Glópagull og gagnaver Tómas Guðbjartsson skrifar 28. maí 2019 08:00 Um 90% af þeirri raforku sem gagnaver á Íslandi nota er ráðstafað í vinnslu rafmyntar, sérstaklega Bitcoin, sem með réttu má kalla glópagull. Bitcoin-námugröftur er þegar orðinn risaiðnaður á Íslandi en í ár má gera ráð fyrir að það fari 110 MW af raforku til gagnavera, sem er á við tvær áætlaðar Hvalárvirkjanir og meiri orka en öll íslensk heimili í landinu notuðu sameiginlega árið 2018. Þessi orkuhít er ekki síður alþjóðlegt vandamál en á heimsvísu þarf Bitcoin meira rafmagn en notað er á öllu Írlandi. Hér á landi kallar þessi uppbygging gagnavera á virkjun fossa og jarðhitasvæða – sem oftar en ekki eru hluti af ósnortnum víðernum. Það er því íslenskri náttúru sem blæðir og blóðtapið er umtalsvert. Það má því spyrja: Er þetta þess virði? Bitcoin er fyrirbæri sem fæstir skilja og gjaldmiðill sem nær ekkert er notaður í hefðbundnum daglegum viðskiptum. Í staðinn hentar hann vel fyrir ógegnsæ viðskipti, t.d. starfsemi glæpahringja, enda erfitt að rekja greiðslur milli aðila. Auk þess sveiflast verðgildið eins og hjartalínurit, eða um 50% á síðastliðnu ári. Þessi „stóriðja“ getur því „gufað upp“ eins og síldin forðum. Og hvað gerir Eyjólfur þá? Ekki bætir úr skák að gagnaver veita nær engin störf og greiða sáralitla skatta hér á landi. Það eru hins vegar orkufyrirtæki eins og HS Orka sem hoppa hæð sína, enda selja þau orku til gagnavera sem upphaflega var ætluð höktandi kísiliðju. En erlendir eigendur gagnavera eru frekir og vilja meira glópagull – og þá er bara að virkja meira. Þar er engu eirt eins og áætlanir HS Orku um virkjanir í Hvalá og Tungufljóti sanna. Áhugi fjárfesta er greinilega mikill því hlutabréf í fyrirtækinu ganga kaupum og sölum fyrir metfé. Er þetta rétt forgangsröðun? Viljum við Íslendingar nota orkuna okkar í svona brask og er virkilega þörf á frekari virkjunum? Mér finnst svarið augljóst: Nei! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Tómas Guðbjartsson Mest lesið Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Sjá meira
Um 90% af þeirri raforku sem gagnaver á Íslandi nota er ráðstafað í vinnslu rafmyntar, sérstaklega Bitcoin, sem með réttu má kalla glópagull. Bitcoin-námugröftur er þegar orðinn risaiðnaður á Íslandi en í ár má gera ráð fyrir að það fari 110 MW af raforku til gagnavera, sem er á við tvær áætlaðar Hvalárvirkjanir og meiri orka en öll íslensk heimili í landinu notuðu sameiginlega árið 2018. Þessi orkuhít er ekki síður alþjóðlegt vandamál en á heimsvísu þarf Bitcoin meira rafmagn en notað er á öllu Írlandi. Hér á landi kallar þessi uppbygging gagnavera á virkjun fossa og jarðhitasvæða – sem oftar en ekki eru hluti af ósnortnum víðernum. Það er því íslenskri náttúru sem blæðir og blóðtapið er umtalsvert. Það má því spyrja: Er þetta þess virði? Bitcoin er fyrirbæri sem fæstir skilja og gjaldmiðill sem nær ekkert er notaður í hefðbundnum daglegum viðskiptum. Í staðinn hentar hann vel fyrir ógegnsæ viðskipti, t.d. starfsemi glæpahringja, enda erfitt að rekja greiðslur milli aðila. Auk þess sveiflast verðgildið eins og hjartalínurit, eða um 50% á síðastliðnu ári. Þessi „stóriðja“ getur því „gufað upp“ eins og síldin forðum. Og hvað gerir Eyjólfur þá? Ekki bætir úr skák að gagnaver veita nær engin störf og greiða sáralitla skatta hér á landi. Það eru hins vegar orkufyrirtæki eins og HS Orka sem hoppa hæð sína, enda selja þau orku til gagnavera sem upphaflega var ætluð höktandi kísiliðju. En erlendir eigendur gagnavera eru frekir og vilja meira glópagull – og þá er bara að virkja meira. Þar er engu eirt eins og áætlanir HS Orku um virkjanir í Hvalá og Tungufljóti sanna. Áhugi fjárfesta er greinilega mikill því hlutabréf í fyrirtækinu ganga kaupum og sölum fyrir metfé. Er þetta rétt forgangsröðun? Viljum við Íslendingar nota orkuna okkar í svona brask og er virkilega þörf á frekari virkjunum? Mér finnst svarið augljóst: Nei!
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar