Rachel McAdams leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Birgir Olgeirsson skrifar 15. maí 2019 07:36 McAdams er í Ísrael til að kynna sér Eurovision-keppnina. Vísir/Getty Leikkonan Rachel McAdams mun leika íslenska söngkonu í væntanlegri mynd bandaríska grínistans Will Ferrell um Eurovision-söngvakeppnina. Myndin mun einfaldlega kallast Eurovision en McAdams er stödd í Tel Aviv í Ísrael til að kynnas sér keppnina. Verður myndin tekin upp í Pinewood-myndverinu í Lundúnum í sumar. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég fer til Ísrael og ég veit ekkert við hverju ég á að búast,“ sagði McAdamas við Variety áður en hún fór til Ísrael. „Ég varð að stökkva á tækifærið.“McAdams hefur komið víða við á ferli sínu en hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Spotlight. Hún og Ferrell hafa áður leikið í sömu mynd en þó ekki á móti hvort öðru, en það var myndin Wedding Crashers sem kom út árið 2005. Leikstjóri þeirrar myndar var David Dobkin sem mun einmitt leikstýra Eurovision-myndinni. Will Ferrell leikur eitt af aðalhlutverkunum í myndinni ásamt því að skrifa handrit hennar. Var Ferrell einmitt staddur á Eurovision-keppninni í fyrra og einnig í ár en myndin er framleidd fyrir streymisveituna Netflix. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Ísrael Netflix Tengdar fréttir Will Ferrell gerir grínmynd um Eurovision Gamanleikarinn frægi Will Ferrell hefur náð samkomulagi við Netflix um framleiðslu á grínmynd með söngleikjaívafi sem fjallar um Eurovision. 18. júní 2018 19:49 Júrógarðurinn: Þurfti að mana sig upp í að tala við Will Ferrell Það er komið að úrslitastundu í Eurovision en lokakvöldið fer fram annað kvöld í Altice-höllinni í Lissabon. 11. maí 2018 15:45 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Leikkonan Rachel McAdams mun leika íslenska söngkonu í væntanlegri mynd bandaríska grínistans Will Ferrell um Eurovision-söngvakeppnina. Myndin mun einfaldlega kallast Eurovision en McAdams er stödd í Tel Aviv í Ísrael til að kynnas sér keppnina. Verður myndin tekin upp í Pinewood-myndverinu í Lundúnum í sumar. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég fer til Ísrael og ég veit ekkert við hverju ég á að búast,“ sagði McAdamas við Variety áður en hún fór til Ísrael. „Ég varð að stökkva á tækifærið.“McAdams hefur komið víða við á ferli sínu en hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Spotlight. Hún og Ferrell hafa áður leikið í sömu mynd en þó ekki á móti hvort öðru, en það var myndin Wedding Crashers sem kom út árið 2005. Leikstjóri þeirrar myndar var David Dobkin sem mun einmitt leikstýra Eurovision-myndinni. Will Ferrell leikur eitt af aðalhlutverkunum í myndinni ásamt því að skrifa handrit hennar. Var Ferrell einmitt staddur á Eurovision-keppninni í fyrra og einnig í ár en myndin er framleidd fyrir streymisveituna Netflix.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Ísrael Netflix Tengdar fréttir Will Ferrell gerir grínmynd um Eurovision Gamanleikarinn frægi Will Ferrell hefur náð samkomulagi við Netflix um framleiðslu á grínmynd með söngleikjaívafi sem fjallar um Eurovision. 18. júní 2018 19:49 Júrógarðurinn: Þurfti að mana sig upp í að tala við Will Ferrell Það er komið að úrslitastundu í Eurovision en lokakvöldið fer fram annað kvöld í Altice-höllinni í Lissabon. 11. maí 2018 15:45 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Will Ferrell gerir grínmynd um Eurovision Gamanleikarinn frægi Will Ferrell hefur náð samkomulagi við Netflix um framleiðslu á grínmynd með söngleikjaívafi sem fjallar um Eurovision. 18. júní 2018 19:49
Júrógarðurinn: Þurfti að mana sig upp í að tala við Will Ferrell Það er komið að úrslitastundu í Eurovision en lokakvöldið fer fram annað kvöld í Altice-höllinni í Lissabon. 11. maí 2018 15:45