„Hart að vera hrakin burt af heimili mínu marga daga“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. maí 2019 12:00 Íbúasamtök Laugardals sendu formlegt erindi til borgaryfirvalda vegna síðust Secret Solstice hátíð vegna of mikillar hávaðamengunnar og fíkniefnamála. Íbúi segist hafa hrakist frá heimili sínu. VÍSIR/Andri Marinó Það er ólíft á heimili mínu meðan á hátíðinni Secret Soltice stendur segir kona sem býr á Laugarásvegi. Hún hefur kvartað formlega til borgaryfirvalda vegna hátíðarinnar en segir að það hafi ekki borið árangur. Hún segir marga nágranna sína sömu skoðunnar og telur að fyrirhugaðar breytingar á hátíðinni muni ekki hafa teljandi áhrif. Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem gengur uppí 19 milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Þetta kom fram í fréttum okkar í gær þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs sagði samninginn snúast um að hátíðin verði með gerbreyttu sniði í ár. Hún verði meðal annars styttri og hætt verði að spila fyrr. Hátíðahöldin hafa verið gagnrýnd af íbúum hverfisins gegnum tíðina en í umsögn stjórnar Íbúasamtaka Laugardals eftir hátíðina síðasta sumar kemur meðal annars fram að hávaðamengun hafi verið mikil, einkum bassadrunur. Þá hafi fjöldi fíkniefnamála verið mun meiri en á öðrum stórum útihátíðum. Meðal íbúa sem hafa sent borgaryfirvöldum formlegt erindi er Guðný Helga Gunnarsdóttir sem býr á Laugarásvegi. Hún telur að breytingar á hátíðinni muni ekki hafa mikið að segja. „Ég er bara mjög ósátt meðþað og að borgin skuli í ofanálag styrkja þessa hátíð.“ „Það er gríðarlegt ónæði af þessu hér heima hjá mér. Í rauninni get ég ekki verið heima hjá mér meðan á hátíðinni stendur. Hvorki innandyra né utan, þetta er yfir hásumarið. Mér finnst það ansi hart að vera hrakin burt af heimili mínu í marga daga yfir hásumarið sko,“ segir Guðný. Guðný segir að hún hafi í tvígang sent formlegt erindi til borgaryfirvalda vegna hátíðahaldanna. „Ég hef ekki orðið vör við neitt samráð þó að ég hafi látíð í mér heyra,“ segir Guðný. Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Samningur um Secret Solstice og skuldirnar samþykktur í borgarráði Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 21.-23. júní. 16. maí 2019 16:30 Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. 17. maí 2019 20:00 Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Það er ólíft á heimili mínu meðan á hátíðinni Secret Soltice stendur segir kona sem býr á Laugarásvegi. Hún hefur kvartað formlega til borgaryfirvalda vegna hátíðarinnar en segir að það hafi ekki borið árangur. Hún segir marga nágranna sína sömu skoðunnar og telur að fyrirhugaðar breytingar á hátíðinni muni ekki hafa teljandi áhrif. Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem gengur uppí 19 milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Þetta kom fram í fréttum okkar í gær þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs sagði samninginn snúast um að hátíðin verði með gerbreyttu sniði í ár. Hún verði meðal annars styttri og hætt verði að spila fyrr. Hátíðahöldin hafa verið gagnrýnd af íbúum hverfisins gegnum tíðina en í umsögn stjórnar Íbúasamtaka Laugardals eftir hátíðina síðasta sumar kemur meðal annars fram að hávaðamengun hafi verið mikil, einkum bassadrunur. Þá hafi fjöldi fíkniefnamála verið mun meiri en á öðrum stórum útihátíðum. Meðal íbúa sem hafa sent borgaryfirvöldum formlegt erindi er Guðný Helga Gunnarsdóttir sem býr á Laugarásvegi. Hún telur að breytingar á hátíðinni muni ekki hafa mikið að segja. „Ég er bara mjög ósátt meðþað og að borgin skuli í ofanálag styrkja þessa hátíð.“ „Það er gríðarlegt ónæði af þessu hér heima hjá mér. Í rauninni get ég ekki verið heima hjá mér meðan á hátíðinni stendur. Hvorki innandyra né utan, þetta er yfir hásumarið. Mér finnst það ansi hart að vera hrakin burt af heimili mínu í marga daga yfir hásumarið sko,“ segir Guðný. Guðný segir að hún hafi í tvígang sent formlegt erindi til borgaryfirvalda vegna hátíðahaldanna. „Ég hef ekki orðið vör við neitt samráð þó að ég hafi látíð í mér heyra,“ segir Guðný.
Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Samningur um Secret Solstice og skuldirnar samþykktur í borgarráði Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 21.-23. júní. 16. maí 2019 16:30 Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. 17. maí 2019 20:00 Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Samningur um Secret Solstice og skuldirnar samþykktur í borgarráði Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 21.-23. júní. 16. maí 2019 16:30
Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. 17. maí 2019 20:00
Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46