Ferðalagið með Flugrútunni komið í 6500 krónur Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2019 10:45 Áfram verður ódýrar að kaupa miða báðar leiðir með Flugrútunni. Miði fram og til baka kostar nú 6499. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nýundirritaðir kjarasamningar, bensínhækkun síðustu vikna og fækkun ferðamanna eftir fall WOW air eru helstu ástæður þess að Kynnisferðir hafa hækkað miðaverð í Flugrútuna. Þetta segir framkvæmdastjóri Kynnisferða. Ferðin fram og til baka frá BSÍ til Keflavíkurflugvallar kostar nú 6499 krónur en kostaði 5499 fyrir hækkunina, sem nemur 18 prósentum. Ferðin aðra leið fer úr tæpum 3000 krónum í 3499. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að miðaverðið hafi haldist nokkuð óbreytt undanfarið ár. Á þeim tíma hafi hins vegar mikið gerst í íslenskum efnahagsmálum. Launakostnaður, sem hefur verið stærsti útgjaldaliður fyrirtækisins, hækkaði enn frekar með undirritun nýrra kjarasamninga í vor auk þess sem olíuverð hefur hækkað nokkuð skarpt á síðustu mánuðum. Þá hafi eftirspurnin dregist umtalsvert saman með falli WOW air í mars. Þrátt fyrir að viðskiptavinahópur Flugrútunnar sé fjölbreyttur hafi brotthvarf lággjaldaflugfélagsins haft teljanleg áhrif á miðasöluna. Hann segir jafnframt að Kynnisferðir hafi leitað annarra leiða til að mæta þessum áskorunum áður en til verðhækkunarinnar kom. Undanfarin tvö ár hafi fyrirtæki í fólksflutningum þurft að grípa til margvíslegra hagræðingaraðgerða í hörðu samkeppnisumhverfi, sem meðal annars endurspeglast í greiðslustöðvun Hópferðabíla Akureyrar.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.KynnisferðirFerðamenn finni minna fyrir hækkuninni „Við höfum verið að vinna statt og stöðugt í því að hagræða í rekstri í tæp tvö ár - auk þess sem við fundum fyrir miklum viðsnúngi í rekstrinum eftir fall WOW air.“ Björn vekur þó athygli á því að stærsti viðskiptavinahópur Flugrútunnar eru erlendir ferðamenn. Þeir ættu ekki að finna mikið fyrir verðhækkuninni, enda hefur krónan veikst töluvert að undanförnu sem vegur upp á móti. „Hækkunin er því minni þegar kemur að ferðamönnunum og þeirri mynt sem þeir greiða með. Krónan segir ekki allt, við erum einfaldlega með pínulítinn gjaldmiðil á Íslandi. Í stóra samhenginu er þetta lítil verðhækkun í evrum.“ Verkalýðshreyfingin hefur verið dugleg að vekja athygli á fyrirtækjum sem gripið hafa til verðhækkana eftir að Lífskjarasamningurinn svonefndi var undirritaður í aprílbyrjun. Björn segist þó ekki sérstaklega smeykur við gagnrýni vígamóðra verkalýðsforingja. „Nei, við munum bara einbeita okkur að því að reka okkar fyrirtæki á meðan þau, eðlilega, benda á verðhækkunina. Það er þeirra hlutverk,“ segir Björn. Kynnisferðir geti þó glatt verkalýðshreyfinguna með því að fyrirtækið muni vitaskuld greiða starfsfólki sínu laun í samræmi við hinn nýundirritaða kjarasamning. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Neytendur Samgöngur Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Nýundirritaðir kjarasamningar, bensínhækkun síðustu vikna og fækkun ferðamanna eftir fall WOW air eru helstu ástæður þess að Kynnisferðir hafa hækkað miðaverð í Flugrútuna. Þetta segir framkvæmdastjóri Kynnisferða. Ferðin fram og til baka frá BSÍ til Keflavíkurflugvallar kostar nú 6499 krónur en kostaði 5499 fyrir hækkunina, sem nemur 18 prósentum. Ferðin aðra leið fer úr tæpum 3000 krónum í 3499. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að miðaverðið hafi haldist nokkuð óbreytt undanfarið ár. Á þeim tíma hafi hins vegar mikið gerst í íslenskum efnahagsmálum. Launakostnaður, sem hefur verið stærsti útgjaldaliður fyrirtækisins, hækkaði enn frekar með undirritun nýrra kjarasamninga í vor auk þess sem olíuverð hefur hækkað nokkuð skarpt á síðustu mánuðum. Þá hafi eftirspurnin dregist umtalsvert saman með falli WOW air í mars. Þrátt fyrir að viðskiptavinahópur Flugrútunnar sé fjölbreyttur hafi brotthvarf lággjaldaflugfélagsins haft teljanleg áhrif á miðasöluna. Hann segir jafnframt að Kynnisferðir hafi leitað annarra leiða til að mæta þessum áskorunum áður en til verðhækkunarinnar kom. Undanfarin tvö ár hafi fyrirtæki í fólksflutningum þurft að grípa til margvíslegra hagræðingaraðgerða í hörðu samkeppnisumhverfi, sem meðal annars endurspeglast í greiðslustöðvun Hópferðabíla Akureyrar.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.KynnisferðirFerðamenn finni minna fyrir hækkuninni „Við höfum verið að vinna statt og stöðugt í því að hagræða í rekstri í tæp tvö ár - auk þess sem við fundum fyrir miklum viðsnúngi í rekstrinum eftir fall WOW air.“ Björn vekur þó athygli á því að stærsti viðskiptavinahópur Flugrútunnar eru erlendir ferðamenn. Þeir ættu ekki að finna mikið fyrir verðhækkuninni, enda hefur krónan veikst töluvert að undanförnu sem vegur upp á móti. „Hækkunin er því minni þegar kemur að ferðamönnunum og þeirri mynt sem þeir greiða með. Krónan segir ekki allt, við erum einfaldlega með pínulítinn gjaldmiðil á Íslandi. Í stóra samhenginu er þetta lítil verðhækkun í evrum.“ Verkalýðshreyfingin hefur verið dugleg að vekja athygli á fyrirtækjum sem gripið hafa til verðhækkana eftir að Lífskjarasamningurinn svonefndi var undirritaður í aprílbyrjun. Björn segist þó ekki sérstaklega smeykur við gagnrýni vígamóðra verkalýðsforingja. „Nei, við munum bara einbeita okkur að því að reka okkar fyrirtæki á meðan þau, eðlilega, benda á verðhækkunina. Það er þeirra hlutverk,“ segir Björn. Kynnisferðir geti þó glatt verkalýðshreyfinguna með því að fyrirtækið muni vitaskuld greiða starfsfólki sínu laun í samræmi við hinn nýundirritaða kjarasamning.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Neytendur Samgöngur Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira