Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Andri Eysteinsson skrifar 18. maí 2019 10:20 Þinghúsið í Missouri. Vísir/AP Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. Guardian greinir frá. Löggjöfin var samþykkt af efri deild þingsins síðasta fimmtudag og fékk samþykki fulltrúadeildar í gærkvöldi. Lögin hafa því verið borin fyrir ríkisstjórann, Mike Parson, og er búist við því að Parson, sem kemur úr röðum repúblikanaflokksins, muni staðfesta lögin með undirskrift sinni. Parson hefur stutt löggjöfina og á stuðningsfundi í vikunni sagði hann „Þangað til að þungunarrof verður ekki framkvæmt í landinu, mun ég aldrei gefa eftir í baráttunni fyrir lífum“ Með nýrri löggjöf í Missouri verður þungunarrof óheimilt í ríkinu eftir átta vikur, tveimur vikum síðar en í Alabama. Líkt og í Alabama verða ekki gerðar undantekningar vegna nauðgunar eða sifjaspells. Þó verður hægt að gangast undir þungunarrof ógni þungunin lífi móður. Læknar í Missouri, sem framkvæma þungunarrof eftir meira en 8 vikna þungun, eiga yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsi en fyrir sama „brot“ í Alabama geta læknar hlotið 99 ára fangelsisdóm. Konur í Missouri sem gangast undir þungunarrof eiga ekki í hættu að verða dæmdar til fangelsisvistar. Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. Guardian greinir frá. Löggjöfin var samþykkt af efri deild þingsins síðasta fimmtudag og fékk samþykki fulltrúadeildar í gærkvöldi. Lögin hafa því verið borin fyrir ríkisstjórann, Mike Parson, og er búist við því að Parson, sem kemur úr röðum repúblikanaflokksins, muni staðfesta lögin með undirskrift sinni. Parson hefur stutt löggjöfina og á stuðningsfundi í vikunni sagði hann „Þangað til að þungunarrof verður ekki framkvæmt í landinu, mun ég aldrei gefa eftir í baráttunni fyrir lífum“ Með nýrri löggjöf í Missouri verður þungunarrof óheimilt í ríkinu eftir átta vikur, tveimur vikum síðar en í Alabama. Líkt og í Alabama verða ekki gerðar undantekningar vegna nauðgunar eða sifjaspells. Þó verður hægt að gangast undir þungunarrof ógni þungunin lífi móður. Læknar í Missouri, sem framkvæma þungunarrof eftir meira en 8 vikna þungun, eiga yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsi en fyrir sama „brot“ í Alabama geta læknar hlotið 99 ára fangelsisdóm. Konur í Missouri sem gangast undir þungunarrof eiga ekki í hættu að verða dæmdar til fangelsisvistar.
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00