Áhættan í þínu viðskiptasafni Kári Finnsson skrifar 1. maí 2019 07:30 Vísbendingar eru um að útlánaáhætta íslenskra fyrirtækja sé að aukast og því skiptir töluverðu máli fyrir fyrirtæki að fylgjast með því hvernig áhættan í þeirra viðskiptasafni er að þróast. Fyrirtæki sem eru meðvituð um sína stöðu eru betur í stakk búin til að grípa til aðgerða þegar áhættan á töpuðum kröfum eykst. Til þess að geta lagt mat á stöðuna er nauðsynlegt að hafa áreiðanleg gögn innan handar. Samkvæmt nýlegri greiningu Creditinfo á vanskilum fyrirtækja er nýskráningum á vanskilaskrá farið að fjölga eftir stöðuga fækkun síðustu ára. Rúm 3% íslenskra fyrirtækja komu ný inn á skrá á síðustu sex mánuðum en það er hærra hlutfall en hefur mælst á sambærilegu tímabili á síðustu tveimur árum. Alls eru 12,3% allra einkahlutafélaga og hlutafélaga á Íslandi á vanskilaskrá samkvæmt nýjustu mælingum. Þegar vanskil eru greind þá er ekki nóg að skoða aðeins fjölda fyrirtækja á vanskilaskrá heldur þarf einnig að líta til nýskráninga. Lögaðilar geta verið mislengi á skrá og því gefa nýskráningar betri mynd af því hver þróunin er hverju sinni. Sjá má aukningu á nýskráningum í nær öllum atvinnugreinum að undanskildum fyrirtækjum í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Meðfylgjandi mynd sýnir að mesta aukningin á sér stað í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og hjá fyrirtækjum í heild- og smásöluverslun. Þá komu 4,62% fyrirtækja í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð ný inn á vanskilaskrá á síðustu sex mánuðum og 3,62% fyrirtækja í heild- og smásöluverslun. Aukin umsvif – aukin áhætta Því stærra sem viðskiptasafn fyrirtækja er því erfiðara getur verið að halda utan um mögulega áhættu í því safni. Örar breytingar á viðskiptavinum gera þessa vinnu enn erfiðari og þess vegna er mikilvægt að fyrirtæki temji sér skilvirkar vinnureglur til að halda utan um viðskiptin. Eins skiptir miklu máli að fylgja eftir breytingum í viðskiptasafninu til að takmarka líkurnar á vanefndum viðskiptavina. Þegar ákvarðanir um reikningsviðskipti eru teknar þurfa þær ákvarðanir að vera byggðar á gögnum frekar en huglægu mati hverju sinni. Sérfræðiþekking skiptir miklu máli við ákvarðanatöku en hún nýtist illa ef hún er ekki tekin á traustum grundvelli áreiðanlegra gagna. Einnig eru auknar kröfur gerðar til fyrirtækja um hraða og nákvæmni í viðskiptum. Það er ljóst að þessum kröfum verður ekki mætt einungis með mannshöndinni. Kostir við sjálfvirkar ákvarðanir Sérstaða Creditinfo er fólgin í öflun nauðsynlegra upplýsinga til að styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Við höfum fundið fyrir því að fyrirtæki kalla í auknum mæli eftir sjálfvirkum lausnum til að vinna úr lánshæfisgögnum og til að taka ákvarðanir um lántöku og reikningsviðskipti. Þess vegna höfum við unnið með fjölda fyrirtækja bæði hér á landi og erlendis við að útbúa viðskiptareglur – lausn sem vinnur samhliða með gögn fyrirtækja og gögn frá Creditinfo til að taka mikilvægar ákvarðanir á svipstundu. Töluverður vinnu- og tímasparnaður er fólginn í því að gera endurteknar ákvarðanir um lántöku og reikningsviðskipti sjálfvirkar. Um leið og slíkir ferlar eru til staðar hjá fyrirtækjum verða ákvarðanir einnig nákvæmari vegna þess að þeir draga úr hættunni á mannlegum mistökum. Kostnaðurinn við slík mistök er oft hulinn og er fyrirferðarmeiri í rekstri fyrirtækja en marga myndi gruna. Ef það er eitthvað sem tölvur geta leyst vel af hólmi þá eru það margar endurteknar ákvarðanir. Fyrirtæki nýta starfsfólk sitt mun betur ef þeim tekst að draga úr slíkum verkefnum og þau geta í auknum mæli fært starfsfólk til krefjandi verkefna sem kalla á inntaksrík mannleg samskipti og skapandi hugsun. Þar sem útlánaáhætta íslenskra fyrirtækja er að aukast skiptir máli fyrir fyrirtæki að vera meðvituð um stöðu viðskiptavina sinna með tilliti til lánshæfis. Fyrirtæki sem vakta áhættuna í sínu viðskiptasafni hafa verðmæta yfirsýn yfir reksturinn sem veitir þeim skýrt samkeppnisforskot. Fyrirtæki sem hafa sjálfvirka og vel skilgreinda ferla utan um viðskipti sín ganga skrefinu lengra og skapa grundvöll til að stunda stöðugan og traustan rekstur til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Finnsson Mest lesið Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Vísbendingar eru um að útlánaáhætta íslenskra fyrirtækja sé að aukast og því skiptir töluverðu máli fyrir fyrirtæki að fylgjast með því hvernig áhættan í þeirra viðskiptasafni er að þróast. Fyrirtæki sem eru meðvituð um sína stöðu eru betur í stakk búin til að grípa til aðgerða þegar áhættan á töpuðum kröfum eykst. Til þess að geta lagt mat á stöðuna er nauðsynlegt að hafa áreiðanleg gögn innan handar. Samkvæmt nýlegri greiningu Creditinfo á vanskilum fyrirtækja er nýskráningum á vanskilaskrá farið að fjölga eftir stöðuga fækkun síðustu ára. Rúm 3% íslenskra fyrirtækja komu ný inn á skrá á síðustu sex mánuðum en það er hærra hlutfall en hefur mælst á sambærilegu tímabili á síðustu tveimur árum. Alls eru 12,3% allra einkahlutafélaga og hlutafélaga á Íslandi á vanskilaskrá samkvæmt nýjustu mælingum. Þegar vanskil eru greind þá er ekki nóg að skoða aðeins fjölda fyrirtækja á vanskilaskrá heldur þarf einnig að líta til nýskráninga. Lögaðilar geta verið mislengi á skrá og því gefa nýskráningar betri mynd af því hver þróunin er hverju sinni. Sjá má aukningu á nýskráningum í nær öllum atvinnugreinum að undanskildum fyrirtækjum í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Meðfylgjandi mynd sýnir að mesta aukningin á sér stað í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og hjá fyrirtækjum í heild- og smásöluverslun. Þá komu 4,62% fyrirtækja í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð ný inn á vanskilaskrá á síðustu sex mánuðum og 3,62% fyrirtækja í heild- og smásöluverslun. Aukin umsvif – aukin áhætta Því stærra sem viðskiptasafn fyrirtækja er því erfiðara getur verið að halda utan um mögulega áhættu í því safni. Örar breytingar á viðskiptavinum gera þessa vinnu enn erfiðari og þess vegna er mikilvægt að fyrirtæki temji sér skilvirkar vinnureglur til að halda utan um viðskiptin. Eins skiptir miklu máli að fylgja eftir breytingum í viðskiptasafninu til að takmarka líkurnar á vanefndum viðskiptavina. Þegar ákvarðanir um reikningsviðskipti eru teknar þurfa þær ákvarðanir að vera byggðar á gögnum frekar en huglægu mati hverju sinni. Sérfræðiþekking skiptir miklu máli við ákvarðanatöku en hún nýtist illa ef hún er ekki tekin á traustum grundvelli áreiðanlegra gagna. Einnig eru auknar kröfur gerðar til fyrirtækja um hraða og nákvæmni í viðskiptum. Það er ljóst að þessum kröfum verður ekki mætt einungis með mannshöndinni. Kostir við sjálfvirkar ákvarðanir Sérstaða Creditinfo er fólgin í öflun nauðsynlegra upplýsinga til að styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Við höfum fundið fyrir því að fyrirtæki kalla í auknum mæli eftir sjálfvirkum lausnum til að vinna úr lánshæfisgögnum og til að taka ákvarðanir um lántöku og reikningsviðskipti. Þess vegna höfum við unnið með fjölda fyrirtækja bæði hér á landi og erlendis við að útbúa viðskiptareglur – lausn sem vinnur samhliða með gögn fyrirtækja og gögn frá Creditinfo til að taka mikilvægar ákvarðanir á svipstundu. Töluverður vinnu- og tímasparnaður er fólginn í því að gera endurteknar ákvarðanir um lántöku og reikningsviðskipti sjálfvirkar. Um leið og slíkir ferlar eru til staðar hjá fyrirtækjum verða ákvarðanir einnig nákvæmari vegna þess að þeir draga úr hættunni á mannlegum mistökum. Kostnaðurinn við slík mistök er oft hulinn og er fyrirferðarmeiri í rekstri fyrirtækja en marga myndi gruna. Ef það er eitthvað sem tölvur geta leyst vel af hólmi þá eru það margar endurteknar ákvarðanir. Fyrirtæki nýta starfsfólk sitt mun betur ef þeim tekst að draga úr slíkum verkefnum og þau geta í auknum mæli fært starfsfólk til krefjandi verkefna sem kalla á inntaksrík mannleg samskipti og skapandi hugsun. Þar sem útlánaáhætta íslenskra fyrirtækja er að aukast skiptir máli fyrir fyrirtæki að vera meðvituð um stöðu viðskiptavina sinna með tilliti til lánshæfis. Fyrirtæki sem vakta áhættuna í sínu viðskiptasafni hafa verðmæta yfirsýn yfir reksturinn sem veitir þeim skýrt samkeppnisforskot. Fyrirtæki sem hafa sjálfvirka og vel skilgreinda ferla utan um viðskipti sín ganga skrefinu lengra og skapa grundvöll til að stunda stöðugan og traustan rekstur til framtíðar.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun