Matthías og Klemens eftir dómararennslið: Vilja fund með Trump Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 23:13 Matthías og Klemens fyrir utan Dan Panorama hótelið í kvöld. vísir/sáp „Það gekk bara mjög vel. Við vorum afslappaðri en vanalega held ég,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson. Íslenski hópurinn kom á hótel sitt um klukkan 02 að staðartíma að loknu dómararennslinu í Eurovision í Expo-höllinni í Tel Aviv.Upptöku af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. „Ég ætla ekki að segja að þetta sé farið að venjast en þetta er ekki glænýtt. Við vorum svona rólegri í skinninu heldur en við höfum verið,“ segir Matthías. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann myndi eftir atriðinu að því loknu. Það segði sína sögu. Klemens Hanningan var frábær á dómararennslinu í kvöld og var sérstaklega tekið eftir því í blaðamannahöllinni hvernig hann negldi falsettuna sína.Ljóst hvar við stöndum Aðspurður segist Klemens vera ánægður með sjálfan sig og Matthías bætir við að það séu þau öll. Í vikunni hefur Hatari farið í viðtöl við marga af stærstu miðlum heims og segja þeir að mikið sé verið að spyrja þá út í pólitík. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðin tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“Ekki sárir út í Trump Hann segist vera sáttur við það að hafa slegið þennan tón. „En við erum samt að dansa á þessari línu að halda okkur í keppninni,“ segir Matthías. Þeir báðir segjast ekki vera orðnir leiðir á því að svara spurningum í tengslum við pólitík. Klippa þurfti skyndilega á viðtal við drengina á CNN í gær þegar skipt var yfir á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem var að taka á móti kollega sínum frá Sviss við Hvíta húsið. „Trump gegnir mikilvægu embætti og við myndum gjarnan vilja ræða við hann ef hann hefur einhvern tímann tækifæri til þess.“ Þeir vilja segja þetta við íslensku þjóðina fyrir morgundaginn.Ætla sér sigur „Okkar skilaboð til Evrópu eru að við verðum að muna að elska áður en hatrið sigrar. Ég táraðist yfir svissneska atriðinu. Það hitti einhvern streng í mér í dag sem er í senn svo óræður en samt svo sammannlegur að maður getur ekki annað en tárast.“ Þeir vinna bæði fyrir stuðning og uppbyggilegri gagnrýni frá Íslandi. „Við fögnum hvoru tveggja.“ Aðspurður segir Matthías að lokum að markmiðið sé enn skýrt. Hatari ætli að sigra í Eurovision. Eurovision Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
„Það gekk bara mjög vel. Við vorum afslappaðri en vanalega held ég,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson. Íslenski hópurinn kom á hótel sitt um klukkan 02 að staðartíma að loknu dómararennslinu í Eurovision í Expo-höllinni í Tel Aviv.Upptöku af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. „Ég ætla ekki að segja að þetta sé farið að venjast en þetta er ekki glænýtt. Við vorum svona rólegri í skinninu heldur en við höfum verið,“ segir Matthías. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann myndi eftir atriðinu að því loknu. Það segði sína sögu. Klemens Hanningan var frábær á dómararennslinu í kvöld og var sérstaklega tekið eftir því í blaðamannahöllinni hvernig hann negldi falsettuna sína.Ljóst hvar við stöndum Aðspurður segist Klemens vera ánægður með sjálfan sig og Matthías bætir við að það séu þau öll. Í vikunni hefur Hatari farið í viðtöl við marga af stærstu miðlum heims og segja þeir að mikið sé verið að spyrja þá út í pólitík. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðin tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“Ekki sárir út í Trump Hann segist vera sáttur við það að hafa slegið þennan tón. „En við erum samt að dansa á þessari línu að halda okkur í keppninni,“ segir Matthías. Þeir báðir segjast ekki vera orðnir leiðir á því að svara spurningum í tengslum við pólitík. Klippa þurfti skyndilega á viðtal við drengina á CNN í gær þegar skipt var yfir á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem var að taka á móti kollega sínum frá Sviss við Hvíta húsið. „Trump gegnir mikilvægu embætti og við myndum gjarnan vilja ræða við hann ef hann hefur einhvern tímann tækifæri til þess.“ Þeir vilja segja þetta við íslensku þjóðina fyrir morgundaginn.Ætla sér sigur „Okkar skilaboð til Evrópu eru að við verðum að muna að elska áður en hatrið sigrar. Ég táraðist yfir svissneska atriðinu. Það hitti einhvern streng í mér í dag sem er í senn svo óræður en samt svo sammannlegur að maður getur ekki annað en tárast.“ Þeir vinna bæði fyrir stuðning og uppbyggilegri gagnrýni frá Íslandi. „Við fögnum hvoru tveggja.“ Aðspurður segir Matthías að lokum að markmiðið sé enn skýrt. Hatari ætli að sigra í Eurovision.
Eurovision Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira