Nýr kærasti Noregsprinsessu segir foreldra hennar elska sig Birgir Olgeirsson skrifar 14. maí 2019 08:26 Ein af myndunum sem Marta Noregsprinsessa deildi af sér og nýja kærastanum, Durek Verrett. Instagram Bandaríkjamaðurinn Durek Verrett, sem er nýr kærasti Mörtu Noregsprinsessu, stofnaði til beinnar útsendingar á Instagram í gær þar sem hann fór nánar út í það hversu mikið hann elskar Mörtu Louise og fjölskyldu hennar. Greint var frá þessu á vef norska dagblaðsins Verdens Gang í gær. „Foreldrar Mörtu elska mig og ég elska þau. Þau eru svo góðar sálir. Um það snýst þetta allt sama, góðar sálir,“ sagði Durek meðal annars. Í þessari beinu útsendingu talaði Durek einnig um tíðahvörf kvenna og taldi nauðsynlegt að hlusta betur á konur sem ganga í gegnum slíkt. Sjá einnig: Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Sonja drottning og Haraldur Noregskonungur, foreldra Mörtu Noregsprinsessu.Vísir/EPA Durek segist afar hamingjusamur að hafa kynnst Mörtu. „Svo ekki sé minnst á að hún er valdamikil kona og allir vita að mér er umhugað um valdeflingu kvenna. Það er ekkert betra en að vera með ákveðna konu þér við hlið. Og þegar maður gerir mistök, sem ég geri, þá get ég farið til hennar og grátið í örmum hennar eins og lítið barn. Það er stórkostlegt fyrir karlmann.“ Hann bendir á að að hann eigi ættingja úr móðurætt í Fredrikstad og Oslo og að honum og Mörtu finnist eins og forfeður þeirra hafi leitt þau saman. Durek er sjálftitlaður heilari en hann hefur sagt að hann hafi erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni. Hann var staddur hér á landi þar sem hann tók þátt í pallborðsumræðu um hæfileika sína þar sem hann vék sér fimlega undan spurningum fulltrúa Vantrúar sem efaðist um lækningamátt hans. Vaknaði aftur til lífs Hann er fjörutíu og fjögurra ára í dag en þegar hann var 28 ára gamall var hann að eigin sögn greindur með ólæknandi nýrnasjúkdóm. „Ég vissi að ég myndi deyja,“ sagði Durek árið 2016. Norska dagblaðið Verdens Gang rifjar þetta upp en þar segir að sjúkdómssaga Dureks hafi verið sögð á hópfjármögnunarsíðunni Indiegogo. Þar var safnað fyrir aðgerð sem Durek átti að gangast undir. Var hann sagður þurfa á nýju nýra að halda. „Fyrir sjö árum var Durek Verrett greindur með ólæknandi nýrnabilun. Hjarta hans hætti að slá. Einn læknir hafði úrskurðað hann látinn, en annar neitaði að gefast upp og reyndi endurlífgun. Hún tókst en Durek var haldið sofandi í nokkra mánuði,“ segir í færslunni. Durek Verrett og Marta prinsessa.Instagram Durek gekkst síðar meir undir aðgerðina og fékk annað nýra frá systur sinni Angelinu. Tengdaforeldrarnir tjá sig ekki Í viðtali við YouTube-rásina Mindbodygreen fór Durek yfir þessa lífsreynslu sína, að deyja en vakna aftur til lífs. Hann sagði þetta hafa verið einskonar andlega endurreisn og þannig hafi hann fengið krafta sína. VG hefur sett sig í samband við fjölmiðlafulltrúa norsku konungsfjölskyldunnar en þaðan fást þau svör að fjölskyldan tjái sig ekki að svo stöddu. Durek og Marta munu ferðast um Noreg í næstu viku til að opinbera ást sína fyrir þjóðinni. Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Durek Verrett, sem er nýr kærasti Mörtu Noregsprinsessu, stofnaði til beinnar útsendingar á Instagram í gær þar sem hann fór nánar út í það hversu mikið hann elskar Mörtu Louise og fjölskyldu hennar. Greint var frá þessu á vef norska dagblaðsins Verdens Gang í gær. „Foreldrar Mörtu elska mig og ég elska þau. Þau eru svo góðar sálir. Um það snýst þetta allt sama, góðar sálir,“ sagði Durek meðal annars. Í þessari beinu útsendingu talaði Durek einnig um tíðahvörf kvenna og taldi nauðsynlegt að hlusta betur á konur sem ganga í gegnum slíkt. Sjá einnig: Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Sonja drottning og Haraldur Noregskonungur, foreldra Mörtu Noregsprinsessu.Vísir/EPA Durek segist afar hamingjusamur að hafa kynnst Mörtu. „Svo ekki sé minnst á að hún er valdamikil kona og allir vita að mér er umhugað um valdeflingu kvenna. Það er ekkert betra en að vera með ákveðna konu þér við hlið. Og þegar maður gerir mistök, sem ég geri, þá get ég farið til hennar og grátið í örmum hennar eins og lítið barn. Það er stórkostlegt fyrir karlmann.“ Hann bendir á að að hann eigi ættingja úr móðurætt í Fredrikstad og Oslo og að honum og Mörtu finnist eins og forfeður þeirra hafi leitt þau saman. Durek er sjálftitlaður heilari en hann hefur sagt að hann hafi erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni. Hann var staddur hér á landi þar sem hann tók þátt í pallborðsumræðu um hæfileika sína þar sem hann vék sér fimlega undan spurningum fulltrúa Vantrúar sem efaðist um lækningamátt hans. Vaknaði aftur til lífs Hann er fjörutíu og fjögurra ára í dag en þegar hann var 28 ára gamall var hann að eigin sögn greindur með ólæknandi nýrnasjúkdóm. „Ég vissi að ég myndi deyja,“ sagði Durek árið 2016. Norska dagblaðið Verdens Gang rifjar þetta upp en þar segir að sjúkdómssaga Dureks hafi verið sögð á hópfjármögnunarsíðunni Indiegogo. Þar var safnað fyrir aðgerð sem Durek átti að gangast undir. Var hann sagður þurfa á nýju nýra að halda. „Fyrir sjö árum var Durek Verrett greindur með ólæknandi nýrnabilun. Hjarta hans hætti að slá. Einn læknir hafði úrskurðað hann látinn, en annar neitaði að gefast upp og reyndi endurlífgun. Hún tókst en Durek var haldið sofandi í nokkra mánuði,“ segir í færslunni. Durek Verrett og Marta prinsessa.Instagram Durek gekkst síðar meir undir aðgerðina og fékk annað nýra frá systur sinni Angelinu. Tengdaforeldrarnir tjá sig ekki Í viðtali við YouTube-rásina Mindbodygreen fór Durek yfir þessa lífsreynslu sína, að deyja en vakna aftur til lífs. Hann sagði þetta hafa verið einskonar andlega endurreisn og þannig hafi hann fengið krafta sína. VG hefur sett sig í samband við fjölmiðlafulltrúa norsku konungsfjölskyldunnar en þaðan fást þau svör að fjölskyldan tjái sig ekki að svo stöddu. Durek og Marta munu ferðast um Noreg í næstu viku til að opinbera ást sína fyrir þjóðinni.
Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14
Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49