Körfubolti

Friðrik Ingi tekur við Þór

Dagur Lárusson skrifar
Frá undirskriftinni í dag.
Frá undirskriftinni í dag. Mynd/hafnarfréttir
Friðrik Ingi Rúnarsson er nýr þjálfari meistaraflokks Þórs í körfubolta en í dag skrifaði hann undir þriggja ára samning við félagið.

 

Friðrik kemur með mikla reynslu með sér til Þórs en eins og flestir aðdáendur körfuboltans hér heima vita þá hefur hann stýrt liðum á borð við Njarðvík, KR, Grindavík og Keflavík og hefur hann lyft Íslandsmeistaratitlinum þrisvar sinnum.

 

Friðik Ingi hefur einnig þjálfað yngri landslið Íslands sem og A-landsliðið en nú mun hann stýra liði Þórs næstu þrjú árin.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×