Þórður með gull á Gautaborg Open Anton Ingi Leifsson skrifar 26. maí 2019 13:00 Íslenski hópurinn. mynd/karate samband Katalandslið Íslands keppti í dag á sterku móti í Svíþjóð, Gautaborg Open, þar sem yfir 450 keppendur voru skráðir til keppni. Öllum hópnum gekk vel en bestum árangri náði Þórður Jökull Henrysson sem vann eitt gull og eitt brons. Þórður byrjaði á að sigra sinn undanriðil í flokki juniora (16–17 ára) örugglega og mætti Isak Larsson, sem vann sinn undanriðil, í úrslitum. Þórður vann þá viðureign, fékk 23,76 stig á móti 23,74 stigum hjá Ísaki. Í fullorðinsflokki varð Þórður annar í sínum undanriðli þar sem 4 efstu komast áfram í 2. umferð. Eftir 2. umferð varð Þórður aftur annar og fékk því rétt til að keppa um 3ja sæti. Þar mætti hann Michael Brolin og vann hann örugglega með 24,42 stig á móti 23,36 stigum hjá Michael. Sannarlega góður árangur hjá Þórði sem er á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki enda ekki nema 16 ára. Freyja Stígsdóttir átti einnig góðan dag þar sem hún endaði með silfur í flokki junior eftir að hafa unnið sinn undanriðil nokkuð örugglega. Í úrslitum mætti hún sænsku landsliðskonunni Mathilda Skalare, sem að lokum vann Freyju með 23,68 stigum á móti 22,94 stigum Freyju. Þess má geta að Mathilda vann til silfurverðlauna á síðasta Norðurlandameistaramóti. Svana Katla Þorsteinsdóttir keppti í fullorðinsflokki kvenna þar sem yfir 20 keppendur voru skráðir, þar á meðal flestar landsliðskonur Svía. Svana varð í 2. sæti í sínum undanriðli og í 2. sæti í 2. umferð og fékk þar með réttinn til að keppa um 3ja sætið. Í þeirri viðureign mætti Svana Ellinor Wardman og vann hana með 25,82 stigum á móti 25,52 hjá Ellinor. Í kadettflokki stúlkna áttum við tvo keppendur, Oddnýju Þórarinsdóttur og Eydísi Magneu Friðriksdóttur. Báðar fóru þær örugglega upp úr undanriðlum og lentu í 2. sæti í riðlum sínum 2. umferð. Þær fengu því réttinn til að keppa um sitt 3ja sætið hvort. Eydís lenti á móti Emily Grönsholt og vann hana með 22,26 stigum á móti 20,82 og bronsið því Eydísar. Oddný mætti Cornelia Jönsson í hinni viðureigninni um 3ja sætið og vann hana örugglega með 23,46 stigum á móti 22,2. Vel gert hjá okkur ungu landsliðskonum sem eru 14 og 15 ára gamlar. Í kadettflokki pilta áttum við einn keppanda, Tómas Pálmar Tómasson. Tómas lenti í 2. sæti í sínum undanriðli og 2. sæti í 2. umferð og því með rétt til að keppa um 3ja sætið. Í þeirri viðureign mætti Tómas Elias Ekman. Elias vann viðureign þeirra með 24,4 stigum á móti 24,06 hjá Tómasi, en Tómas missti jafnvægið í einni stöðunni sem lækkaði einkunn hans. Í dag, sunnudag, mun hópurinn svo keppa á Gladsaxe Karate Cup. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn með verðlaun sín, frá vinstri Tómas, Eydís, Freyja, Oddný, Svana og Þórður. Íþróttir Karate Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira
Katalandslið Íslands keppti í dag á sterku móti í Svíþjóð, Gautaborg Open, þar sem yfir 450 keppendur voru skráðir til keppni. Öllum hópnum gekk vel en bestum árangri náði Þórður Jökull Henrysson sem vann eitt gull og eitt brons. Þórður byrjaði á að sigra sinn undanriðil í flokki juniora (16–17 ára) örugglega og mætti Isak Larsson, sem vann sinn undanriðil, í úrslitum. Þórður vann þá viðureign, fékk 23,76 stig á móti 23,74 stigum hjá Ísaki. Í fullorðinsflokki varð Þórður annar í sínum undanriðli þar sem 4 efstu komast áfram í 2. umferð. Eftir 2. umferð varð Þórður aftur annar og fékk því rétt til að keppa um 3ja sæti. Þar mætti hann Michael Brolin og vann hann örugglega með 24,42 stig á móti 23,36 stigum hjá Michael. Sannarlega góður árangur hjá Þórði sem er á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki enda ekki nema 16 ára. Freyja Stígsdóttir átti einnig góðan dag þar sem hún endaði með silfur í flokki junior eftir að hafa unnið sinn undanriðil nokkuð örugglega. Í úrslitum mætti hún sænsku landsliðskonunni Mathilda Skalare, sem að lokum vann Freyju með 23,68 stigum á móti 22,94 stigum Freyju. Þess má geta að Mathilda vann til silfurverðlauna á síðasta Norðurlandameistaramóti. Svana Katla Þorsteinsdóttir keppti í fullorðinsflokki kvenna þar sem yfir 20 keppendur voru skráðir, þar á meðal flestar landsliðskonur Svía. Svana varð í 2. sæti í sínum undanriðli og í 2. sæti í 2. umferð og fékk þar með réttinn til að keppa um 3ja sætið. Í þeirri viðureign mætti Svana Ellinor Wardman og vann hana með 25,82 stigum á móti 25,52 hjá Ellinor. Í kadettflokki stúlkna áttum við tvo keppendur, Oddnýju Þórarinsdóttur og Eydísi Magneu Friðriksdóttur. Báðar fóru þær örugglega upp úr undanriðlum og lentu í 2. sæti í riðlum sínum 2. umferð. Þær fengu því réttinn til að keppa um sitt 3ja sætið hvort. Eydís lenti á móti Emily Grönsholt og vann hana með 22,26 stigum á móti 20,82 og bronsið því Eydísar. Oddný mætti Cornelia Jönsson í hinni viðureigninni um 3ja sætið og vann hana örugglega með 23,46 stigum á móti 22,2. Vel gert hjá okkur ungu landsliðskonum sem eru 14 og 15 ára gamlar. Í kadettflokki pilta áttum við einn keppanda, Tómas Pálmar Tómasson. Tómas lenti í 2. sæti í sínum undanriðli og 2. sæti í 2. umferð og því með rétt til að keppa um 3ja sætið. Í þeirri viðureign mætti Tómas Elias Ekman. Elias vann viðureign þeirra með 24,4 stigum á móti 24,06 hjá Tómasi, en Tómas missti jafnvægið í einni stöðunni sem lækkaði einkunn hans. Í dag, sunnudag, mun hópurinn svo keppa á Gladsaxe Karate Cup. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn með verðlaun sín, frá vinstri Tómas, Eydís, Freyja, Oddný, Svana og Þórður.
Íþróttir Karate Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira