Segir grafalvarlegt að tala mannréttindadómstól niður Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. maí 2019 06:30 Sigríður Andersen er harðlega gagnrýnd fyrir ummæli um Mannréttindadómstól Evrópu. Vísir/vilhelm „Það er sorglegt að horfa upp á þessi viðhorf Sjálfstæðisflokksins til Mannréttindadómstóls Evrópu á níutíu ára afmæli flokksins,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um nýfallin ummæli Sigríðar Á. Andersen um Mannréttindadómstól Evrópu og dóm hans í Landsréttarmálinu. Í grein í Morgunblaðinu í tilefni 90 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins kallaði Sigríður nýfallinn dóm MDE atlögu frá pólitískt kjörnum dómurum í Strassborg. Í greininni segir Sigríður það hafa verið sér sár vonbrigði „að sjá íslensk stjórnmál, fjölmiðla og réttarkerfið falla á kné þegar erlend nefnd sem ekkert umboð hefur frá sjálfstæðum Íslendingum gerði atlögu að dómskerfi okkar Íslendinga.“ Svo lýsir Sigríður því að aldrei í sögunni hafi handhafar ríkisvaldsins fest nýja stofnun í sessi með jafn afgerandi hætti og hún treysti því að þegar frá líði verði litið á atlöguna frá Strassborg sem umboðslaust pólitískt at. „Þetta er dapurleg afmæliskveðja Sjálfstæðismanna til landsmanna,“ segir Þorgerður. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, tekur í sama streng. „Það er grafalvarlegt að fyrrverandi dómsmálaráðherra tali dómstólinn niður á þann hátt sem hún gerir í greininni. Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu í áratugi og hann hefur fært okkur ýmiss konar réttarbót frá stofnun sem Sigríði, sem er löglærð, ætti að vera kunnugt um,“ segir Helga Vala. Helga Vala og Þorgerður velta einnig fyrir sér áhrifum þessa viðhorfa ráðherrans fyrrverandi á meðferð málsins hjá ríkisstjórninni. „Ég hef líka vissar áhyggjur af því að ríkisstjórnin kunni að láta þessa afstöðu Sigríðar til dómstólsins afvegaleiða sig í nauðsynlegri vinnu við endurreisn okkar dómskerfis sem ekki má bíða lengur með að hefja,“ segir Helga Vala. Þorgerður segir að í ljósi þeirra viðhorfa sem komi fram hjá fyrrverandi dómsmálaráðherra sé ekki að undra hve illa ríkisstjórnin var undir dóminn búin þegar hann féll. „Þessi viðhorf skýra af hverju ríkisstjórnin var ekki betur undirbúin með ýmsum sviðsmyndum eftir því hver niðurstaðan yrði.“Saga Íslands og Mannréttindadómstólsins Fréttablaðið fór yfir sextíu ára sögu sambands Íslands við Mannréttindadómstólsins á laugardaginn, sama dag og grein Sigríðar birtist í Morgunblaðinu. Þar voru rifjuð upp nokkur markverð mál, þeirra á meðal mál Jóns Kristjánssonar sem ók yfir á rauðu ljósi á Akureyri og neitaði að lúta því að sýslumaður bæði rannsakaði málið og dæmdi það. Dómsátt hans og íslenskra stjórnvalda í Strassborg leiddi til umfangsmikilla breytinga á íslensku réttarkerfi með aðskilnaði framkvæmdarvalds og dómsvalds í héraði. Farið var yfir áhrif dóma MDE á innlenda dómaframkvæmd um mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs en flest mál sem íslenskir borgarar hafa unnið í Strassborg eru tjáningarfrelsismál íslenskra blaðamanna. Þá eru rifjaðir upp dómar um ólögmætar frelsisskerðingar, brot á rétti manna til að standa utan félaga og fleiri mál. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir „Hamagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira
„Það er sorglegt að horfa upp á þessi viðhorf Sjálfstæðisflokksins til Mannréttindadómstóls Evrópu á níutíu ára afmæli flokksins,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um nýfallin ummæli Sigríðar Á. Andersen um Mannréttindadómstól Evrópu og dóm hans í Landsréttarmálinu. Í grein í Morgunblaðinu í tilefni 90 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins kallaði Sigríður nýfallinn dóm MDE atlögu frá pólitískt kjörnum dómurum í Strassborg. Í greininni segir Sigríður það hafa verið sér sár vonbrigði „að sjá íslensk stjórnmál, fjölmiðla og réttarkerfið falla á kné þegar erlend nefnd sem ekkert umboð hefur frá sjálfstæðum Íslendingum gerði atlögu að dómskerfi okkar Íslendinga.“ Svo lýsir Sigríður því að aldrei í sögunni hafi handhafar ríkisvaldsins fest nýja stofnun í sessi með jafn afgerandi hætti og hún treysti því að þegar frá líði verði litið á atlöguna frá Strassborg sem umboðslaust pólitískt at. „Þetta er dapurleg afmæliskveðja Sjálfstæðismanna til landsmanna,“ segir Þorgerður. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, tekur í sama streng. „Það er grafalvarlegt að fyrrverandi dómsmálaráðherra tali dómstólinn niður á þann hátt sem hún gerir í greininni. Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu í áratugi og hann hefur fært okkur ýmiss konar réttarbót frá stofnun sem Sigríði, sem er löglærð, ætti að vera kunnugt um,“ segir Helga Vala. Helga Vala og Þorgerður velta einnig fyrir sér áhrifum þessa viðhorfa ráðherrans fyrrverandi á meðferð málsins hjá ríkisstjórninni. „Ég hef líka vissar áhyggjur af því að ríkisstjórnin kunni að láta þessa afstöðu Sigríðar til dómstólsins afvegaleiða sig í nauðsynlegri vinnu við endurreisn okkar dómskerfis sem ekki má bíða lengur með að hefja,“ segir Helga Vala. Þorgerður segir að í ljósi þeirra viðhorfa sem komi fram hjá fyrrverandi dómsmálaráðherra sé ekki að undra hve illa ríkisstjórnin var undir dóminn búin þegar hann féll. „Þessi viðhorf skýra af hverju ríkisstjórnin var ekki betur undirbúin með ýmsum sviðsmyndum eftir því hver niðurstaðan yrði.“Saga Íslands og Mannréttindadómstólsins Fréttablaðið fór yfir sextíu ára sögu sambands Íslands við Mannréttindadómstólsins á laugardaginn, sama dag og grein Sigríðar birtist í Morgunblaðinu. Þar voru rifjuð upp nokkur markverð mál, þeirra á meðal mál Jóns Kristjánssonar sem ók yfir á rauðu ljósi á Akureyri og neitaði að lúta því að sýslumaður bæði rannsakaði málið og dæmdi það. Dómsátt hans og íslenskra stjórnvalda í Strassborg leiddi til umfangsmikilla breytinga á íslensku réttarkerfi með aðskilnaði framkvæmdarvalds og dómsvalds í héraði. Farið var yfir áhrif dóma MDE á innlenda dómaframkvæmd um mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs en flest mál sem íslenskir borgarar hafa unnið í Strassborg eru tjáningarfrelsismál íslenskra blaðamanna. Þá eru rifjaðir upp dómar um ólögmætar frelsisskerðingar, brot á rétti manna til að standa utan félaga og fleiri mál.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir „Hamagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira