Ha, ég?! Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 18. maí 2019 09:00 Ég hef áður sagt að siðanefnd Alþingis hafi í raun engan tilgang. Það erum við kjósendur sem dæmum um það hvort þingmenn eru siðlegir eða ekki. En nú er siðanefndin búin að úrskurða í málum nokkurra þingmanna. Kynferðisleg áreitni þingmanns Samfylkingarinnar er ekki brot á siðareglum en Þórhildur Sunna, þingflokksformaður Pírata, braut gegn siðareglum þingsins. Rökstuðningur siðanefndarinnar er meðal annars sá að með því að staglast á orðunum „rökstuddur grunur“ hafi píratinn ranglega gefið í skyn að fyrir lægju gögn sem bentu sterklega til sektar samþingmanns hennar. Allt hugsandi fólk veit nefnilega hvað rökstuddur grunur merkir. Hugtök hafa merkingu en auðvitað er mjög freistandi að nota þau eftir hentugleika til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. Popúlistar hagnast mjög á því að orð og hugtök missa merkingu sína því þar með hverfur rökræðan. Píratanum finnst hún megi nota sinn skilning á þessu hugtaki en aðalatriðið virðist vera að Þórhildi Sunnu þykir málstaður sinn svo góður að það er fráleitt að áminna hana. Hið fyrra má afgreiða sem barnaskap en hið síðara er alvarlegra. Það er sú hugsun að tilgangurinn helgi meðalið. Þar sem málstaður hennar er svo góður þá má hún brjóta gegn samþingsmanni sínum. Vottur af iðrun og lítillæti virtist víðs fjarri þingflokksformanni Pírata og röksemdir siðanefndarinnar lætur hún sem vind um eyru þjóta. En það skemmtilega í málinu er að nú getum við hlakkað til að sjá úrvinnslu siðanefndarinnar á orðavaðlinum á Klaustri. Hvaða orð sem þar voru sögð falla undir málfrelsi þingmanna og hvaða orð gera það ekki? Gæti orðið gagnlegur listi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef áður sagt að siðanefnd Alþingis hafi í raun engan tilgang. Það erum við kjósendur sem dæmum um það hvort þingmenn eru siðlegir eða ekki. En nú er siðanefndin búin að úrskurða í málum nokkurra þingmanna. Kynferðisleg áreitni þingmanns Samfylkingarinnar er ekki brot á siðareglum en Þórhildur Sunna, þingflokksformaður Pírata, braut gegn siðareglum þingsins. Rökstuðningur siðanefndarinnar er meðal annars sá að með því að staglast á orðunum „rökstuddur grunur“ hafi píratinn ranglega gefið í skyn að fyrir lægju gögn sem bentu sterklega til sektar samþingmanns hennar. Allt hugsandi fólk veit nefnilega hvað rökstuddur grunur merkir. Hugtök hafa merkingu en auðvitað er mjög freistandi að nota þau eftir hentugleika til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. Popúlistar hagnast mjög á því að orð og hugtök missa merkingu sína því þar með hverfur rökræðan. Píratanum finnst hún megi nota sinn skilning á þessu hugtaki en aðalatriðið virðist vera að Þórhildi Sunnu þykir málstaður sinn svo góður að það er fráleitt að áminna hana. Hið fyrra má afgreiða sem barnaskap en hið síðara er alvarlegra. Það er sú hugsun að tilgangurinn helgi meðalið. Þar sem málstaður hennar er svo góður þá má hún brjóta gegn samþingsmanni sínum. Vottur af iðrun og lítillæti virtist víðs fjarri þingflokksformanni Pírata og röksemdir siðanefndarinnar lætur hún sem vind um eyru þjóta. En það skemmtilega í málinu er að nú getum við hlakkað til að sjá úrvinnslu siðanefndarinnar á orðavaðlinum á Klaustri. Hvaða orð sem þar voru sögð falla undir málfrelsi þingmanna og hvaða orð gera það ekki? Gæti orðið gagnlegur listi!
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar