Við ráðum vel við þetta Björn Berg Gunnarsson skrifar 29. maí 2019 05:00 Vaxtalækkun Seðlabankans á dögunum var almennt fagnað og vel tekið. Ein helsta ástæða lækkunarinnar eru umtalsvert verri horfur í efnahagslífinu með tilheyrandi atvinnuleysi, samdrætti og veikingu krónunnar. Lægri vextir munu milda höggið en við ættum að fara okkur hægt í fagnaðarlátunum við þessar aðstæður. Í nýjustu hagspá Seðlabanka Íslands er gert ráð fyrir að hagkerfið dragist saman um 0,4% á árinu og vegur þar þyngst umtalsverð fækkun ferðamanna og loðnubrestur. En góðu fréttirnar eru að við eigum fyrir þessu öllu saman. Með belti og axlabönd Eftir 7 ára samfellt hagvaxtarskeið er ákaflega ánægjulegt að því ljúki, um sinn, án nokkurrar teljandi þynnku. Vöxturinn hefur ekki verið tekinn að láni, ekki hefur verið gengið með ósjálfbærum hætti á auðlindir og hér eru allar aðstæður til að hagvöxtur verði aftur ásættanlegur strax á næsta ári. Heimili, fyrirtæki og sveitarfélög hafa haldið að sér höndum í skuldsetningu, sparnaður aukist og Seðlabankinn er barmafullur af gjaldeyri. Þar að auki eigum við umtalsverðar eignir umfram skuldir erlendis. Við höfum því heilmikið svigrúm fyrir einstaka magurt ár. Í fyrrasumar voru heimili og fyrirtæki þegar farin að undirbúa sig fyrir mögulegt bakslag. Hratt dró úr vexti einkaneyslu og fjárfestingaráformum. Þessu ber að fagna, jafnvel af enn meiri innlifun en 0,5 prósentustiga vaxtalækkun, enda merki um að við sýnum talsvert meiri ráðdeild en oft áður. En hvað ætlum við að gera þegar hjól atvinnulífsins spóla aftur af stað? Vöðum við fram úr okkur með skuldsetningu og óhóflegum launahækkunum og fylgir nýr seðlabankastjóri og peningastefnunefnd á harðaspretti með ítrekuðum vaxtahækkunum og allt springur í loft upp? Undanfarinn áratugur gefur í það minnsta ástæðu til nokkurrar bjartsýni varðandi hluta þessara þátta. Það skyldi þó aldrei verða að hófsemi og skynsemi verði hér allsráðandi á nýju hagvaxtarskeiði, með lágum vöxtum öllum til heilla? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vaxtalækkun Seðlabankans á dögunum var almennt fagnað og vel tekið. Ein helsta ástæða lækkunarinnar eru umtalsvert verri horfur í efnahagslífinu með tilheyrandi atvinnuleysi, samdrætti og veikingu krónunnar. Lægri vextir munu milda höggið en við ættum að fara okkur hægt í fagnaðarlátunum við þessar aðstæður. Í nýjustu hagspá Seðlabanka Íslands er gert ráð fyrir að hagkerfið dragist saman um 0,4% á árinu og vegur þar þyngst umtalsverð fækkun ferðamanna og loðnubrestur. En góðu fréttirnar eru að við eigum fyrir þessu öllu saman. Með belti og axlabönd Eftir 7 ára samfellt hagvaxtarskeið er ákaflega ánægjulegt að því ljúki, um sinn, án nokkurrar teljandi þynnku. Vöxturinn hefur ekki verið tekinn að láni, ekki hefur verið gengið með ósjálfbærum hætti á auðlindir og hér eru allar aðstæður til að hagvöxtur verði aftur ásættanlegur strax á næsta ári. Heimili, fyrirtæki og sveitarfélög hafa haldið að sér höndum í skuldsetningu, sparnaður aukist og Seðlabankinn er barmafullur af gjaldeyri. Þar að auki eigum við umtalsverðar eignir umfram skuldir erlendis. Við höfum því heilmikið svigrúm fyrir einstaka magurt ár. Í fyrrasumar voru heimili og fyrirtæki þegar farin að undirbúa sig fyrir mögulegt bakslag. Hratt dró úr vexti einkaneyslu og fjárfestingaráformum. Þessu ber að fagna, jafnvel af enn meiri innlifun en 0,5 prósentustiga vaxtalækkun, enda merki um að við sýnum talsvert meiri ráðdeild en oft áður. En hvað ætlum við að gera þegar hjól atvinnulífsins spóla aftur af stað? Vöðum við fram úr okkur með skuldsetningu og óhóflegum launahækkunum og fylgir nýr seðlabankastjóri og peningastefnunefnd á harðaspretti með ítrekuðum vaxtahækkunum og allt springur í loft upp? Undanfarinn áratugur gefur í það minnsta ástæðu til nokkurrar bjartsýni varðandi hluta þessara þátta. Það skyldi þó aldrei verða að hófsemi og skynsemi verði hér allsráðandi á nýju hagvaxtarskeiði, með lágum vöxtum öllum til heilla?
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar