Spenna í loftinu þegar Hatari kvaddi sína nánustu Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 10:30 Klemens og Gísli betur þekktur sem Gis Von Ice, umboðsmaður Hatara, fara yfir málin rétt fyrir brottför. Vísir/Kolbeinn Tumi Hatari er farinn af stað í lokakaflann á Eurovision-ævintýri sínu. Að loknum morgunverði í morgun skelltu söngvarar, dansarar og fylgdarfólk sér í svörtu og bláu íþróttagallana sína, kvöddu foreldra og maka áður en haldið var upp í rútu áleiðis í Expo Tel Aviv höllina. Það mátti greina töluverða spennu á hótelinu í morgun. Allir að velta fyrir sér hvernig þetta færi nú. Hvers vegna í ósköpunum veðbankar væru svo sannfærðir um hollenskan sigur. Hvort Hatari muni höfða frekar til fólksins í símakosningu en dómnefnda í þátttökulöndunum. Hvað veit maður.Neðst í fréttinni má sjá myndband frá kveðjustundinni.Dansararnir Sólbjört, Andrean og Ástrós eru til í slaginn.Vísir/Kolbeinn TumiEitt er víst að Hatari hefur vakið mikla athygli og Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari tjáði Vísi að sveitin væri ánægð með hvernig til hefði tekist í Ísrael. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðinn tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“ Hatari hefur heimsótt Palestínu og gagnrýnt að keppnin fari fram í Ísrael. Þeir hafa komið skoðun sinni og boðskap á dagskrá.Matthías Tryggvi og Kristlína ná góðu knúsi fyrir brottför.Vísir/Kolbeinn TumiForeldrafélag Hatara virðist vera búið að fá nóg í bili af fjölmiðlafárinu og baðst undan viðtölum við kveðjustundina í morgun. Lái þeim hver sem vill. Það fer þó ekki fram hjá neinum hve stolt þau eru af börnum sínum á stóra sviðinu. Ekki er hægt að fullyrða að Hatari sé með vinsælasta atriðið, sannarlega ekki, en klárlega það umtalaðasta. Foreldrafélagið mun styðja við bakið á sínu fólki í keppnishöllinni í kvöld með íslenska fána og góða skapið að vopni.Matthías Tryggvi var síðastur um borð í rútuna eins og hefð er að skapast fyrir.Vísir/Kolbeinn TumiÍsland situr í sjötta sæti veðbanka að morgni úrslitadagsins. Samkvæmt Google er næstmest leitað að íslenska atriðinu í hinum þátttökulöndunum. Hvað segir það okkur? Blaðamenn í Expo Tel Aviv höllinni spá Svíum sigri en Íslandi öðru sæti.Andri og Karen sem eru allt í öllu þegar kemur að búningunum stilltu sér upp að ósk blaðamanns fyrir brottför.Vísir/Kolbeinn TumiHvernig sem fer er ljóst að það er mikil stemmning fyrir framlagi Íslands þetta árið og hefur ekki verið í langan tíma. Það verður grillað og skálað víða á Íslandi í kvöld enda sannarlega tilefni til að gera sér glaðan dag. Eurovision Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira
Hatari er farinn af stað í lokakaflann á Eurovision-ævintýri sínu. Að loknum morgunverði í morgun skelltu söngvarar, dansarar og fylgdarfólk sér í svörtu og bláu íþróttagallana sína, kvöddu foreldra og maka áður en haldið var upp í rútu áleiðis í Expo Tel Aviv höllina. Það mátti greina töluverða spennu á hótelinu í morgun. Allir að velta fyrir sér hvernig þetta færi nú. Hvers vegna í ósköpunum veðbankar væru svo sannfærðir um hollenskan sigur. Hvort Hatari muni höfða frekar til fólksins í símakosningu en dómnefnda í þátttökulöndunum. Hvað veit maður.Neðst í fréttinni má sjá myndband frá kveðjustundinni.Dansararnir Sólbjört, Andrean og Ástrós eru til í slaginn.Vísir/Kolbeinn TumiEitt er víst að Hatari hefur vakið mikla athygli og Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari tjáði Vísi að sveitin væri ánægð með hvernig til hefði tekist í Ísrael. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðinn tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“ Hatari hefur heimsótt Palestínu og gagnrýnt að keppnin fari fram í Ísrael. Þeir hafa komið skoðun sinni og boðskap á dagskrá.Matthías Tryggvi og Kristlína ná góðu knúsi fyrir brottför.Vísir/Kolbeinn TumiForeldrafélag Hatara virðist vera búið að fá nóg í bili af fjölmiðlafárinu og baðst undan viðtölum við kveðjustundina í morgun. Lái þeim hver sem vill. Það fer þó ekki fram hjá neinum hve stolt þau eru af börnum sínum á stóra sviðinu. Ekki er hægt að fullyrða að Hatari sé með vinsælasta atriðið, sannarlega ekki, en klárlega það umtalaðasta. Foreldrafélagið mun styðja við bakið á sínu fólki í keppnishöllinni í kvöld með íslenska fána og góða skapið að vopni.Matthías Tryggvi var síðastur um borð í rútuna eins og hefð er að skapast fyrir.Vísir/Kolbeinn TumiÍsland situr í sjötta sæti veðbanka að morgni úrslitadagsins. Samkvæmt Google er næstmest leitað að íslenska atriðinu í hinum þátttökulöndunum. Hvað segir það okkur? Blaðamenn í Expo Tel Aviv höllinni spá Svíum sigri en Íslandi öðru sæti.Andri og Karen sem eru allt í öllu þegar kemur að búningunum stilltu sér upp að ósk blaðamanns fyrir brottför.Vísir/Kolbeinn TumiHvernig sem fer er ljóst að það er mikil stemmning fyrir framlagi Íslands þetta árið og hefur ekki verið í langan tíma. Það verður grillað og skálað víða á Íslandi í kvöld enda sannarlega tilefni til að gera sér glaðan dag.
Eurovision Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira