Leggja fram tillögu að nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá: Auðlindir náttúru landsins tilheyri íslensku þjóðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. maí 2019 19:24 Auðlindir náttúru landsins tilheyra íslensku þjóðinni samkvæmt tillögu að breytingu á stjórnarskrá landsins. Einnig er lagt til að enginn geti fengið varanleg afnot af auðlindunum og gjald skuli tekið af nýtingu í ábataskyni. FBL/stefan Auðlindir náttúru landsins tilheyra íslensku þjóðinni samkvæmt tillögu að breytingu á stjórnarskrá landsins. Einnig er lagt til að enginn geti fengið varanleg afnot af auðlindunum og gjald skuli tekið af nýtingu í ábataskyni. Þetta kom fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands. Þar segir að á fundi formanna stjórmálaflokkanna sem nú eiga sæti á Alþingi fyrr í dag hafi verið ákveðið að afgreiða tvö frumvörp um breytingar á stjórnarskrá landsins til samráðs við almenning á samráðsgátt stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þverpólitísk sátt ríki vegna málsins en hún tekur þó fram að málið sé auðvitað ekki endanlegt. Annars vegar er um að ræða drög að stjórnarskrárákvæði um auðlindir landsins og hins vegar drög að stjórnarskrárákvæði um umhverfisvernd.Á fundi formannanna í dag var eftirfarandi fært til bókar: „Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa átt fundi frá upphafi árs 2018 um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þar hafa ýmis ákvæði komið til skoðunar. Vinna við þessi tvö frumvörp sem hér eru birt til samráðs er nú komin það langt áleiðis að rétt er að leita álits og athugasemda frá almenningi um efni þeirra í samráðsgátt stjórnvalda.“ Katrín sagði í viðtali hjá RÚV að auðlindaákvæðið og umhverfisákvæðið séu bæði ákvæði sem lengi hafi verið til umræðu í samfélaginu. Það hafi verið þess vegna sem stjórnvöld hafi ákveðið að setja þau í forgang.Tillögurnar tvær hafa verið birtar í samráðsgátt stjórnvalda. Tillaga að nýju auðlindaákvæði er eftirfarandi: „Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Nýting auðlinda skal grundvallast á sjálfbærri þróun. Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign. Enginn getur fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Handhafar löggjafarvalds og framkvæmdarvalds fara með forræði og ráðstöfunarrétt þeirra í umboði þjóðarinnar. Veiting heimilda til nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum sem eru í þjóðareign eða í eigu íslenska ríkisins skal grundvallast á lögum og gæta skal jafnræðis og gagnsæis. Með lögum skal kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni.“ Alþingi Stjórnarskrá Umhverfismál Tengdar fréttir Ný stjórnarskrá nýtur stuðnings Stuðningur við nýja stjórnarskrá er mestur meðal elsta aldurshópsin. 11. desember 2018 07:30 Lögfræðinganefndin breytti eignarréttar- og auðlindaákvæðunum Sérfræðinganefnd gerði efnisbreytingar á tillögum stjórnlagaráðs. 28. nóvember 2012 18:09 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Auðlindir náttúru landsins tilheyra íslensku þjóðinni samkvæmt tillögu að breytingu á stjórnarskrá landsins. Einnig er lagt til að enginn geti fengið varanleg afnot af auðlindunum og gjald skuli tekið af nýtingu í ábataskyni. Þetta kom fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands. Þar segir að á fundi formanna stjórmálaflokkanna sem nú eiga sæti á Alþingi fyrr í dag hafi verið ákveðið að afgreiða tvö frumvörp um breytingar á stjórnarskrá landsins til samráðs við almenning á samráðsgátt stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þverpólitísk sátt ríki vegna málsins en hún tekur þó fram að málið sé auðvitað ekki endanlegt. Annars vegar er um að ræða drög að stjórnarskrárákvæði um auðlindir landsins og hins vegar drög að stjórnarskrárákvæði um umhverfisvernd.Á fundi formannanna í dag var eftirfarandi fært til bókar: „Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa átt fundi frá upphafi árs 2018 um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þar hafa ýmis ákvæði komið til skoðunar. Vinna við þessi tvö frumvörp sem hér eru birt til samráðs er nú komin það langt áleiðis að rétt er að leita álits og athugasemda frá almenningi um efni þeirra í samráðsgátt stjórnvalda.“ Katrín sagði í viðtali hjá RÚV að auðlindaákvæðið og umhverfisákvæðið séu bæði ákvæði sem lengi hafi verið til umræðu í samfélaginu. Það hafi verið þess vegna sem stjórnvöld hafi ákveðið að setja þau í forgang.Tillögurnar tvær hafa verið birtar í samráðsgátt stjórnvalda. Tillaga að nýju auðlindaákvæði er eftirfarandi: „Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Nýting auðlinda skal grundvallast á sjálfbærri þróun. Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign. Enginn getur fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Handhafar löggjafarvalds og framkvæmdarvalds fara með forræði og ráðstöfunarrétt þeirra í umboði þjóðarinnar. Veiting heimilda til nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum sem eru í þjóðareign eða í eigu íslenska ríkisins skal grundvallast á lögum og gæta skal jafnræðis og gagnsæis. Með lögum skal kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni.“
Alþingi Stjórnarskrá Umhverfismál Tengdar fréttir Ný stjórnarskrá nýtur stuðnings Stuðningur við nýja stjórnarskrá er mestur meðal elsta aldurshópsin. 11. desember 2018 07:30 Lögfræðinganefndin breytti eignarréttar- og auðlindaákvæðunum Sérfræðinganefnd gerði efnisbreytingar á tillögum stjórnlagaráðs. 28. nóvember 2012 18:09 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Ný stjórnarskrá nýtur stuðnings Stuðningur við nýja stjórnarskrá er mestur meðal elsta aldurshópsin. 11. desember 2018 07:30
Lögfræðinganefndin breytti eignarréttar- og auðlindaákvæðunum Sérfræðinganefnd gerði efnisbreytingar á tillögum stjórnlagaráðs. 28. nóvember 2012 18:09