Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. maí 2019 08:45 Ferðataskan sem annar Íslendinganna var gripinn með. Ástralska lögreglan Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. Mennirnir tveir, Brynjar Smári Guðmundsson og Helgi Heiðar Steinarsson, voru handteknir í nóvember á síðasta ári. Í áströlskum fréttamiðlum voru þeir sagðir hafa verið handteknir með tæplega 6,7 kíló af kókaínu í fórum sínum að virði 2,5 milljóna ástralska dollara, um 220 milljónir króna. Þá kom einnig fram að frekari rannsókn á efnunum myndi ákvarða magn og hreinleika efnisinsÍ frétt The Sydney Morning Herald af dómsmálinu gegn þeim segir hins vegar að Brynjar Smári hafi flutt inn 2,1 kíló af kókaíni og Helgi Heiðar 1,5 kíló af hreinu kókaíni. Alls er virði magnsins sem þeir fluttu inn 2,9 milljónir ástralska dollara, um 250 milljónir króna. Hafa þeir setið í gæsluvarðhaldi í Ástralíu frá því að þeir voru handteknir.Báðir játa þeir sök í málinu en í frétt Herald segir að brot Brynjars varði allt að lífstíðarfangelsi en brot Helga varði allt að 25 ára fangelsi.Lítil tannhjól Dómarinn í málinu sagði ljóst að Íslendingarnir tveir væru aðeins lítil tannhjól í vef alþjóðlegra glæpasamtaka sem í auknum mæli nýttu sér ungt og menntað fólk sem burðardýr. Minni líkur væru á að lögreglumenn og tollverðir grunuðu slíkt fólk um græsku. Þetta væri eitthvað sem dómarinn sæi í æ meira mæli í eigin dómsal. „Oftar en ekki eru viðkomandi komnir af góðum fjölskyldum, þetta eru einstaklingar sem eru í háskóla eða að byrja í háskóla. Þetta sér maður æ oftar,“ sagði dómarinn. Fjölskyldur beggja manna voru viðstaddir fyrirtöku málsins og sögðu lögmenn þeirra að Íslendingarnir tveir skömmuðust sín fyrir að hafa tekið þátt í innflutningnum og að góðar líkur væri á endurhæfingu þeirra í fangelsi.Ákvaðu að flytja efnin inn til að greiða skuldir Lögmaður Brynjars Smára sagði hann hafa samþykkt að flytja inn kókaínið til að greiða 1,7 milljóna króna fíkniefnaskuld. Þá sagði lögfræðingur Helga Heiðars að hann hafi samþykkt að flytja inn kókaínið til að greiða tæplega eina milljón króna í skuld sem komið hafi til vegna fíkniefnanotkunar kærustu hans sem og hans eigin. Sagði lögmaður Helga Heiðars að hann skammaðist sín sérstaklega fyrir að hafa tekið þátt í að flytja efnin til Ástralíu, þar sem hann hafi séð áhrifin sem kókaín hafi haft á kærustu hans. Þá lagði lögmaður Brynjars Smára áherslu á það að hann væri með vinnu í fangelsinu sem hann dvelur í, væri að ljúka stærðfræðiáfanga og hafi hafið nám í upplýsingatækni. Dómsuppkvaðning í málinu fer fram á föstudag. Ástralía Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. Mennirnir tveir, Brynjar Smári Guðmundsson og Helgi Heiðar Steinarsson, voru handteknir í nóvember á síðasta ári. Í áströlskum fréttamiðlum voru þeir sagðir hafa verið handteknir með tæplega 6,7 kíló af kókaínu í fórum sínum að virði 2,5 milljóna ástralska dollara, um 220 milljónir króna. Þá kom einnig fram að frekari rannsókn á efnunum myndi ákvarða magn og hreinleika efnisinsÍ frétt The Sydney Morning Herald af dómsmálinu gegn þeim segir hins vegar að Brynjar Smári hafi flutt inn 2,1 kíló af kókaíni og Helgi Heiðar 1,5 kíló af hreinu kókaíni. Alls er virði magnsins sem þeir fluttu inn 2,9 milljónir ástralska dollara, um 250 milljónir króna. Hafa þeir setið í gæsluvarðhaldi í Ástralíu frá því að þeir voru handteknir.Báðir játa þeir sök í málinu en í frétt Herald segir að brot Brynjars varði allt að lífstíðarfangelsi en brot Helga varði allt að 25 ára fangelsi.Lítil tannhjól Dómarinn í málinu sagði ljóst að Íslendingarnir tveir væru aðeins lítil tannhjól í vef alþjóðlegra glæpasamtaka sem í auknum mæli nýttu sér ungt og menntað fólk sem burðardýr. Minni líkur væru á að lögreglumenn og tollverðir grunuðu slíkt fólk um græsku. Þetta væri eitthvað sem dómarinn sæi í æ meira mæli í eigin dómsal. „Oftar en ekki eru viðkomandi komnir af góðum fjölskyldum, þetta eru einstaklingar sem eru í háskóla eða að byrja í háskóla. Þetta sér maður æ oftar,“ sagði dómarinn. Fjölskyldur beggja manna voru viðstaddir fyrirtöku málsins og sögðu lögmenn þeirra að Íslendingarnir tveir skömmuðust sín fyrir að hafa tekið þátt í innflutningnum og að góðar líkur væri á endurhæfingu þeirra í fangelsi.Ákvaðu að flytja efnin inn til að greiða skuldir Lögmaður Brynjars Smára sagði hann hafa samþykkt að flytja inn kókaínið til að greiða 1,7 milljóna króna fíkniefnaskuld. Þá sagði lögfræðingur Helga Heiðars að hann hafi samþykkt að flytja inn kókaínið til að greiða tæplega eina milljón króna í skuld sem komið hafi til vegna fíkniefnanotkunar kærustu hans sem og hans eigin. Sagði lögmaður Helga Heiðars að hann skammaðist sín sérstaklega fyrir að hafa tekið þátt í að flytja efnin til Ástralíu, þar sem hann hafi séð áhrifin sem kókaín hafi haft á kærustu hans. Þá lagði lögmaður Brynjars Smára áherslu á það að hann væri með vinnu í fangelsinu sem hann dvelur í, væri að ljúka stærðfræðiáfanga og hafi hafið nám í upplýsingatækni. Dómsuppkvaðning í málinu fer fram á föstudag.
Ástralía Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30