Halldóra: Stjórnmálastéttinni ekki treystandi til þess að setja hag þjóðarinnar umfram eigin Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 21:04 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir ástæðuna fyrir því að fólk beri lítið traust til Alþingis vera að stjórnmálastéttin hafi sýnt að henni sé ekki treystandi til að fara með völd. Henni sé ekki treystandi til þess að setja hag þjóðarinnar umfram eigin hag. Þetta sagði Halldóra í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði að stjórnmálamenn hafi ítrekað sýnt það í aðdraganda kosninga hversu tilbúnir þeir séu til að lofa öllu fögru til að halda völdum, en treysti svo á gleymni almennings frekar en efna loforðin. Hún sagði stærsta skrefið í þá átt að endurreisa traust til Alþingis væri líklega það að efna stærsta svikna loforðið. Árið 2012 hafi verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort að hér skyldi taka gildi ný stjórnarskrá byggð á tillögum stjórnlagaráðs. Tveir þriðju kjósenda, yfirgnæfandi meirihluti, hafi lýst því yfir að svo skildi verða.Ofan í skúffu „Nú, um sjö árum seinna, er nýja stjórnarskráin enn ofan í skúffu ríkisstjórnarinnar. Það þótti mikilvægara að mynda þessa margumræddu breiðu ríkisstjórn frá vinstri til hægri en að efna loforðið við þjóðina um nýja stjórnarskrá. Það þótti mikilvægara að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, þrátt fyrir öll þau ótal spillingarmál sem hann hefur komið að á nýliðnum árum og þrátt fyrir andstöðu hans við nýju stjórnarskrána og aðgerðir gegn henni - þá þótti það mikilvægara en að efna loforðið við þjóðina um nýja stjórnarskrá. Skortur á aðgerðum til að auka traust fela í sér gríðarlega hættu. Mikið vantraust til stjórnmála, stjórnmálamanna og lýðræðislegra stofnana getur verið undanfari þess að lýðræðisleg gildi víki fyrir stjórnlyndum þjóðernispopúlisma. Ég hef áhyggjur af þessari þróun. Ég hef sérstaklega áhyggjur af því hvernig við bregðumst við þessari þróun því það hefur verið tilhneiging okkar að reyna að ráðast beint gegn þessum öflum með því að setja tjáningarfrelsinu þrengri skorður, með því að reyna að þagga niður umræðu sem okkur þóknast ekki. En staðreyndin er sú að þöggunin nær sjaldnast markmiði sínu heldur nærir frekar og valdeflir þær raddir sem á að þagga,“ sagði Halldóra.Hlusta á raddir almennings Þingmaðurinn sagði hlutverk þingmanna vera að hlusta á raddir almennings, gefa áhyggjum þeirra gaum, stuðla að upplýstri umræðu og vinna að lausnum með gegnsæum ferlum og með skýrri aðkomu almennings. Undir lok ræðu sinnar beindi þingmaðurinn þeim orðum til þjóðarinnar að segja að „þið eruð stjórnarskrárgjafinn og það [sé ]okkar að framkvæma ykkar vilja við gerð grunnsamfélagssáttmálans okkar. Það er mín von að okkur auðnist að framkvæma þann vilja sem allra fyrst, til þess að við höfum öll betri leikreglur, þing sem þjóð, til þess að leysa úr áskorunum framtíðar saman. Við lítum á það sem verkefni okkar Pírata að framkvæma, með gagnsæi og heiðarleika að leiðarljósi, og það verður það áfram þar til markmiðinu er náð,“ sagði Halldóra. Alþingi Píratar Stjórnarskrá Tengdar fréttir EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. 29. maí 2019 20:45 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir ástæðuna fyrir því að fólk beri lítið traust til Alþingis vera að stjórnmálastéttin hafi sýnt að henni sé ekki treystandi til að fara með völd. Henni sé ekki treystandi til þess að setja hag þjóðarinnar umfram eigin hag. Þetta sagði Halldóra í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði að stjórnmálamenn hafi ítrekað sýnt það í aðdraganda kosninga hversu tilbúnir þeir séu til að lofa öllu fögru til að halda völdum, en treysti svo á gleymni almennings frekar en efna loforðin. Hún sagði stærsta skrefið í þá átt að endurreisa traust til Alþingis væri líklega það að efna stærsta svikna loforðið. Árið 2012 hafi verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort að hér skyldi taka gildi ný stjórnarskrá byggð á tillögum stjórnlagaráðs. Tveir þriðju kjósenda, yfirgnæfandi meirihluti, hafi lýst því yfir að svo skildi verða.Ofan í skúffu „Nú, um sjö árum seinna, er nýja stjórnarskráin enn ofan í skúffu ríkisstjórnarinnar. Það þótti mikilvægara að mynda þessa margumræddu breiðu ríkisstjórn frá vinstri til hægri en að efna loforðið við þjóðina um nýja stjórnarskrá. Það þótti mikilvægara að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, þrátt fyrir öll þau ótal spillingarmál sem hann hefur komið að á nýliðnum árum og þrátt fyrir andstöðu hans við nýju stjórnarskrána og aðgerðir gegn henni - þá þótti það mikilvægara en að efna loforðið við þjóðina um nýja stjórnarskrá. Skortur á aðgerðum til að auka traust fela í sér gríðarlega hættu. Mikið vantraust til stjórnmála, stjórnmálamanna og lýðræðislegra stofnana getur verið undanfari þess að lýðræðisleg gildi víki fyrir stjórnlyndum þjóðernispopúlisma. Ég hef áhyggjur af þessari þróun. Ég hef sérstaklega áhyggjur af því hvernig við bregðumst við þessari þróun því það hefur verið tilhneiging okkar að reyna að ráðast beint gegn þessum öflum með því að setja tjáningarfrelsinu þrengri skorður, með því að reyna að þagga niður umræðu sem okkur þóknast ekki. En staðreyndin er sú að þöggunin nær sjaldnast markmiði sínu heldur nærir frekar og valdeflir þær raddir sem á að þagga,“ sagði Halldóra.Hlusta á raddir almennings Þingmaðurinn sagði hlutverk þingmanna vera að hlusta á raddir almennings, gefa áhyggjum þeirra gaum, stuðla að upplýstri umræðu og vinna að lausnum með gegnsæum ferlum og með skýrri aðkomu almennings. Undir lok ræðu sinnar beindi þingmaðurinn þeim orðum til þjóðarinnar að segja að „þið eruð stjórnarskrárgjafinn og það [sé ]okkar að framkvæma ykkar vilja við gerð grunnsamfélagssáttmálans okkar. Það er mín von að okkur auðnist að framkvæma þann vilja sem allra fyrst, til þess að við höfum öll betri leikreglur, þing sem þjóð, til þess að leysa úr áskorunum framtíðar saman. Við lítum á það sem verkefni okkar Pírata að framkvæma, með gagnsæi og heiðarleika að leiðarljósi, og það verður það áfram þar til markmiðinu er náð,“ sagði Halldóra.
Alþingi Píratar Stjórnarskrá Tengdar fréttir EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. 29. maí 2019 20:45 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. 29. maí 2019 20:45