Mjög sérstakt lamb fæddist nýlega á bænum Neðri-Hundadal í Suðurdölum í Dalasýslu, lamb með stóra svarta breiða blesu á nefinu.
„Já, þetta er mjög sérstakt og óvenjuleg litaskipting á gimbrinni, einhvers staðar hljóta þessi litagen að liggja“, segir María G. Líndal, bóndi á bænum.
Á bænum eru um 400 fjár og fer fækkandi. María segir að gimbrin muni væntanlega fá nafnið Bletta.
