Nýr kærasti Noregsprinsessu segir foreldra hennar elska sig Birgir Olgeirsson skrifar 14. maí 2019 08:26 Ein af myndunum sem Marta Noregsprinsessa deildi af sér og nýja kærastanum, Durek Verrett. Instagram Bandaríkjamaðurinn Durek Verrett, sem er nýr kærasti Mörtu Noregsprinsessu, stofnaði til beinnar útsendingar á Instagram í gær þar sem hann fór nánar út í það hversu mikið hann elskar Mörtu Louise og fjölskyldu hennar. Greint var frá þessu á vef norska dagblaðsins Verdens Gang í gær. „Foreldrar Mörtu elska mig og ég elska þau. Þau eru svo góðar sálir. Um það snýst þetta allt sama, góðar sálir,“ sagði Durek meðal annars. Í þessari beinu útsendingu talaði Durek einnig um tíðahvörf kvenna og taldi nauðsynlegt að hlusta betur á konur sem ganga í gegnum slíkt. Sjá einnig: Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Sonja drottning og Haraldur Noregskonungur, foreldra Mörtu Noregsprinsessu.Vísir/EPA Durek segist afar hamingjusamur að hafa kynnst Mörtu. „Svo ekki sé minnst á að hún er valdamikil kona og allir vita að mér er umhugað um valdeflingu kvenna. Það er ekkert betra en að vera með ákveðna konu þér við hlið. Og þegar maður gerir mistök, sem ég geri, þá get ég farið til hennar og grátið í örmum hennar eins og lítið barn. Það er stórkostlegt fyrir karlmann.“ Hann bendir á að að hann eigi ættingja úr móðurætt í Fredrikstad og Oslo og að honum og Mörtu finnist eins og forfeður þeirra hafi leitt þau saman. Durek er sjálftitlaður heilari en hann hefur sagt að hann hafi erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni. Hann var staddur hér á landi þar sem hann tók þátt í pallborðsumræðu um hæfileika sína þar sem hann vék sér fimlega undan spurningum fulltrúa Vantrúar sem efaðist um lækningamátt hans. Vaknaði aftur til lífs Hann er fjörutíu og fjögurra ára í dag en þegar hann var 28 ára gamall var hann að eigin sögn greindur með ólæknandi nýrnasjúkdóm. „Ég vissi að ég myndi deyja,“ sagði Durek árið 2016. Norska dagblaðið Verdens Gang rifjar þetta upp en þar segir að sjúkdómssaga Dureks hafi verið sögð á hópfjármögnunarsíðunni Indiegogo. Þar var safnað fyrir aðgerð sem Durek átti að gangast undir. Var hann sagður þurfa á nýju nýra að halda. „Fyrir sjö árum var Durek Verrett greindur með ólæknandi nýrnabilun. Hjarta hans hætti að slá. Einn læknir hafði úrskurðað hann látinn, en annar neitaði að gefast upp og reyndi endurlífgun. Hún tókst en Durek var haldið sofandi í nokkra mánuði,“ segir í færslunni. Durek Verrett og Marta prinsessa.Instagram Durek gekkst síðar meir undir aðgerðina og fékk annað nýra frá systur sinni Angelinu. Tengdaforeldrarnir tjá sig ekki Í viðtali við YouTube-rásina Mindbodygreen fór Durek yfir þessa lífsreynslu sína, að deyja en vakna aftur til lífs. Hann sagði þetta hafa verið einskonar andlega endurreisn og þannig hafi hann fengið krafta sína. VG hefur sett sig í samband við fjölmiðlafulltrúa norsku konungsfjölskyldunnar en þaðan fást þau svör að fjölskyldan tjái sig ekki að svo stöddu. Durek og Marta munu ferðast um Noreg í næstu viku til að opinbera ást sína fyrir þjóðinni. Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Durek Verrett, sem er nýr kærasti Mörtu Noregsprinsessu, stofnaði til beinnar útsendingar á Instagram í gær þar sem hann fór nánar út í það hversu mikið hann elskar Mörtu Louise og fjölskyldu hennar. Greint var frá þessu á vef norska dagblaðsins Verdens Gang í gær. „Foreldrar Mörtu elska mig og ég elska þau. Þau eru svo góðar sálir. Um það snýst þetta allt sama, góðar sálir,“ sagði Durek meðal annars. Í þessari beinu útsendingu talaði Durek einnig um tíðahvörf kvenna og taldi nauðsynlegt að hlusta betur á konur sem ganga í gegnum slíkt. Sjá einnig: Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Sonja drottning og Haraldur Noregskonungur, foreldra Mörtu Noregsprinsessu.Vísir/EPA Durek segist afar hamingjusamur að hafa kynnst Mörtu. „Svo ekki sé minnst á að hún er valdamikil kona og allir vita að mér er umhugað um valdeflingu kvenna. Það er ekkert betra en að vera með ákveðna konu þér við hlið. Og þegar maður gerir mistök, sem ég geri, þá get ég farið til hennar og grátið í örmum hennar eins og lítið barn. Það er stórkostlegt fyrir karlmann.“ Hann bendir á að að hann eigi ættingja úr móðurætt í Fredrikstad og Oslo og að honum og Mörtu finnist eins og forfeður þeirra hafi leitt þau saman. Durek er sjálftitlaður heilari en hann hefur sagt að hann hafi erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni. Hann var staddur hér á landi þar sem hann tók þátt í pallborðsumræðu um hæfileika sína þar sem hann vék sér fimlega undan spurningum fulltrúa Vantrúar sem efaðist um lækningamátt hans. Vaknaði aftur til lífs Hann er fjörutíu og fjögurra ára í dag en þegar hann var 28 ára gamall var hann að eigin sögn greindur með ólæknandi nýrnasjúkdóm. „Ég vissi að ég myndi deyja,“ sagði Durek árið 2016. Norska dagblaðið Verdens Gang rifjar þetta upp en þar segir að sjúkdómssaga Dureks hafi verið sögð á hópfjármögnunarsíðunni Indiegogo. Þar var safnað fyrir aðgerð sem Durek átti að gangast undir. Var hann sagður þurfa á nýju nýra að halda. „Fyrir sjö árum var Durek Verrett greindur með ólæknandi nýrnabilun. Hjarta hans hætti að slá. Einn læknir hafði úrskurðað hann látinn, en annar neitaði að gefast upp og reyndi endurlífgun. Hún tókst en Durek var haldið sofandi í nokkra mánuði,“ segir í færslunni. Durek Verrett og Marta prinsessa.Instagram Durek gekkst síðar meir undir aðgerðina og fékk annað nýra frá systur sinni Angelinu. Tengdaforeldrarnir tjá sig ekki Í viðtali við YouTube-rásina Mindbodygreen fór Durek yfir þessa lífsreynslu sína, að deyja en vakna aftur til lífs. Hann sagði þetta hafa verið einskonar andlega endurreisn og þannig hafi hann fengið krafta sína. VG hefur sett sig í samband við fjölmiðlafulltrúa norsku konungsfjölskyldunnar en þaðan fást þau svör að fjölskyldan tjái sig ekki að svo stöddu. Durek og Marta munu ferðast um Noreg í næstu viku til að opinbera ást sína fyrir þjóðinni.
Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14
Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49