Fyrirtæki í eigu eiginmanns þingkonu vill veiða hrefnu á nýjan leik Sveinn Arnarsson skrifar 17. maí 2019 06:45 Hrefnuveiðar hafa ekki verið miklar síðustu ár en aðeins sex voru drepnar í fyrra. Fréttablaðið/Anton brink Þrjú fyrirtæki hafa óskað eftir leyfi til að veiða hval við Íslandsstrendur næstu fimm sumarvertíðir til ársins 2023. Tvö fyrirtæki hafa óskað eftir leyfum til að veiða hrefnu hér við land og eitt fyrirtæki hefur óskað eftir leyfi til að veiða langreyðar. Fyrirtækin IP ehf. og Runo ehf. eru þau fyrirtæki sem sótt hafa um leyfi til að veiða hrefnu næstu fimm vertíðir. Árlega má veiða rúmlega 200 hrefnur samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og eru veiðarnar ólympískar; það er að veiðar eru frjálsar þar til kvótinn hefur allur verið veiddur. Í fyrra mátti veiða alls 262 hrefnur en aðeins sex hrefnur voru skotnar. Athygli vekur að Runo ehf. er í eigu Þrastar Sigmundssonar. Þröstur er eiginmaður Silju Daggar Gunnarsdóttir, þingmanns Framsóknarflokksins. Silja Dögg situr í utanríkismálanefnd þingsins en mikil og hörð gagnrýni hefur komið frá útlöndum vegna hvalveiða Íslendinga síðustu árin. Nú liggur fyrir þingsályktun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur þess efnis að rannsakaður verði stuðningur erlendis við hvalveiðar okkar Íslendinga og hver áhrif hvalveiðar hafa á ímynd lands og þjóðar. Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem hefur óskað eftir leyfum til veiða á langreyði. Veiða má samkvæmt Hafrannsóknastofnun 209 dýr á hverju ári fram til ársins 2025. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ólíklegt að fyrirtækið muni fullnýta kvóta sinn á þessu ári og verði því mun færri dýr veidd í ár en til að mynda var gert í fyrra. Fréttablaðið hefur reynt nú í nokkra daga að fá samtal við Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en hann hefur ekki svarað óskum Fréttablaðsins um samtal. Lítið er af langreyðarkjöti eftir í frystigeymslum Hvals hf. hér á landi og hefur megnið af kjöti frá vertíðinni í fyrra verið flutt til Japans. Það þýðir hins vegar ekki að það sé búið að selja afurðirnar samkvæmt skrifstofu Hvals og gæti vel verið að kjötið sé geymt í frystigeymslum ytra uns kaupandi finnst að afurðunum.Uppfært klukkan 09:54:Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Þrjú fyrirtæki hafa óskað eftir leyfi til að veiða hval við Íslandsstrendur næstu fimm sumarvertíðir til ársins 2023. Tvö fyrirtæki hafa óskað eftir leyfum til að veiða hrefnu hér við land og eitt fyrirtæki hefur óskað eftir leyfi til að veiða langreyðar. Fyrirtækin IP ehf. og Runo ehf. eru þau fyrirtæki sem sótt hafa um leyfi til að veiða hrefnu næstu fimm vertíðir. Árlega má veiða rúmlega 200 hrefnur samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar og eru veiðarnar ólympískar; það er að veiðar eru frjálsar þar til kvótinn hefur allur verið veiddur. Í fyrra mátti veiða alls 262 hrefnur en aðeins sex hrefnur voru skotnar. Athygli vekur að Runo ehf. er í eigu Þrastar Sigmundssonar. Þröstur er eiginmaður Silju Daggar Gunnarsdóttir, þingmanns Framsóknarflokksins. Silja Dögg situr í utanríkismálanefnd þingsins en mikil og hörð gagnrýni hefur komið frá útlöndum vegna hvalveiða Íslendinga síðustu árin. Nú liggur fyrir þingsályktun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur þess efnis að rannsakaður verði stuðningur erlendis við hvalveiðar okkar Íslendinga og hver áhrif hvalveiðar hafa á ímynd lands og þjóðar. Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem hefur óskað eftir leyfum til veiða á langreyði. Veiða má samkvæmt Hafrannsóknastofnun 209 dýr á hverju ári fram til ársins 2025. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ólíklegt að fyrirtækið muni fullnýta kvóta sinn á þessu ári og verði því mun færri dýr veidd í ár en til að mynda var gert í fyrra. Fréttablaðið hefur reynt nú í nokkra daga að fá samtal við Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en hann hefur ekki svarað óskum Fréttablaðsins um samtal. Lítið er af langreyðarkjöti eftir í frystigeymslum Hvals hf. hér á landi og hefur megnið af kjöti frá vertíðinni í fyrra verið flutt til Japans. Það þýðir hins vegar ekki að það sé búið að selja afurðirnar samkvæmt skrifstofu Hvals og gæti vel verið að kjötið sé geymt í frystigeymslum ytra uns kaupandi finnst að afurðunum.Uppfært klukkan 09:54:Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira