök.

SjallyPally í beinni á Vísi
Hið frábæra pílumót SjallyPally fer fram í Sjallanum á morgun og verður hægt að fylgjast með herlegheitunum á Vísi.

HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað
Ákveðið hefur verið að fjölga keppendum á heimsmeistaramótinu í pílukasti og hækka verðlaunaféð um helming.

Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu
Samfélagsmiðlastjarnan Jake Paul vill nú mæta Gerwyn Price – sem varð heimsmeistari í pílu árið 2021 – í hringnum. Paul hefur unnið 11 af 12 bardögum sínum í hnefaleikum, síðast gegn hinum 58 ára gamla Mike Tyson.

Sjáðu níu pílna leik Littlers
Heimsmeistarinn Luke Littler náði svokölluðum níu pílna leik í úrslitaleiknum á sjöunda keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti í Cardiff í gær.

Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku
Luke „The Nuke“ Littler er á svakalegu skriði í pílukastinu þessa dagana og strákurinn hefur átt magnaða viku.

Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn
Pílukastarinn James Wade hefur verið mjög innilegur í samskiptum sínum við mótherja sína upp á síðkastið.

Tveir níu pílna leikir á sama kvöldinu
Svokallaðir níu pílna leikir sjást ekki oft en að tveir slíkir komi á sama kvöldinu er afar sjaldgæft. En það gerðist á fimmta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílu í gær.

Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn
Furðulegt og „ógeðslegt“ atvik átti sér stað fyrir leik James Wade og Luke Humphries í átta manna úrslitum Opna breska mótsins í pílukasti og málið gæti dregið dilk á eftir sér fyrir Wade.

Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“
Píluundrið Luke Littler nýtti tap Man. Utd gegn Fulham í bikarnum á jákvæðan hátt í gær.

Píla festist í fæti keppanda
Undarleg uppákoma varð í viðureign Martins Schindler og Jonnys Clayton á UK Open Darts í gær.

Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United
Wayne Mardle, lýsandi á Sky Sports, baðst afsökunar á að hafa ef til vill móðgað stuðningsmenn Manchester United vegna ummæla sem féllu í viðureign Lukes Littler og Stephens Bunting í úrvalsdeildinni í pílukasti.

Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það
Michael van Gerwen, þrefaldur heimsmeistari í pílukasti, segir að margir af mótherjum hans séu hálfgerðir vesalingar.

Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig
Hinn vanalega rólegi og yfirvegaði Luke Littler lét áhorfendur á þriðja kvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti í Dublin fara í taugarnar á sér og sagði þeim að hafa sig hæga.

Segir að pílukastarar fái á endanum nóg af ólátabelgjunum
Heimsmeistarinn í pílukasti, Luke Littler, segir að keppendur muni ef til vill á endanum fara af sviðinu ef áhorfendur hætti ekki að trufla þá.

Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“
Michael van Gerwen, þrefaldur heimsmeistari í pílukasti, gagnrýndi núverandi heimsmeistarann, ungstirnið Luke Littler í aðdraganda opnunarkvölds úrvalsdeildarinnar. Hann segir Littler sýna af sér barnalega hegðun en „hann er ekkert barn lengur.“

Bully Boy með gigt
Michael Smith, sem varð heimsmeistari í pílukasti fyrir tveimur árum, þjáist af liðagigt.

Handalaus pílukastari slær í gegn
John Page hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína á Las Vegas Open í pílukasti. Hann er ekki bara áttræður heldur vantar á hann báðar hendurnar.

Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu
Phil Taylor átti stórbrotinn feril í pílukastinu á sínum tíma og hann á metið yfir flesta heimsmeistaratitla frá upphafi. Hinn sautján ára gamli Luke Littler er að byrja mjög snemma að vinna heimsmeistaratitla og gæti mögulega jafnað metið í framtíðinni.

Enn í fýlu: Vill ekki fórna fríinu og finnst óspennandi að keppa í Hollandi
Belgíski pílukastarinn Mike De Decker virðist hafa allt hornum sér þessa dagana. Nú hefur hann neitað að taka þátt í stóru móti því honum var boðið svo seint á það.

Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði
Manchester United aðdáandinn og heimsmeistarinn í pílu Luke Littler skildi hvorki upp né niður þegar hann hitti hinn goðsagnakennda Sir Alex Ferguson.

Littler hunsaði Beckham óvart
Heimsmeistarinn í pílukasti, ungstirnið Luke Littler, hunsaði óvart sjálfan David Beckham á meðan HM stóð.

Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“
Nathan Aspinall hefur svarað gagnrýni Mikes De Decker um að hann hafi ekki átt skilið að vera valinn til að keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti.

Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“
Belginn Mike De Decker er æfur yfir því að gengið hafi verið framhjá honum í vali á keppendum fyrir úrvalsdeildina í pílukasti.

Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford
Nýkrýndi heimsmeistarinn í pílukasti, Luke Littler, mun sýna bikarinn sem hann vann á heimaleik Manchester United á næstunni.

„Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“
Luke Littler varð í kvöld yngsti heimsmeistari sögunnar í pílukasti þegar hann vann öruggan 3-0 sigur gegn Michael van Gerwen í úrslitum í kvöld.