Innlent

Vilja jafna vægi sveinsprófs og stúdentsprófs

Pálmi Kormákur skrifar
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. vísir/baldur
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, ásamt forsvarsmönnum frá Tækniskólanum, Rafmenntun, Iðunni fræðslusetri og Samtökum iðnaðarins, skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um að efla háskólanám að loknu iðnnámi og öðru starfsnámi.

Markmiðið er að jafna vægi sveinsprófs og stúdentsprófs með tilliti til háskólaumsókna.

Ráðherrann lýsti ánægju sinni með málið og segir það mikilvægt að fjölga útskriftarnemum á tæknisviði, ásamt því að undirstrika mikilvægi fólks sem hefur lokið námi við meira enn eitt fag á vinnumarkaðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×