Hatari gagnrýndur fyrir skort á gagnrýni Sighvatur Jónsson skrifar 15. maí 2019 18:45 Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarblaðamaður, telur að Hatari megi nota tækifærið í Eurovision betur til að gagnrýna stöðuna milli Ísraels og Palestínu. Vísir/Sigurjón Á meðan landsmenn og heimsbyggðin öll veltir því fyrir sér hvort hatrið muni sigra Eurovision er hljómsveitin Hatari gagnrýnd fyrir skort á gagnrýni um málefni Palestínu og Ísraels. Íslenskur tónlistarblaðamaður sem sniðgengur hátíðina í ár hvetur Hatara til að hnykkja betur á skilaboðum sínum. Hið svokallaða foreldrafélag Hatara fagnaði með íslenska hópnum í Expo-höllinni í Tel Aviv í gærkvöldi. Áfanga var náð. Ísland verður með á úrslitakvöldi Eurovision eftir fimm ára hlé. Foreldrar, makar, ættingjar og vinir Hatara glöddust einnig með tónlistarfólkinu á Dan Panorama hótelinu í nótt. Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari sagði á fyrsta blaðamannafundinum ytra að Hatari vonaði að hernámi Ísraels á Palestínu lyki. Síðan þá hefur orðfæri sveitarinnar verið mildara - og það er líka gagnrýnt. Jón Ólafsson tónlistarmaður skrifaði á Facebook í dag að hann hafi orðið sorgmæddur þegar Dana International, sem vann keppnina fyrir Ísrael 1998, hafi boðað frið og ást í þaulskipulögðu áróðursatriði Ísraela í Eurovision. „Ég vona svo sannarlega að Hatari tali hreint út við öll tækifæri sem gefast héðan í frá,“ skrifaði Jón. Arnar Eggert Thoroddsen er einn þeirra landsmanna sem sniðganga Eurovision keppnina með öllu í ár. „Ég tek það skýrt fram að þessi keppni er notuð af ísraelsku ríkisstjórninni til að hvítþvo sig menningarlega svo þeir geti haldið áfram kúguninni á Palestínu sem hefur verið í gangi síðan 1948 og verður verri með hverju ári. Þessi trójuhestur sem Hatari er, ég vona að þeir hnykki betur á þessu á næstu dögum.“Og komi með eitthvað óvænt útspil jafnvel í lokin? „Ja, ef þeir komast fram hjá ísraelsku vörðunum.“ Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Á meðan landsmenn og heimsbyggðin öll veltir því fyrir sér hvort hatrið muni sigra Eurovision er hljómsveitin Hatari gagnrýnd fyrir skort á gagnrýni um málefni Palestínu og Ísraels. Íslenskur tónlistarblaðamaður sem sniðgengur hátíðina í ár hvetur Hatara til að hnykkja betur á skilaboðum sínum. Hið svokallaða foreldrafélag Hatara fagnaði með íslenska hópnum í Expo-höllinni í Tel Aviv í gærkvöldi. Áfanga var náð. Ísland verður með á úrslitakvöldi Eurovision eftir fimm ára hlé. Foreldrar, makar, ættingjar og vinir Hatara glöddust einnig með tónlistarfólkinu á Dan Panorama hótelinu í nótt. Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari sagði á fyrsta blaðamannafundinum ytra að Hatari vonaði að hernámi Ísraels á Palestínu lyki. Síðan þá hefur orðfæri sveitarinnar verið mildara - og það er líka gagnrýnt. Jón Ólafsson tónlistarmaður skrifaði á Facebook í dag að hann hafi orðið sorgmæddur þegar Dana International, sem vann keppnina fyrir Ísrael 1998, hafi boðað frið og ást í þaulskipulögðu áróðursatriði Ísraela í Eurovision. „Ég vona svo sannarlega að Hatari tali hreint út við öll tækifæri sem gefast héðan í frá,“ skrifaði Jón. Arnar Eggert Thoroddsen er einn þeirra landsmanna sem sniðganga Eurovision keppnina með öllu í ár. „Ég tek það skýrt fram að þessi keppni er notuð af ísraelsku ríkisstjórninni til að hvítþvo sig menningarlega svo þeir geti haldið áfram kúguninni á Palestínu sem hefur verið í gangi síðan 1948 og verður verri með hverju ári. Þessi trójuhestur sem Hatari er, ég vona að þeir hnykki betur á þessu á næstu dögum.“Og komi með eitthvað óvænt útspil jafnvel í lokin? „Ja, ef þeir komast fram hjá ísraelsku vörðunum.“
Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira