„Lygilegri sveifla en orð fá lýst“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2019 07:40 Hitakort veðurstofunnar fyrir næstkomandi lítur ansi vel út eftir kuldann síðustu daga. veðurstofa íslands Eins og landsmenn hafa eflaust orðið varir við þá hefur verið ansi kalt síðustu daga á landinu enda norðanáttin ríkjandi. Það ætti þó að hlýna í næstu viku og verða raunar veruleg umskipti í veðrinu þegar hitaskil fara norður yfir land nú á mánudaginn. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um þessi umskipti í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann frá því að vorkuldinn muni ná hámarki á morgun, laugardag, þar sem meira heimskautaloft sé á leiðinni til okkar. Þá sé hægt að tala um raunverulegt hret þar sem verður éljamugga víða norðan og norðaustan til, einnig á láglendi og fram á sunnudagsmorgun. „Á fyrra kortinu af Brunni Veðurstofunnar má sjá töluna 14. Hún er vísir um mesta frostið í 850 hPa þrýstifletinum eða um 1.300 m hæð kl. 6 á laugardagsmorgunn. Spáð er fjögurra til sjö stiga frosti við yfirborð og á láglendi þessu samfara norðan- og austanlands. Blika.is spáir -6 á Egilsstöðum snemma á laugardag. En hvað gerist svo ? Hitaskil ryðjast norður yfir land á mánudag og umskiptin veruleg. Á miðvikudag, 15. maí er á þessum sömu slóðum spáð +10°C þarna við Austurland. Það er hvorki meira né minna en það heitasta sem verður á þessum árstíma? Hlýnar um 24 stig í lofti (850 hPa þrýstifletinum) á ekki lengri tíma en 4 sólarhringum. Þetta er lygilegri sveifla en orð fá lýst. Háþrýstisvæði er spáð yfir eða hér og lítið um ský í landvind eystra. Þegar nýi snjórinn verður að fullu farinn má gera ráð fyrir allt 20 stiga hita þar sem hlýjast verður við þessi skilyrði,“ segir í færslu Einars sem má sjá í heild hér fyrir neðan.Veðurhorfur á landinu:Norðlæg átt, 5-10 m/s. Él N- og A-lands, einkum við sjávarsíðuna, annars skýjað með köflum eða bjartviðri, en skúrir SA-til seinni partinn. Norðvestan 10-15 NA-til á morgun, en annars hægari norðanátt og él á N-verðu landinu, en léttskýjað syðra. Hiti 2 til 9 stig að deginum, mildast syðst, en víða næturfrost, einkum inn til landsins.Á laugardag:Norvestan 10-18 m/s NA-lands, hvassast á annesjum, en annars N-læg átt, 5-13. Él N-til og vægt frost, en léttskýjað og hiti 3 til 8 stig fyrir sunnan.Á sunnudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en vaxandi austanátt og þykknar upp eftir hádegi, 10-18 m/s og fer að rigna S-lands um kvöldið og hlýnar heldur.Á mánudag:Ákveðin sunnan- og suðaustanátt og víða talsverð rigning, en hægari og styttir upp síðdegis. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan.Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:Hlýjar sunnanáttir með lítilsháttar vætu S- og V-lands, en annars þurrt og bjart að mestu. Veður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira
Eins og landsmenn hafa eflaust orðið varir við þá hefur verið ansi kalt síðustu daga á landinu enda norðanáttin ríkjandi. Það ætti þó að hlýna í næstu viku og verða raunar veruleg umskipti í veðrinu þegar hitaskil fara norður yfir land nú á mánudaginn. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um þessi umskipti í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann frá því að vorkuldinn muni ná hámarki á morgun, laugardag, þar sem meira heimskautaloft sé á leiðinni til okkar. Þá sé hægt að tala um raunverulegt hret þar sem verður éljamugga víða norðan og norðaustan til, einnig á láglendi og fram á sunnudagsmorgun. „Á fyrra kortinu af Brunni Veðurstofunnar má sjá töluna 14. Hún er vísir um mesta frostið í 850 hPa þrýstifletinum eða um 1.300 m hæð kl. 6 á laugardagsmorgunn. Spáð er fjögurra til sjö stiga frosti við yfirborð og á láglendi þessu samfara norðan- og austanlands. Blika.is spáir -6 á Egilsstöðum snemma á laugardag. En hvað gerist svo ? Hitaskil ryðjast norður yfir land á mánudag og umskiptin veruleg. Á miðvikudag, 15. maí er á þessum sömu slóðum spáð +10°C þarna við Austurland. Það er hvorki meira né minna en það heitasta sem verður á þessum árstíma? Hlýnar um 24 stig í lofti (850 hPa þrýstifletinum) á ekki lengri tíma en 4 sólarhringum. Þetta er lygilegri sveifla en orð fá lýst. Háþrýstisvæði er spáð yfir eða hér og lítið um ský í landvind eystra. Þegar nýi snjórinn verður að fullu farinn má gera ráð fyrir allt 20 stiga hita þar sem hlýjast verður við þessi skilyrði,“ segir í færslu Einars sem má sjá í heild hér fyrir neðan.Veðurhorfur á landinu:Norðlæg átt, 5-10 m/s. Él N- og A-lands, einkum við sjávarsíðuna, annars skýjað með köflum eða bjartviðri, en skúrir SA-til seinni partinn. Norðvestan 10-15 NA-til á morgun, en annars hægari norðanátt og él á N-verðu landinu, en léttskýjað syðra. Hiti 2 til 9 stig að deginum, mildast syðst, en víða næturfrost, einkum inn til landsins.Á laugardag:Norvestan 10-18 m/s NA-lands, hvassast á annesjum, en annars N-læg átt, 5-13. Él N-til og vægt frost, en léttskýjað og hiti 3 til 8 stig fyrir sunnan.Á sunnudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en vaxandi austanátt og þykknar upp eftir hádegi, 10-18 m/s og fer að rigna S-lands um kvöldið og hlýnar heldur.Á mánudag:Ákveðin sunnan- og suðaustanátt og víða talsverð rigning, en hægari og styttir upp síðdegis. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan.Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:Hlýjar sunnanáttir með lítilsháttar vætu S- og V-lands, en annars þurrt og bjart að mestu.
Veður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira