Nálgast sitt fyrra form Hjörvar Ólafsson skrifar 13. maí 2019 16:15 Dagný í leik með landsliðinu. vísir/getty Dagný Brynjarsdóttir gekk á nýjan leik til liðs við bandaríska knattspyrnuliðið Portland Thorns í byrjun febrúar síðastliðins. Dagný hafði ekkert spilað í tæpt eitt og hálft ár þegar hún hélt til Bandaríkjanna en hún hafði glímt við meiðsli og þar á eftir eignast barn. Það var því langþráð endurkoma þegar hún kom inn á sem varamaður í fyrstu umferð bandarísku NWSL-deildinni. Eftir það lék hún tvo leiki þar sem hún kom annars vegar inn á sem varamaður og var hins vegar skipt af velli eftir að hafa hafið leikinn. Leikurinn um helgina er sá fyrsti sem hún spilar frá upphafi til enda en hún skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri gegn Orlando Pride. Portland Thorns er eftir þennan sigur í fjórða sæti deildarinnar með átta stig eftir fjóra leiki en fjögur efstu lið deildarkeppninnar fara í úrslitakeppni eftir að deildarkeppninni lýkur. Síðast þegar Dagný spilaði með Portland Thorns varð liðið bandarískur meistari, árið 2017, en það var fyrsti meistaratitill Dagnýjar sem atvinnumanns í Bandaríkjunum. Hún varð áður háskólameistari með Florida State háskólanum árið 2015. „Það er algjörlega frábær tilfinning að vera komin í það gott líkamlegt form að geta spilað heilan leik og það er líka geggjað að vera búin að skora mitt fyrsta mark í mjög langan tíma. Ég myndi segja að ég væri komin í svona 85% form og það vantar mjög lítið upp á til þess að ég verði komin í mitt besta form,“ segir Dagný um leikinn um helgina. „Minn helsti styrkur sem íþróttamanns var líkamlegur styrkur og úthald og það er því mikilvægt fyrir mig að komast aftur á þann stað að geta hlaupið fram og til baka allan leikinn og látið til mín taka í návígjum. Þessa stundina þarf ég svolítið að velja hlaupin og vera klók og ég hlakka til að komast í mitt besta form á næstunni. Ég hef svo sem ekki sett mér neinn tímaramma í þeim efnum en ég finn verulegan mun á mér á svona tveggja vikna fresti. Mér finnst líklegt að ég verði komin í mitt besta form í landsleikjaglugganum í byrjun júní,“ segir landsliðssóknartengiliðurinn enn fremur. „Við erum klárlega með lið sem getur farið alla leið og unnið titilinn eins og síðast þegar ég var hérna. Við erum reyndar með þó nokkuð marga landsliðsmenn sem verða í burtu á meðan á heimsmeistaramótinu stendur í sumar og það mun reyna verulega á okkur á þeim tímapunkti. Við erum með flesta landsliðsmenn að ég held þannig að þetta bitnar mest á okkur en ég held að við séum með nógu mikla breidd til þess að takast á við það,“ segir hún um framhaldið hjá Portland Thorns. „Ég er svo mjög spennt fyrir því að koma til móts við landsliðið í byrjun júní og spila æfingaleikina þar. Það var mjög gott fyrir mig að fá nokkrar mínútur í leikjunum í Algarve og kynnast Jóni Þóri. Ég er mjög spennt fyrir því að vinna með honum og hefja undankeppnina næsta haust. Ég held að það sé mjög hollt fyrir liðið og þá kannski sérstaklega fyrir mig að fá nýtt blóð í brúna. Freyr [Alexandersson] hefði pottþétt náð áfram góðum árangri með liðið, það er ekki það. Hann er hins vegar einn af þremur íslensku meistaraflokksþjálfurunum sem hafa þjálfað mig og mér finnst spennandi að fá nýjar áherslur og aðra rödd,“ segir hún um komandi verkefni með landsliðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti NWSL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir gekk á nýjan leik til liðs við bandaríska knattspyrnuliðið Portland Thorns í byrjun febrúar síðastliðins. Dagný hafði ekkert spilað í tæpt eitt og hálft ár þegar hún hélt til Bandaríkjanna en hún hafði glímt við meiðsli og þar á eftir eignast barn. Það var því langþráð endurkoma þegar hún kom inn á sem varamaður í fyrstu umferð bandarísku NWSL-deildinni. Eftir það lék hún tvo leiki þar sem hún kom annars vegar inn á sem varamaður og var hins vegar skipt af velli eftir að hafa hafið leikinn. Leikurinn um helgina er sá fyrsti sem hún spilar frá upphafi til enda en hún skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri gegn Orlando Pride. Portland Thorns er eftir þennan sigur í fjórða sæti deildarinnar með átta stig eftir fjóra leiki en fjögur efstu lið deildarkeppninnar fara í úrslitakeppni eftir að deildarkeppninni lýkur. Síðast þegar Dagný spilaði með Portland Thorns varð liðið bandarískur meistari, árið 2017, en það var fyrsti meistaratitill Dagnýjar sem atvinnumanns í Bandaríkjunum. Hún varð áður háskólameistari með Florida State háskólanum árið 2015. „Það er algjörlega frábær tilfinning að vera komin í það gott líkamlegt form að geta spilað heilan leik og það er líka geggjað að vera búin að skora mitt fyrsta mark í mjög langan tíma. Ég myndi segja að ég væri komin í svona 85% form og það vantar mjög lítið upp á til þess að ég verði komin í mitt besta form,“ segir Dagný um leikinn um helgina. „Minn helsti styrkur sem íþróttamanns var líkamlegur styrkur og úthald og það er því mikilvægt fyrir mig að komast aftur á þann stað að geta hlaupið fram og til baka allan leikinn og látið til mín taka í návígjum. Þessa stundina þarf ég svolítið að velja hlaupin og vera klók og ég hlakka til að komast í mitt besta form á næstunni. Ég hef svo sem ekki sett mér neinn tímaramma í þeim efnum en ég finn verulegan mun á mér á svona tveggja vikna fresti. Mér finnst líklegt að ég verði komin í mitt besta form í landsleikjaglugganum í byrjun júní,“ segir landsliðssóknartengiliðurinn enn fremur. „Við erum klárlega með lið sem getur farið alla leið og unnið titilinn eins og síðast þegar ég var hérna. Við erum reyndar með þó nokkuð marga landsliðsmenn sem verða í burtu á meðan á heimsmeistaramótinu stendur í sumar og það mun reyna verulega á okkur á þeim tímapunkti. Við erum með flesta landsliðsmenn að ég held þannig að þetta bitnar mest á okkur en ég held að við séum með nógu mikla breidd til þess að takast á við það,“ segir hún um framhaldið hjá Portland Thorns. „Ég er svo mjög spennt fyrir því að koma til móts við landsliðið í byrjun júní og spila æfingaleikina þar. Það var mjög gott fyrir mig að fá nokkrar mínútur í leikjunum í Algarve og kynnast Jóni Þóri. Ég er mjög spennt fyrir því að vinna með honum og hefja undankeppnina næsta haust. Ég held að það sé mjög hollt fyrir liðið og þá kannski sérstaklega fyrir mig að fá nýtt blóð í brúna. Freyr [Alexandersson] hefði pottþétt náð áfram góðum árangri með liðið, það er ekki það. Hann er hins vegar einn af þremur íslensku meistaraflokksþjálfurunum sem hafa þjálfað mig og mér finnst spennandi að fá nýjar áherslur og aðra rödd,“ segir hún um komandi verkefni með landsliðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti NWSL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Sjá meira