Úthlutað úr barnamenningarsjóði í fyrsta sinn í dag Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2019 20:00 Þrjátíu og sex styrkir voru veittir en 108 umsóknir bárust. Úthlutað var úr Barnamenningarsjóði í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í dag. Veittir voru 36 styrkir sem námu alls 97,5 milljónum króna. Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra voru viðstaddar úthlutunina og sögðu fátt mikilvægara en að efla aðgengi barna að menningu og listum. Skólahljómsveit Kópavogs bauð fólk velkomið fyrir utan Alþingishúsið í dag en sjóðurinn var stofnaður fyrir ári síðan. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður sjóðsins, segir barnamenningu hafa átt undir högg að sækja og þetta því kærkomið fjármagn til að efla hana. „Það er bara erfitt til þess að vita að hugmyndir skuli vera til staðar í stofnunum og hjá listamönnum sem ná ekki flugi því það er ekki til fjármagn fyrir það. Við erum með aðgerðaráætlun á borðinu sem við ætlum að fylgja en höfum ekki getað fjármagnað. Það má segja að stjórnvöld hafi ákveðið að fjármagna aðgerðaráætlun barnamenningar með þessum sjóði,“ segir hún. Meðal þeirra sem fengu styrki eru Borgarbókasafnið, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Listasafn Íslands, Borgarsögusafn og Klassíski listdansskólinn. Einnig voru minni félagasamtök og hópar sem hlutu styrki og þar á meðal Trúðavaktin, sem heimsækir barnaspítalann reglulega. Styrkirnir voru veittir í dag því síðasti sunnudagur í maí er dagur barna hér á landi. „Nú erum við bara að ljúka fyrstu úthlutun af fimm. Við eigum eftir að auglýsa aftur næsta vor og fara í gegnum sama ferli. Úthluta að ári liðnu öðrum pakka til metnaðarfullra verkefna. Þannig að við sitjum uppi með verkefnið í fimm ár. Svo þarf bara að tryggja að þessir fjármunir verði áfram inn í okkar menningartengda starfi,“ segir hún. Börn og uppeldi Menning Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Úthlutað var úr Barnamenningarsjóði í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í dag. Veittir voru 36 styrkir sem námu alls 97,5 milljónum króna. Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra voru viðstaddar úthlutunina og sögðu fátt mikilvægara en að efla aðgengi barna að menningu og listum. Skólahljómsveit Kópavogs bauð fólk velkomið fyrir utan Alþingishúsið í dag en sjóðurinn var stofnaður fyrir ári síðan. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður sjóðsins, segir barnamenningu hafa átt undir högg að sækja og þetta því kærkomið fjármagn til að efla hana. „Það er bara erfitt til þess að vita að hugmyndir skuli vera til staðar í stofnunum og hjá listamönnum sem ná ekki flugi því það er ekki til fjármagn fyrir það. Við erum með aðgerðaráætlun á borðinu sem við ætlum að fylgja en höfum ekki getað fjármagnað. Það má segja að stjórnvöld hafi ákveðið að fjármagna aðgerðaráætlun barnamenningar með þessum sjóði,“ segir hún. Meðal þeirra sem fengu styrki eru Borgarbókasafnið, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Listasafn Íslands, Borgarsögusafn og Klassíski listdansskólinn. Einnig voru minni félagasamtök og hópar sem hlutu styrki og þar á meðal Trúðavaktin, sem heimsækir barnaspítalann reglulega. Styrkirnir voru veittir í dag því síðasti sunnudagur í maí er dagur barna hér á landi. „Nú erum við bara að ljúka fyrstu úthlutun af fimm. Við eigum eftir að auglýsa aftur næsta vor og fara í gegnum sama ferli. Úthluta að ári liðnu öðrum pakka til metnaðarfullra verkefna. Þannig að við sitjum uppi með verkefnið í fimm ár. Svo þarf bara að tryggja að þessir fjármunir verði áfram inn í okkar menningartengda starfi,“ segir hún.
Börn og uppeldi Menning Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira