Hvorki málþóf Miðflokksmanna né klæðaburður Pírata sem veldur vantrausti á Alþingi Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 21:37 Helgi Hrafn Gunnarsson er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði að lítið traust til Alþingis í samfélaginu væri ekki málþófi Miðflokksins að kenna að klæðaburði Pírata. Rótgróin, háheilög íhaldssemi heldur aftur af þróun Alþingis og lýðræðisins sjálfs. „Þessi sjúklega forneskju- og hefðardýrkun sem upphefur hluti sem skipta ekki máli á kostnað þeirra sem gera það,“ sagði Helgi Hrafn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðu Alþingis. Helgi sagðist ekki ætla að ræða þriðja orkupakkann en sagði að í þeirri umræðu kristallast nákvæmlega þessi vandi. „Áhyggjur af þriðja orkupakkanum eru í reynd áhyggjur af eignarhaldi og nýtingarrétti yfir auðlindum, framsali ríkisvalds, samhæfi við stjórnarskrá og rétti þjóðarinnar til að grípa inn í mál sem Alþingi hefur samþykkt. Þetta eru atriði sem hafa verið í deiglunni áratugum saman. Er nema von að fólk vantreysti Alþingi þegar jafn smávægilegt mál og þriðji orkupakkinn er farinn að snúast um stjórnarskrárbreytingar sem Alþingi hefur trassað frá stofnun lýðveldisins?“ spurði Helgi Hrafn. Hann nefndi að samfélagið þróist hratt, fólk skelli upp fjarfundi með símanum sínum með engum fyrirvara og greiðir atkvæði yfir Internetið í félagasamtökum. Íslendingar auðkenni sig í gegnum netið, verslar í gegnum netið, skiptir um lögheimili og nær í menntunarvottorð sín á miðlægu svæði frá yfirvöldum. „En svo nýtir fólk tæknina til að líta á hvað Alþingi sé að gera, og sér þetta. Jú, þetta er fallegur þingsalur og væri afskaplega fallegt safn. En þessi hefðarinnar dýrðarljómi sem fólk sér í honum endurspeglast ekki í því hvernig Alþingi virkar. Raunveruleg virðing fyrir Alþingi krefst þess að Alþingi breytist í takt við tímann, í andstöðu við íhaldssemina sem heldur aftur af því,“ sagði Helgi Hrafn. Hann sagði fortíðina glataða en nútímann góðan. „Og það litla sem við getum sagt með vissu um framtíðina, er að hún kemur. Ég legg til að Alþingi taki á móti henni með opnum hug, brosi á vör og hlýju í hjarta og að lokum legg ég til að fundir fastanefnda Alþingis verði að jafnaði opnir.“ Alþingi Píratar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði að lítið traust til Alþingis í samfélaginu væri ekki málþófi Miðflokksins að kenna að klæðaburði Pírata. Rótgróin, háheilög íhaldssemi heldur aftur af þróun Alþingis og lýðræðisins sjálfs. „Þessi sjúklega forneskju- og hefðardýrkun sem upphefur hluti sem skipta ekki máli á kostnað þeirra sem gera það,“ sagði Helgi Hrafn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðu Alþingis. Helgi sagðist ekki ætla að ræða þriðja orkupakkann en sagði að í þeirri umræðu kristallast nákvæmlega þessi vandi. „Áhyggjur af þriðja orkupakkanum eru í reynd áhyggjur af eignarhaldi og nýtingarrétti yfir auðlindum, framsali ríkisvalds, samhæfi við stjórnarskrá og rétti þjóðarinnar til að grípa inn í mál sem Alþingi hefur samþykkt. Þetta eru atriði sem hafa verið í deiglunni áratugum saman. Er nema von að fólk vantreysti Alþingi þegar jafn smávægilegt mál og þriðji orkupakkinn er farinn að snúast um stjórnarskrárbreytingar sem Alþingi hefur trassað frá stofnun lýðveldisins?“ spurði Helgi Hrafn. Hann nefndi að samfélagið þróist hratt, fólk skelli upp fjarfundi með símanum sínum með engum fyrirvara og greiðir atkvæði yfir Internetið í félagasamtökum. Íslendingar auðkenni sig í gegnum netið, verslar í gegnum netið, skiptir um lögheimili og nær í menntunarvottorð sín á miðlægu svæði frá yfirvöldum. „En svo nýtir fólk tæknina til að líta á hvað Alþingi sé að gera, og sér þetta. Jú, þetta er fallegur þingsalur og væri afskaplega fallegt safn. En þessi hefðarinnar dýrðarljómi sem fólk sér í honum endurspeglast ekki í því hvernig Alþingi virkar. Raunveruleg virðing fyrir Alþingi krefst þess að Alþingi breytist í takt við tímann, í andstöðu við íhaldssemina sem heldur aftur af því,“ sagði Helgi Hrafn. Hann sagði fortíðina glataða en nútímann góðan. „Og það litla sem við getum sagt með vissu um framtíðina, er að hún kemur. Ég legg til að Alþingi taki á móti henni með opnum hug, brosi á vör og hlýju í hjarta og að lokum legg ég til að fundir fastanefnda Alþingis verði að jafnaði opnir.“
Alþingi Píratar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira