Færeyski forstjórinn bætti rör frítt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. maí 2019 06:00 Jóhann Ólafson, Skarphéðinn Gíslason og Ásgeir G. Guðbjartsson. Myndin er tekin í Klakksvík í Færeyjum, (Klaksvík). Báturinn reyndist vel á langsiglingunni, hann virtist fara vel í sjó, en það á eftir að reyna á hann almennilega, miðað við íslenskar aðstæður,“ segir Ásgeir G. Guðbjartsson sem var stýrimaður á Gísla Jóns, nýju skipi Björgunarfélags Ísafjarðar, á siglingu þess frá Bodö í Noregi til Ísafjarðar. „Við vorum þrjá sólarhringa á leiðinni, með viðkomu í Færeyjum. Fengum mjög gott veður nánast alla leið, vindur fór í mest 10-12 metra út af Austfjörðum, þar stóð báturinn sig vel og fór ágætlega með okkur.“ Í Færeyjum þurfti að laga smávægilegan smurolíuleka, síðdegis á laugardag. Forstjóri vélsmiðjunnar KSS mætti sjálfur um borð, endurbætti rörið og tók ekkert fyrir það, að sögn Ásgeirs. „Færeyingarnir voru mjög almennilegir við okkur og líka þeir sem við áttum samskipti við í Noregi.“ Skipstjóri í ferðinni var Skarphéðinn Gíslason, faðir hans var Gísli Jónsson, sá sem báturinn er skírður eftir. Vélstjórinn, Jóhann Ólafson, hefur verið í björgunarsveitinni í tugi ára, formaður á tímabili. Ásgeir starfar sem II stýrimaður á Júlíusi Geirmundssyni, hann er barnabarn Ásgeirs heitins Guðbjartssonar, skipstjóra á Guðbjörgu ÍS-46 (Geira á Guggunni). Ásgeir segir Gísla Jóns smíðaðan 1997 og hafa verið í Bodö hjá Redding selskap í yfir 20 ár. Þótt hann sé ekki stór segir Ásgeir hann hafa ákveðna kosti umfram gamla bátinn. „Þessi er öflugri, auðveldara að sigla honum hraðar þegar á þarf að halda, eins er hljóðeinangrunin betri og aðbúnaðurinn fyrir mannskapinn.“ Bodö er norðarlega í Noregi en í stað þess að taka vissa áhættu með því að stíma beinustu leið til Ísafjarðar, með olíubirgðir um borð, ákvað skipstjórinn að sigla suður með Noregsströnd til Álasunds og þar yfir til Færeyja. En er rétta nafnið komið á kinnung bátsins? „Það er búið að líma það á hann til bráðabirgða.“ Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Færeyjar Ísafjarðarbær Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Báturinn reyndist vel á langsiglingunni, hann virtist fara vel í sjó, en það á eftir að reyna á hann almennilega, miðað við íslenskar aðstæður,“ segir Ásgeir G. Guðbjartsson sem var stýrimaður á Gísla Jóns, nýju skipi Björgunarfélags Ísafjarðar, á siglingu þess frá Bodö í Noregi til Ísafjarðar. „Við vorum þrjá sólarhringa á leiðinni, með viðkomu í Færeyjum. Fengum mjög gott veður nánast alla leið, vindur fór í mest 10-12 metra út af Austfjörðum, þar stóð báturinn sig vel og fór ágætlega með okkur.“ Í Færeyjum þurfti að laga smávægilegan smurolíuleka, síðdegis á laugardag. Forstjóri vélsmiðjunnar KSS mætti sjálfur um borð, endurbætti rörið og tók ekkert fyrir það, að sögn Ásgeirs. „Færeyingarnir voru mjög almennilegir við okkur og líka þeir sem við áttum samskipti við í Noregi.“ Skipstjóri í ferðinni var Skarphéðinn Gíslason, faðir hans var Gísli Jónsson, sá sem báturinn er skírður eftir. Vélstjórinn, Jóhann Ólafson, hefur verið í björgunarsveitinni í tugi ára, formaður á tímabili. Ásgeir starfar sem II stýrimaður á Júlíusi Geirmundssyni, hann er barnabarn Ásgeirs heitins Guðbjartssonar, skipstjóra á Guðbjörgu ÍS-46 (Geira á Guggunni). Ásgeir segir Gísla Jóns smíðaðan 1997 og hafa verið í Bodö hjá Redding selskap í yfir 20 ár. Þótt hann sé ekki stór segir Ásgeir hann hafa ákveðna kosti umfram gamla bátinn. „Þessi er öflugri, auðveldara að sigla honum hraðar þegar á þarf að halda, eins er hljóðeinangrunin betri og aðbúnaðurinn fyrir mannskapinn.“ Bodö er norðarlega í Noregi en í stað þess að taka vissa áhættu með því að stíma beinustu leið til Ísafjarðar, með olíubirgðir um borð, ákvað skipstjórinn að sigla suður með Noregsströnd til Álasunds og þar yfir til Færeyja. En er rétta nafnið komið á kinnung bátsins? „Það er búið að líma það á hann til bráðabirgða.“
Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Færeyjar Ísafjarðarbær Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira