Þessi upphafsköst heppnast misvel en það er óhætt að segja að upphafskastið í leik Chicago White Sox og Kansas í nótt hafi heppnast eins illa og mögulegt var.
Starfsmaður mánaðarins hjá White Sox, hvorki meira né minna, fékk þann heiður að framkvæma upphafskastið.
Það tókst þó ekki betur en svo að boltinn fór í linsu ljósmyndara White Sox sem var svo óheppinn að standa rétt hjá. Myndband af upphafskastinu mislukkaða má sjá hér fyrir neðan.
"Now, the key to this game is keeping your eye on the ball." pic.twitter.com/qZKAt6GSKk
— Chicago White Sox (@whitesox) May 29, 2019
White Sox birti mynd á Twitter sem ljósmyndarinn tók rétt áður en boltinn fór í hann.
Life comes at you pretty fast. pic.twitter.com/ySGgmqSc1n
— Chicago White Sox (@whitesox) May 29, 2019
Ljósmyndaranum varð sem betur fer ekki meint af, myndavélin skemmdist ekki og flestir virtust hafa gaman af þessu mislukkaða kasti starfsmannsins.
Happy to report that both myself and the camera are okayhttps://t.co/Pu04xYY7Z8
— Darren Georgia (@darrencgeorgia) May 29, 2019
Dóttir starfsmannsins birti skemmtilega mynd á Twitter af boltanum og farinu sem kom eftir að hann fór í ljósmyndarann.
OH also it left a scuff mark on the ball!!!!pic.twitter.com/Qg8msgxhiz
— Nikki (@_badgalnini_) May 29, 2019