Innslagið má sjá að neðan en þar segir Andrean frá því að hann langi mest til þess að ferðast til Palestínu og tískufyrirmyndir hans séu Marta Smarta auk Sauron úr Hringadróttinssögu.
Sjá einnig:Sagan á bak við fataval Andreans
Hefði hann ofurkrafta myndi hann vilja afeitra fólk af hatri og besta gjöfin sem hann hefur fengið á lífsleiðinni séu loðnu og löngu leggirnir hans.
„Frá blautu barnsbeini hef ég verið að umbreyta þessum líkama yfir í hættulegt morðvopn.“
Innslagið er skotið á Dan Panorama hóteli íslenska teymisins hér í Tel Aviv en lesendur eru minntir á að taka svörum Andreans með fyrirvara.