Real Madrid lauk tímabilinu með tapi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2019 11:45 Benzema pirraður. vísir/getty Real Betis vann 0-2 sigur á Real Madrid á Santiago Bernabéu í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Real Madrid tapaði þremur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum á tímabilinu. Madrídingar enduðu í 3. sæti deildarinnar, annað árið í röð. Tímabilið var viðburðarríkt hjá Real Madrid en árangurinn enginn. Staðan í hálfleik var markalaus en á 61. mínútu kom Loren Betis yfir. Fjórtán mínútum síðar skoraði Jesé Rodríguez, fyrrverandi leikmaður Real Madrid, annað mark Betis og gulltryggði sigur gestanna. Lokatölur 0-2, Betis í vil. Gareth Bale sat allan tímann á varamannabekk Real Madrid í dag. Allar líkur eru á því að Walesverjinn sé á förum frá Real Madrid eftir sex ár í herbúðum félagsins. Betis endaði í 10. sæti deildarinnar. Spænski boltinn
Real Betis vann 0-2 sigur á Real Madrid á Santiago Bernabéu í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Real Madrid tapaði þremur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum á tímabilinu. Madrídingar enduðu í 3. sæti deildarinnar, annað árið í röð. Tímabilið var viðburðarríkt hjá Real Madrid en árangurinn enginn. Staðan í hálfleik var markalaus en á 61. mínútu kom Loren Betis yfir. Fjórtán mínútum síðar skoraði Jesé Rodríguez, fyrrverandi leikmaður Real Madrid, annað mark Betis og gulltryggði sigur gestanna. Lokatölur 0-2, Betis í vil. Gareth Bale sat allan tímann á varamannabekk Real Madrid í dag. Allar líkur eru á því að Walesverjinn sé á förum frá Real Madrid eftir sex ár í herbúðum félagsins. Betis endaði í 10. sæti deildarinnar.