Spilling, vannæring og misnotkun daglegt brauð í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2019 10:44 Hefðbundin vinna og matarskammtar, sem ríkið skaffar, dugar ekki til að lifa af í Norður-Kóreu. Vísir/Getty Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sem unnin var upp úr viðtölum við 214 einstaklinga sem flúið hafa frá einræðisríkinu á undanförnum árum.Skýrslan ber titilinn: „The price is rights“ eða „gjaldið eru réttindi“. Frá því að efnahagur Norður-Kóreu hrundi á tíunda áratug síðustu aldar hefur það reynst íbúum ómögulegt að lifa af innan opinbers hagkerfis landsins, þar sem ríkið stjórnar öllu. Því er nauðsynlegt fyrir íbúa að vinna innan svörtu hagkerfi. „Ef þú fylgir skipunum ríkisins, deyrðu úr hungri,“ sagði einn viðmælandi OHCHR. Það er þó ekki hættulaust þar sem fólk er ítrekað handtekið fyrir litlar sakir, eins og að ferðast innan Norður-Kóreu. Íbúar þurfa leyfi ríkisins til að ferðast um. Eina leiðin til að lifa af og vinna er að greiða embættismönnum mútur. Stjórnkerfi ríkisins byggir í raun á því að sumir íbúar geti greitt mútur til að komast hjá reglum og lifa betri lífum. Aðrir geta það ekki og enda oft í fangelsum þar sem pyntingar, nauðganir og annars konar ofbeldi er algengt. Það er meira að segja hægt að greiða mútur til að gera fangelsisvist betri. „Norður-Kórea er samfélag þar sem allir meðlimir þess koma að spillingu því þau eru þvinguð til að grípa til ólöglegra aðgerða til að lifa af,“ sagði Lee Han-byeol, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 2001 og rekur nú samtök sem hjálpa öðrum flóttamönnum. Í stað þess að tryggja íbúum lágmarks lífskjör dælir ríkisstjórn Kim Jong Un takmörkuðum fjármunum ríkisins í herinn. Norður-Kórea býr yfir einum af fjölmennustu herjum heimsins og hvergi annarsstaðar eru fleiri íbúar ríkis í her þess. Í yfirlýsingu til Reuters fréttaveitunnar, segir sendiráð einræðisríkisins í Sviss, að skýrslan sé ekkert annað en tilbúningur. Viðmælendur Sameinuðu þjóðanna hafi verið þvingaðir til að segja ósanna hluti um Norður-Kóreu. Norður-Kórea Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kjósa nýtt þing og fá að velja um einn frambjóðanda Ekki er von á spennandi spennandi kosninganótt. 10. mars 2019 08:25 Hafa ekki hugmynd um hvernig Kim kom höndum yfir eðalvagnana Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Daimler segjast ekki hafa átt í nokkrum viðskiptum við Norður-Kóreu enda fer sala lúxusvara eins og þessara bíla gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norður-Kóreu. 26. apríl 2019 13:17 Lögðu hald á stærðarinnar flutningaskip frá Norður-Kóreu Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu í dag hald á flutningaskipið "Wise Honest“ frá Norður-Kóreu sem þeir segja að hafi verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn einræðisríkinu. 9. maí 2019 20:40 Morðið á Kim Jong-nam: Víetnömsku konunni sleppt í næsta mánuði Lögmaður Doan Thi-Huong segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi 3. maí næstkomandi. 13. apríl 2019 14:34 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sem unnin var upp úr viðtölum við 214 einstaklinga sem flúið hafa frá einræðisríkinu á undanförnum árum.Skýrslan ber titilinn: „The price is rights“ eða „gjaldið eru réttindi“. Frá því að efnahagur Norður-Kóreu hrundi á tíunda áratug síðustu aldar hefur það reynst íbúum ómögulegt að lifa af innan opinbers hagkerfis landsins, þar sem ríkið stjórnar öllu. Því er nauðsynlegt fyrir íbúa að vinna innan svörtu hagkerfi. „Ef þú fylgir skipunum ríkisins, deyrðu úr hungri,“ sagði einn viðmælandi OHCHR. Það er þó ekki hættulaust þar sem fólk er ítrekað handtekið fyrir litlar sakir, eins og að ferðast innan Norður-Kóreu. Íbúar þurfa leyfi ríkisins til að ferðast um. Eina leiðin til að lifa af og vinna er að greiða embættismönnum mútur. Stjórnkerfi ríkisins byggir í raun á því að sumir íbúar geti greitt mútur til að komast hjá reglum og lifa betri lífum. Aðrir geta það ekki og enda oft í fangelsum þar sem pyntingar, nauðganir og annars konar ofbeldi er algengt. Það er meira að segja hægt að greiða mútur til að gera fangelsisvist betri. „Norður-Kórea er samfélag þar sem allir meðlimir þess koma að spillingu því þau eru þvinguð til að grípa til ólöglegra aðgerða til að lifa af,“ sagði Lee Han-byeol, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 2001 og rekur nú samtök sem hjálpa öðrum flóttamönnum. Í stað þess að tryggja íbúum lágmarks lífskjör dælir ríkisstjórn Kim Jong Un takmörkuðum fjármunum ríkisins í herinn. Norður-Kórea býr yfir einum af fjölmennustu herjum heimsins og hvergi annarsstaðar eru fleiri íbúar ríkis í her þess. Í yfirlýsingu til Reuters fréttaveitunnar, segir sendiráð einræðisríkisins í Sviss, að skýrslan sé ekkert annað en tilbúningur. Viðmælendur Sameinuðu þjóðanna hafi verið þvingaðir til að segja ósanna hluti um Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn kjósa nýtt þing og fá að velja um einn frambjóðanda Ekki er von á spennandi spennandi kosninganótt. 10. mars 2019 08:25 Hafa ekki hugmynd um hvernig Kim kom höndum yfir eðalvagnana Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Daimler segjast ekki hafa átt í nokkrum viðskiptum við Norður-Kóreu enda fer sala lúxusvara eins og þessara bíla gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norður-Kóreu. 26. apríl 2019 13:17 Lögðu hald á stærðarinnar flutningaskip frá Norður-Kóreu Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu í dag hald á flutningaskipið "Wise Honest“ frá Norður-Kóreu sem þeir segja að hafi verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn einræðisríkinu. 9. maí 2019 20:40 Morðið á Kim Jong-nam: Víetnömsku konunni sleppt í næsta mánuði Lögmaður Doan Thi-Huong segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi 3. maí næstkomandi. 13. apríl 2019 14:34 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Norður-Kóreumenn kjósa nýtt þing og fá að velja um einn frambjóðanda Ekki er von á spennandi spennandi kosninganótt. 10. mars 2019 08:25
Hafa ekki hugmynd um hvernig Kim kom höndum yfir eðalvagnana Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Daimler segjast ekki hafa átt í nokkrum viðskiptum við Norður-Kóreu enda fer sala lúxusvara eins og þessara bíla gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gagnvart Norður-Kóreu. 26. apríl 2019 13:17
Lögðu hald á stærðarinnar flutningaskip frá Norður-Kóreu Yfirvöld Bandaríkjanna lögðu í dag hald á flutningaskipið "Wise Honest“ frá Norður-Kóreu sem þeir segja að hafi verið notað til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn einræðisríkinu. 9. maí 2019 20:40
Morðið á Kim Jong-nam: Víetnömsku konunni sleppt í næsta mánuði Lögmaður Doan Thi-Huong segir að henni verði sleppt úr malasísku fangelsi 3. maí næstkomandi. 13. apríl 2019 14:34