Stefnir á gullverðlaun í Texas Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. maí 2019 08:00 Hilmar Örn keppti á HM í frjálsum íþróttum árið 2017. Vísir/Getty Hilmar Örn Jónsson stóð uppi sem sigurvegari í Austurdeildinni í sleggjukasti á dögunum. Hann fer því fullur sjálfstrausts í lokamót ársins þar sem fremstu frjálsíþróttakappar í háskólum Bandaríkjanna mætast. Hilmar Örn er á lokaári sínu í University of Virginia og varði svæðismeistaratitil sinn þriðja árið í röð. Er hann sá fyrsti sem nær að vinna ACC-svæðismeistaratitilinn í sleggjukasti fjögur ár í röð. Keppnina í Austurdeildinni vann Hilmar Örn með kasti upp á 72,17 metra. Fyrir tæpum mánuði bætti hann ellefu ára gamalt Íslandsmet Bergs Inga Péturssonar með því að kasta sleggjunni 75,26 metra. „Þetta eru búnar að vera mjög góðar vikur,“ sagði Hilmar Örn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Virginíu í gær. Hilmar er á lokaári sínu í háskólanum og lagði því allt í að komast eins langt og hægt væri áður en hann yfirgefur skólann. „Ég lagði upp með að leggja allt til hliðar sem myndi trufla mig í að bæta mig, ég hef bara einbeitt mér að því að kasta og lyfta þess á milli. Þetta er lokaárið mitt og ég reyndi því að einbeita mér að því sem ég gæti gert og breytt til að taka framförum.“ Hilmar fer fullur sjálfstrausts til Austin í Texas þar sem lokamótið fer fram. „Ég var með næstlengsta kastið í mótinu á landsvísu um helgina. Það voru tvö mót um helgina. Ég kom inn í þriðja sætinu í Austurdeildinni en kastaði lengst. Það lofar góðu upp á framhaldið.“ Hilmar lenti í ellefta sæti í fyrra en sagðist aðspurður stefna á efsta sætið í ár. „Markmiðið er að ná í gullið en maður þarf að byrja á byrjuninni, æfa og kasta vel.“ Aðspurður segist Hilmar vera farinn að gera ráðstafanir vegna hitans sem verður í Texas á keppnisdegi. „Það er orðið mjög heitt hérna í Virginia og við æfum í Flórída fyrir mót þannig að ég ætti að vera búinn að venjast hitanum ágætlega. Svo eru það bara þessi smáatriði, að finna góðan hatt og handklæði,“ sagði Hilmar léttur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Sjá meira
Hilmar Örn Jónsson stóð uppi sem sigurvegari í Austurdeildinni í sleggjukasti á dögunum. Hann fer því fullur sjálfstrausts í lokamót ársins þar sem fremstu frjálsíþróttakappar í háskólum Bandaríkjanna mætast. Hilmar Örn er á lokaári sínu í University of Virginia og varði svæðismeistaratitil sinn þriðja árið í röð. Er hann sá fyrsti sem nær að vinna ACC-svæðismeistaratitilinn í sleggjukasti fjögur ár í röð. Keppnina í Austurdeildinni vann Hilmar Örn með kasti upp á 72,17 metra. Fyrir tæpum mánuði bætti hann ellefu ára gamalt Íslandsmet Bergs Inga Péturssonar með því að kasta sleggjunni 75,26 metra. „Þetta eru búnar að vera mjög góðar vikur,“ sagði Hilmar Örn þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í Virginíu í gær. Hilmar er á lokaári sínu í háskólanum og lagði því allt í að komast eins langt og hægt væri áður en hann yfirgefur skólann. „Ég lagði upp með að leggja allt til hliðar sem myndi trufla mig í að bæta mig, ég hef bara einbeitt mér að því að kasta og lyfta þess á milli. Þetta er lokaárið mitt og ég reyndi því að einbeita mér að því sem ég gæti gert og breytt til að taka framförum.“ Hilmar fer fullur sjálfstrausts til Austin í Texas þar sem lokamótið fer fram. „Ég var með næstlengsta kastið í mótinu á landsvísu um helgina. Það voru tvö mót um helgina. Ég kom inn í þriðja sætinu í Austurdeildinni en kastaði lengst. Það lofar góðu upp á framhaldið.“ Hilmar lenti í ellefta sæti í fyrra en sagðist aðspurður stefna á efsta sætið í ár. „Markmiðið er að ná í gullið en maður þarf að byrja á byrjuninni, æfa og kasta vel.“ Aðspurður segist Hilmar vera farinn að gera ráðstafanir vegna hitans sem verður í Texas á keppnisdegi. „Það er orðið mjög heitt hérna í Virginia og við æfum í Flórída fyrir mót þannig að ég ætti að vera búinn að venjast hitanum ágætlega. Svo eru það bara þessi smáatriði, að finna góðan hatt og handklæði,“ sagði Hilmar léttur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Sjá meira