Í þáttunum tekur stjórnandinn, Jeremy Kyle, á móti gestum sem oftar en ekki eiga í einhvers konar deilum sín á milli. Á vefsíðu þáttarins er auglýst eftir þátttakendum sem vilji ræða ýmis konar vandamál á borð við forræðisdeilur, sambandsslit og fíknisjúkdóma svo dæmi séu tekin.
Þátturinn snýst svo um það að Kyle reynir að miðla málum. Þátturinn er á meðal vinsælustu þátta ITV-sjónvarpstöðvarinnar og er þekktur fyrir að oftar en ekki sjóði upp úr á milli þátttakenda.
Í yfirlýsingu frá ITV segir að þátturinn hafi verið tekinn af dagskrá tímabundið, auk þess sem að ekki verði teknir upp fleiri þættir, á meðan dauðsfall þátttakandans í þættinum er rannsakað. Lést hann um viku eftir að þátturinn sem hann tók þátt í var tekinn upp.
Hér að neðan má sjá brot úr eldri þætti.