Of mörgum stöðvum mætt með álagningu Ari Brynjólfsson skrifar 11. maí 2019 08:00 Bensínstöð N1 í Stóragerði verður líklega lokað á næstu árum eftir hálfrar aldar rekstur. Fréttablaðið/Anton Brink „Það eru 46 bensínstöðvar í Reykjavík og ég held að það mótmæli því enginn að þær eru allt of margar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þegar við bætist að borgin vill þróast hratt frá notkun jarðefnaeldsneytis vegna loftslagsmála liggur beint við að finna leiðir til að fækka bensínstöðvum. Það höfum við nú gert með því að móta samningsmarkmið og aðferðafræði til að hvetja til umbreytingar bensínstöðvalóða þannig að í staðinn komi íbúðir, hverfisverslanir eða önnur þjónusta.“ Sextán stöðvar eru í hæsta forgangi borgarinnar um lokun, er þá helst um að ræða bensínstöðvar í íbúahverfum. Þar á meðal eru bensínstöðvar við Stóragerði, Ægisíðu, Hringbraut og Skógarsel. „Borgin mun nú skipa samninganefnd sem mun setjast niður með olíufélögunum til að ná utan um næstu skref eins og hratt og markvisst og kostur er,“ segir Dagur. Már Erlingsson, aðstoðarforstjóri Skeljungs, segir áform borgarinnar ekki koma á óvart enda hafi stjórnendur Skeljungs átt fleiri en einn fund með borgaryfirvöldum um þetta mál. „Það hefur lengi legið fyrir að fjöldi bensínstöðva sé of mikill í Reykjavík, um það er ekki deilt,“ segir Már. Hefst nú vinna við að kynna sér þá hvata sem búið er að skilgreina fyrir olíufélögin til þess að flýta fyrir fækkun bensínstöðva. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, er jákvæður í garð tillagnanna. „Ég tel þetta jákvæða og eðlilega þróun. Við höfum bent á það á liðnum árum að það er allt of mikið framboð á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu sem kemur þá niður á verði til neytenda. Menn hafa ekki séð hag í því að skera niður því þeir hafi getað mætt því með aukinni álagningu,“ segir Runólfur. „Við höfum talsvert fleiri bensínstöðvar á hvern íbúa en í samanburðarlöndunum. Í fimm kílómetra radíus frá Landspítalanum eru 28 bensínstöðvar.“ Runólfur segir ástæðu fjöldans ekki vera þá að borgarbúar eigi að jafnaði fleiri bíla en íbúar borga í samanburðarlöndunum. „Það er ekki skortur á þjónustustöðvum hér nema síður sé. Þeim fjölgaði á ákveðnu árabili umfram þróun íbúafjölda. Við sjáum það bara þegar við keyrum fram hjá mörgum bensínstöðvum að það er sáralítið um að vera við dælurnar.“ Skipulagsfulltrúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem Fréttablaðið náði tali af í gær sögðu engin áform uppi um að fara í sambærilegar aðgerðir og Reykjavíkurborg. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir það blasa við að bensínstöðvum komi til með að fækka eftir því sem rafbílaflotinn stækkar. „Mín skoðun er sú að fækkun bensínstöðva verði að gerast í samráði við eigendur þeirra og það blasir við að þeim muni fækka í framtíðinni eftir því sem rafvæðingu bílaflotans miðar áfram. Ég er hlynntari því að það gerist þannig í stað þess að sveitarfélagið setji einhverjar kvaðir þar að lútandi,“ segir Rósa. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tengdar fréttir Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fleiri fréttir Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Sjá meira
„Það eru 46 bensínstöðvar í Reykjavík og ég held að það mótmæli því enginn að þær eru allt of margar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þegar við bætist að borgin vill þróast hratt frá notkun jarðefnaeldsneytis vegna loftslagsmála liggur beint við að finna leiðir til að fækka bensínstöðvum. Það höfum við nú gert með því að móta samningsmarkmið og aðferðafræði til að hvetja til umbreytingar bensínstöðvalóða þannig að í staðinn komi íbúðir, hverfisverslanir eða önnur þjónusta.“ Sextán stöðvar eru í hæsta forgangi borgarinnar um lokun, er þá helst um að ræða bensínstöðvar í íbúahverfum. Þar á meðal eru bensínstöðvar við Stóragerði, Ægisíðu, Hringbraut og Skógarsel. „Borgin mun nú skipa samninganefnd sem mun setjast niður með olíufélögunum til að ná utan um næstu skref eins og hratt og markvisst og kostur er,“ segir Dagur. Már Erlingsson, aðstoðarforstjóri Skeljungs, segir áform borgarinnar ekki koma á óvart enda hafi stjórnendur Skeljungs átt fleiri en einn fund með borgaryfirvöldum um þetta mál. „Það hefur lengi legið fyrir að fjöldi bensínstöðva sé of mikill í Reykjavík, um það er ekki deilt,“ segir Már. Hefst nú vinna við að kynna sér þá hvata sem búið er að skilgreina fyrir olíufélögin til þess að flýta fyrir fækkun bensínstöðva. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, er jákvæður í garð tillagnanna. „Ég tel þetta jákvæða og eðlilega þróun. Við höfum bent á það á liðnum árum að það er allt of mikið framboð á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu sem kemur þá niður á verði til neytenda. Menn hafa ekki séð hag í því að skera niður því þeir hafi getað mætt því með aukinni álagningu,“ segir Runólfur. „Við höfum talsvert fleiri bensínstöðvar á hvern íbúa en í samanburðarlöndunum. Í fimm kílómetra radíus frá Landspítalanum eru 28 bensínstöðvar.“ Runólfur segir ástæðu fjöldans ekki vera þá að borgarbúar eigi að jafnaði fleiri bíla en íbúar borga í samanburðarlöndunum. „Það er ekki skortur á þjónustustöðvum hér nema síður sé. Þeim fjölgaði á ákveðnu árabili umfram þróun íbúafjölda. Við sjáum það bara þegar við keyrum fram hjá mörgum bensínstöðvum að það er sáralítið um að vera við dælurnar.“ Skipulagsfulltrúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem Fréttablaðið náði tali af í gær sögðu engin áform uppi um að fara í sambærilegar aðgerðir og Reykjavíkurborg. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir það blasa við að bensínstöðvum komi til með að fækka eftir því sem rafbílaflotinn stækkar. „Mín skoðun er sú að fækkun bensínstöðva verði að gerast í samráði við eigendur þeirra og það blasir við að þeim muni fækka í framtíðinni eftir því sem rafvæðingu bílaflotans miðar áfram. Ég er hlynntari því að það gerist þannig í stað þess að sveitarfélagið setji einhverjar kvaðir þar að lútandi,“ segir Rósa.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tengdar fréttir Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fleiri fréttir Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Sjá meira
Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36
Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent