Hatari verður sautjándi á svið á úrslitakvöldi Eurovision í Tel Avív á laugardaginn. Þetta varð ljóst í kvöld eftir seinna undanúrslitakvöldið.
Breska framlagið verður flutt á undan því íslenska og það eistneska á eftir.
Ljóst var eftir að Hatari komst áfram á þriðjudaginn að íslenska lagið yrði í síðari hluta úrslitakvöldsins. Hún er sem sagt ljóst að við verðum í því sautjánda.
Fari svo að Ísland myndi vinna keppnina yrði það ekki í fyrsta skipti sem lag sem er sautjánda á svið vinnur. Þannig voru hin sænska Loreen (Eurphoria, 2012), finnska Lordi (Hard Rock Hallelujah, 2006) og serbneska Marija Šerifovic (Molitva, 2007) sautjándu á svið.
Að neðan má sjá niðurröðunina:
1. Malta
2. Albanía
3. Tékkland
4. Þýskaland
5. Rússland
6. Sanmörk
7. San Marínó
8. Norður-Makedónía
9. Svíþjóð
10. Slóvenía
11. Kýpur
12. Holland
13. Grikkland
14. Ísrael
15. Noregur
16. Bretland
17. ÍSLAND
18. Eistland
19. Hvíta-Rússland
20. Aserbaídsjan
21. Frakkland
22. Ítalía
23. Serbía
24. Sviss
25. Ástralía
26. Spánn
Hatari sautjándi á svið á laugardaginn
Atli Ísleifsson skrifar
